Landið


Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 2

Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 2
194 C A NDIÐ Hver þarfnast vóla? Sá fátæki til þess að bæta kjör sín. Sá ríki til þess að græða meira. Nokkrar birgðir hef eg nú fengið af ýmiskonar heimilis- og búnaðar-vélum og áhöldum o. fl., og vænti viðbótar með næstu ferðum frá Ncw-York, og framvegis eftir þörfum, hindranalítið úr þessu, — Hef til nú sem stendur nokkuð um fram pantaniraf: Saumayélnm — Steinolíu-gas-vélum — Glerstrokk- um — Beinakvörnum (fyrir allsk. bein og fiskhausa). — Kornkvörnum — Bvottapressum (Rullum) oe Gólfþvotta-vindum o. fl — En á von á með næstu ferðum: Prjónavélum — Pvottavélum — Pvotta- vindum — Iijötkvörnum — Patent-strokkum — Skilvindum — Garðplógum o. fl, — er alt selst sem næst með hálfvirði, miðað við verð á innl. vinnu og afurðum nú og fyrir stríðið til samanburðar. Ennfremur útvega eg (eftir pöntunum) margskonar aðrar og stærri vélar, með verksmiðjuverði, að viðbættu flutningsgjaldi, — svo sem: Dráttarvélar — Skurðgerðarvéiar — Vindmylnur (Mölunar- mylnur) — Steinsteypumót (fyrir steina, pípur o. fl) — Hrærivélar með tilh. aflvélum — Trésmíða- vélar — lofthitunarvélar o. fl. — Og allar þessar vélar, með öllum hlutum og tækjum þeim tilheyrandi, er hver óskar; — og margt fleira. — Afgreiðsla öll fer fram með vandvirkni og svo greiðlega og tafalaust, sem verða má, en eftir þeirri röð sem pantanir koma inn. Pantið því fremur í dag en á morgun. Nánari upplýsingar sendar þeim, er þess óska. Reykjavík io. des. 1918. Stefán H. Jónsson. Slmi. Ilólf. 31S. enga skoðanafjötra halda sér, held- ur gekk beint eftir stjörnu sann- leikans. Og það er ekki ósennilegt, að síðari tímar sjái og kannist við, að hann hafi þar svalið sér hið góða hlutskiftið*, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Mætti fslenzka kirkjan og þjóðin njóta hans sem lengst — og um fram alt öðlast eitthvað af frjáls- lyndi hans, festu og einurð í bar- áttu fyrir góðu málefni. Sálrækt. Brot úr ritdómi. Frh. IV. Fjórði kafli er um aðhugun. Höf. bendir á mismun þess, að heyra og að hlusta. Hið fyrra er ósjálfræði, en hið síðara er starf, aðhugun, Aðhugun er það, að beita huganum að einhverju við fangsefni og þá um leið aýhugun*) alls annars. Um leið og maður gerist einhverju aðhuga, verður maður afhuga öðru, Allir vita, hversu mikilvægt er að vera áhuga- samur. Mikið böl stafar af því, að menn neyða sig til starfa, sem þá vantar áhuga á. En aðhugun lífg ar áhugann. Ef maður hefur óþægi- legt eða leiðinlegt starf með hönd um, tjáir ekki að þvinga sjálfan sig og þjösnast áfram, heldur verður maður að reyna að verða leiðind- unum afhuga, beita huganum öll- um að starfinu, sem'þá mun reyn ast að vekja svo hugsanir og til- finningar, að áhuginn vaknar. Að- hugun er líka áhrifamikil á minnið, það tjáir heldur ekki að lesa eða tala hugsunar og tilgangslaust. Það er ráðlegt að ákveða, hverjum hugsunarstefnum maður vill fylgja og i hvaða tilgangi. Maður á að lesa til þess að skoða 0g yfirvega, hugsa efnið sjálfur. Sá, sem bezt hugsar, les bezt. Að hugsa eitt- hvert efni til hlítar, veitir sigur í lífinu, og ættu menn fyrir því að að æfa þá list. Það sem menn lesa, ættu menn að rannsaka á allan hátt, festa ekki orðin í minni, held- ur hugsanirnar, unz alt efnið liggur reiðubúið til þess að segjast. Gagn legt er lfka að minnast reynslu sinnar eða einhverrar yfirsjónar í lífi sínu og kryfja hana til mergj- ar (hvatir og afieiðingar), bera sam- *) Sbr. attention, denial. an við nútíðina og gera sér grein fyrir, hvernig maður myndi breyta nú. Sama er að segja um skáldrit, menn ættu að brjóta þau til mergj- ar á allar lundir með tilfinningu og dómgreind, það eykur sanna þekk- ingu og æfir menn í aðhugun Á svipaðan hátt geta menn æft sig í afhugun. Með hugsanaskiftum geta menn rekíð brott óþægilegar og óheillavænlegar hugsanir og á þann hátt breytt skoðunarhætti sínum og tilfinningum eða hafið sig þar upp yfir. í sambandi við þetta minnist Möller á viljann. Viljinn er ekki stritandi orka, heldur aðhugun, Viljastyrkur er í því fólginn, að verða fyllilega aðhuga því, sem gera skal. Það er þess vegna ekki í sjálfu sér áreynsla, „að þrýsta á viljahnappinn". „Vilji" er ekki að- eius skipun á framkvæmdar-augna- blikinu; það, sem veitir viljanum máttinn er undangengið tímsbil, þegar maður beinir huganum að starfinu og veitir þannig sjálfum sér hvöt til að vilja, þegar þar að kemur. Og með einbeitingu hugans (kon- centration) getur maður beitt öflum sálarinnar til fulls að starfinu og á þann hátt náð því sterkari tök- um á því. Menn ættu að temja sér sjáifs- prófun, rannsaka sjálfa sig með því að Iíta yfir hið liðna og leggja grundvöll framtíðarinnar. Það verð ur til þess að vekja framtakssemi og leggur hugstjórninni traustan grundvöll. Menn venjast þá við, að sjá annarsvegar hina andlegu strauma innra með sér og hins veg- ar hinn stjórnandi hæfileika. Menn eiga að ganga í dóm við sjálfan sig á sama hátt og þeir myndu gera við aðra. Möguleikarnir til bóta birtast þá sjalfkrafa. Og þá munu menn fara að stjórna sjálfum sér. Fimti kafli er stuttur og ræðir aðallega um aðhneigð og ýráhneigð (e. desire, aversion). Höf. segir hneigð (Frá) yfirleitt tákna andlegt orkustreymi í áttina til einhvers hlutar eða markmiðs. Auk eðlis- hneigða mannsins — sem einnig er unt að hafa áhrif á — er unt að glæða nýjar hneigðir. Aðhneigð myndast með því að vekja lifandi hugmynd um hlutinn, því að þá er maður sér hann þannig í allri dýrð sinni, vermir hann mann um hjarta- ræturnar, eins og þá er vatnið kemur fram í munninn á manni, við það að sjá matinn. Slíka lifandi hugmynd er unt að vekja um and- legar nautnir, um mikilvægt starf eða markmið eða mikil og góð áhrif einhverrar breytni. Ef hug- myndin stendur manni ljóslega fyrir hugskotssjónum, þá munu hin and- legu öfl beinast í þá átt Fast markmið vekur kraftana. Hinsvegar eru freistingarnar með þeirn hætti, að menn láta hugann dvelja við það, er ætti að forðast. í stað þess ættu menn að láta hugann hvarfla til þess víðsýnis, sem iiggur fyrir utan fegurð augnabliksins, og hneigðin, orkustreymið mun þá leita þangað. Fráhneigð er sá kraftur, sem beitir sér, þá er hugurinn hneigist frá einhverju Þegar tveir óskyldir menn mætast, hneigjast þeir hvor frá öðrum. Það er eðlileg fráhneigð. En menn mega gæta sín að láta hana ekki verða að óbeit eða hatri, svo sem mörgum fer án ástæðu. En menn verða einnig að stjórna aðhneigðum sín- um, trúa þeim ekki ransóknarlaust, heldur halda huga sínum opnum, svo að þetta andlega skynfæri hneigðanna skemmist ekki Og það sem mikilvægast er, er ekki hvort það vísar á nautn eða sársauka, heldur hin dýpri þekking, sem þessi tilfinning fyrir hlutunum veitir. En mikilmenskan er innst í því fólgin, að geta þolað sársauka, hvenær sem nauðsyn krefur. Frh. Undarlegar að/arir. A bæjarstjórnarfundi í fyrri viku kom fyrir fundargerð gasnefndar frá 3. des. 1918; hljóðaði fyrsti liður hennar þannig: »Borgarstjóri K. Z'msen skýrði frá þvf, að brezki ræðismaðurinn hér, Mr. Cable, hefði tilkynt sér, að gasstöð Reykjavíkur gæti eigi búist við að fá hér eftir kol frá Englandi, nema skift yrði um gas- stöðvarstjóra (núverandi gasstöðv- arstjóri, hr. A. Borkenhagen, er þýzkur ríkisborgari). Nefndin ósk- aði að fá staðfestingu á þessu og hringdi borgarstjóri ræðismanninn upp í síma, og staðfesti hann þessa tilkynningu. Ut af þessu leggur nefndin til, að tafarlaust verði gerðar ráðstaf- anir til að útvega hingað annan gasstöðvarstjóra*. Borgarstjóri skýrði frá því, að örsökin til þessarrar kröfu mundi vera sú, að gasstöðvarstjórinn hefði útvegað gasstöðinni tilboð á múr- steini til gasstöðvarinnar, en það tilboð kom gegnum danskt verzl- unarhús (A. T. Möller & Có.) sem síðar var sett á »svarta listann* af Bretum, en múrsteinninn sjálfur var frá sænskri verksmiðju. — Þegar steinn þessi var kominn hingað, þótti brezka konsúlnum hér leika vafi á, hvort hann væri ekki þýzk- ur (steinninn var sendur frá Khöfn með leyfi brezka konsúlsins þar) Þegar konsúllinn hér hafði látið þennan grun sinn í Ijósi við borg- arstjóra, rannsakaði hann (borgar- stjóri) múrsteininn, og gekk úr skugga um, að hann væri sœnskur en ekki þýzkur. Borgarstjóri endaði ræðu sína á því, að hvetja bæjarstjórnina til þess að ganga að hinu setta skil- yrði. — Næstur tók til máls Ólafur Frið- riksson, sem lagði eindregið á móti því, að þetta yrði samþykt. Máiinu var síðan frestað til fundarloka og þá rætt fyrir lokuð um dyrum. Eftir hér um bil klukku- stundar umræður var feld tillaga frá Ólafi Friðrikssyni um að fresta málinu og fara fram á það við brezka ræðismanninn, að hann fengi að vita orsökina til þess að brottrekstur gasstöðvarstjórans væri gert að skilyrði fyrir því, að gas- stöðin fengi kol, Þessi tillaga var feld, en síðan samþykt tillaga gas- nefndar, sem prentuð er hér að fratnan, og loks tillaga frá borgar- stjóra um, að gasstöðvarstjóranum sé sagt upp. Mjög þykir ólfklegt, að brezka stjórnin standi á bak við atferli það, sem hér hefur verið framið. — Nú, er Bretar og bandamenn þeirra hafa unnlð fullan sigur, virð- ist vera lítil ástæða til þess að of sækja þýzka borgara út um allan heim. Og ólfklegt er, að ekki hefði verið hægt að fá Ieiðréttingu á þessu hjá brezku stjórninni, ef þess hefði verið leitað. Og undarlegt er það, að 5 - fimm- dögum eftir að ísland er viður- kent fullvalda ríki, beygir bæjar* stjórn Reykjavfkur sig þegar í stað fyrir valdboði brezka ræðismanns- ins, án þess að leita neinnar að- stoðar til að koma í veg fyrir þetta. Þar á ofan fullyrða fróðir menn, að þessi aðferð ræðismannsins — að snúa sér ekki til utanríkisstjórn arinnar íslenzku (og dönsku), eða beint til stjórnarinnar hér, heldur til borgarstjóra — sé þvert á móti alþjóðavenjum. Fermingarrœða (Frh.). yður til andlega Iífsins og hann vill framvegis fá að helga sálir yðrar og líkami í öllu góðu. Styðj- ið þá sjálf vel að því, að náðar- verk hans megi yður að gagni koma. Munið það, að þegar iðr- unarangur vaknar í sálum yðrum, þá er það kall heilags anda til yðar, um að snúa á betri brautir; látið því slfkar hugarhræringar aldrei ógaumgæfðar. Því betur sem þér gangið guðsgötuna, því farsælla mun líf yðvart verða hér á jörðu og því meiri sælan i eilífðinni. Fagnið því nú vel, að guð vill taka yður auma syndarana í náðarsam- band við sig. Biðjið hann af heitu hjarta, að hugur, tunga og hönd megi allt honum helgast. Vinnið svo glöð heitið í fullri vissu um styrk frá guði; að gefa heitið er sama sem að játa trú sfna á al- góðan guð. Og þú heilagi faðir á hæðum, sem einn megnar að gefa oss sæluríkan sigur, blessa þú Nú reynir á dug og djörfung ís- lenzkra stjórnarvalda, að koma máli þessu í viðunandi horf. Minningarorð. Hinn 6 nóv. síðastl. andaðist húsfrú Stefanía A. V Guðmunds- dóttir. Hún var fædd 28. marz 1873 á Torfastöðum f Vopnafirði. Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson hreppstjóri og Júlíana fædd Schou. Hjá foreldrum sínum var hún til 16 ára aldurs, en þá fluttist hún til bróður síns, Stefáns Guðmundssonar, er þá var verzl- unarstjóri á Djúpavogi, og dvaldi hún hjá honum þangað til árið 1898, að hún giftist verzlunarmanni Pali H. Gíslasyni. Svo fluttust þau hjón árið 1904 til Fáskrúðsfjarðar, vegna þess að maður hennar tók þar við forstöðu verz-.unar fyrir Örum & Wulf. Þar bjuggu þau hjón til 1911, en þá fluttust þau til Reykjavíkur með því að þau höfðu þá keypt sér þar sjálfstæða verzlun. Þau hjón eignuðust 4 börn, Stefán, Gísla, Guðmund og Krist- ínu, sem öll eru á lífi. Stefanía sáluga var ein áf bæjar- ins merkustu konum. Hún hafði notið góðs uppeldis, enda var hún í eðli sfnu kærleiksrík, umgengnis- góð og hreinlynd. Þó heimili hennar væri gest- nauðarheimili og að börn hennar væru þetta mörg, hikaði hún t. d. ekki við, með manni sínum, að taka tvö ung fósturbörn til upp- fósturs. Heimili hennar var fyrirmyndar- heimili, enda var hún heimilisrækin og hafði altaf nóg að starfa bæði fyrir heimilið og við að greiða fyrir öðrum. Það er því eðlilegt, að hennar sé sárt saknað af þeim, sem höfðu náin kynni af henni. B. J ardeldabætur Búnaðarfélags íslands og búnað- arsambönd og Ræktunarfélag Norð- urlands hafa sent öllum kaupmönn- um og forstjórum kaupfélaga og sláturfélaga áskorun um það að reyna að efna til samskota til endurreisn- ar bústofni þeirra bænda, sem verst hafa orðið úti vegna Kötlugossins. þessi ungmenni með öllum gæð- um andans, í Jesú nafni. Amen, Með hátíðlegri alvöru hafið þér nú, ungu vinir, játað trú yðra með þvf að heita guði hlýðni. Svo fram- arlega sem þér kappkostið að halda loforðið og standa við trúarjátning- una, eigið þér velþóknun guðs, um tíma og eilífð, vísa, en ef heitið er rofið þá missist skírnarnáðin, en það er hræðilegt; biðjið því guð að varðveita yður frá að slíkt komi fyrir. Að vísu getið þér með trú- aðri iðrun öðlast ina helgu náð á ný, því guð er miskunnsamur og stendur við sín heit þótt vér höfum rofið vor, ef vér aðeins könnumst við synd vora og biðjum hann fyrirgefningar. En alla tíð eigum vér það óvfst, hvort oss tekst að iðrast og undir guðs náð er það vitanlega komið. Ástundið að halda rækilega þenna sáttmála góðrar samvizku, við guð, og minnist í

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.