Landið


Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 4

Landið - 13.12.1918, Blaðsíða 4
LANDIÐ ig« .Æík. Æk Æk Æík Æí>k ¥%■ IIWIIl % Lifsábyrgðarfélagið JYLLAND, undir eftirliti danska ríkisins og við- urkent af því, býður íslendingum hagkvæm lífsábyrgðarkjör. Ávaxtar íslenzkar innborganir hér á landi. Alíslenzk læknisskoðun; yfir- læknir félagsins hér er Guðmundur Björnson landlæknir. Skírteini gefin út hér í Reykja- vík af aðalumboðsmanni félagsins hér, samkvæmt umboði félagsins. Athugið tryggingarskilyrðin áður en þér kaupið líftryggingu annars- staðar. Aðalumboðsmaður á fslandi Ó. G. Eyjólfsson, Reykjavík. Afgreiðsla þessa blaðs er í Hafnarstræti 17. Inng'ang-ur frá Kolasundi. Dráttarvólar. Nl. ---- Það sem »Tíminn« hefur fullyrt um vangildi þessarar dráttarvélar, er því í fyrsta lagi framkomið fyrir tímann eins og allir geta séð og er þess vegna aðeins sleggjudómur, er eg undrast að »Tíminn« skuli álíta heiðri sínum samboðinn. En auk þess, þá skal eg leyfa mér að full- yrða, að engin önnur tegund drátt- arvéla þeirra sem nú eru til, eiga betur við íslenzka staðhætti yfir- leitt, en einmitt þessi, sem hér ræð- ir um, það mun reynslan sanna á sínum tíma, hvoit sem mörgum þúsundum króna af landsfé — eða engum eyri — verður kostað til þess að skoða þær vestanhafs. Um það er mér kunnugt, og líklegra kunnugra en flestum hér, því eg hefi lagt mig fram um að kynna mér sem flestar tegundir dráttar- véla, að eg hefi átt kost á, um mörg undanfarin ár, einmitt til þess, að komast að raun um, hver þeirra mundi hentugust til hérlendra nota auk þess sem eg hefi umgengist þessar vélar af og til árum saman og unnið við þær vestanhafs, þó eg hafi ekki dirfst að frambjóða þær hér fyrri en nú fyrir nál. tveimur árum, að eg ritaði um þær allýtar- lega grein í »Landið«, sem þó varð til þess að sú fyrsta er hér komin (þó ekki sé alt henni til- heyrandi enn þá komið); og enn- fremur til þess að nokkur áhugi er nú vaknaður fyrir því að taka þær í þjónustu landbúnaðarins hon- um til viðreisnar. En svo skal eg taka það fram, að þótt eg hafi valið þessa drátt- vélategund, sem þá einna Kklegustu til hérlendra nota, — sem sé þá tegund, er hér mundi víðast henta bezt eða eins vel og nokkur önnur, — þá býst eg við að sumstaðar hér á landi muni aðrar tegundir vera hentugri en þessi, — einkum á votlendi, lausum sandi og til skurðagerða o. s. frv. Og þær teg- undir þeirra er eg Iíka fús til að útvega þeim er þess óska, einnig 4 verksmiðjuverði að viðbættum flutn- ingskostnaði — án allrar framfærslu — og hefi eg einnig hér myndir af þeim til sýnis. Það, að þessi dráttarvél, er hér ræðir um, sé o/ afllítil, einkum til að brjóta með stórt þýfi, get eg fallist á, þó að það sé þessu máli eiginlega óviðkomandi, með því að >ær fást með svo miklu afli (alt að h. a.) sem hver óskar. Það er nefnl undir vilja og kröfum hvers ein- staks komið, og staðháttum þar sem vélina á að nota, hve aflmikil hún á að vera. En því stærri og aflmeiri sem þær eru, því dýrari eru þær og þyngri, sem líka getur haft sína þýðingu að því er efna- haginn snertir, og svo vegina, en dó einkum brýrnar hér á landi. Stærð þessarrar Akraness-vélar, sem er dráttarvél („Tractor"), en ekki „dráttarplógur* né „mótor- plógur", eins og sumir hér hafa rangnefnt h na, hefur eins og allir sjá, enga þýðingu fyrir gildi þeirrar tegundar véla, sem hér ræðir um, til hérlendra nota, eins og hér að framan er á vikið, þar eð þær fást af öllum stærðum eftir vild. Það atriði varðar því aðeins eigendur hennar og enga aðra, hr. kaupm. dæmi og varizt að spilla þeim í nokkru. Leitið sálum yðrum hvíld- ar í heilagri kvöldmáltíð, því hún nærir svo vel nýja lífið. Og þér ungmenni, hafið kveldmáltíðina jafnan í heiðri, því þar slær hjarta kristindómsins einna sterkast. Verið þá viljug að kannast við Krist fyrir mönnum, svo að hann kannist við yður fyrir englum guðs, sem vini sína. Varizt að veikja í nokkru vald guðs orðs í heilagri ritningu, hvað svo sem nýjar kenningar kunna að segja við yður um það mál. Þér vitið það, að eg hefi stundum með hrærðu hjarta talað við yður um in guðlegu sannindi kristindómsins; mér félli því sárt, að þau frækorn guðsorðs, er eg hefi reynt að sá f hjörtu yðar, dæi út, og það fyrir sjálfskapavíti. Með áhyggju horfi eg nú í anda á yður ganga út í ina víðu veröld, sem er svo varasöm og full af freist- ingum. Eg hefi bæði reynt margt í heiminum og þekki líka af hugs- un minni margar hættur, er á leið- inni kunna að liggja og því er eg ábyggjufullur yðar vegna. En það gleður mig aftur, að þér megnið með hjálp guðs, að sigrast á öllum erfiðleikum, ef þér leitið liðs hjá honum. Eg hefi líka þá trú, er tekur í burtu allan ótta, að guð muni reisa yður aftur þótt þér fall- ið, því vér verðum þess oft varir, að hann gleymir eigi gæzku sinni við oss, þótt vér of títt gleymum honum. Sá, sem vísvitandi og af ásettu ráði brýtur guðs boð, hann rýfur skírnarsáttmála sinn og er i voða nema hann bæti ráð sitt, en hinn, sem aðeins óviljandi og af breyzkleika syndgar, stendur þar á móti við trúarjátning sína, þótt hann vitanlega angrist af vanmegni sínu í því sem gott er. Slíkum manni hjálpar heilagur andi til að styrkjast æ betur í samlífinu við guð. Af náð sinni hefir guð ann- ast um yður, kæru börn, allt til þessa, bæði Iíkamlega og andlega. Hann hefir gefið yður ástríka feð- ur og elskufullar mæður, eða þá aðra, er gengu yður í foreldra stað. Þakkið honum fyrir allt, þetta með því að reynast honum trú að síð- ustu stundu. Fagnið nú þvf, að þér eruð í dag tekin að fullu inn i söfnuð guðs sonar, kirkjuna, sem er náðarrfki hans. Að vísu fylgja þvf þær skyldur, að vera bræðra- félaginu ávalt til blessunar, og aldrei til tjóns, en því fylgja líka þau háleitu réttindi, að vera sannur Jesú lærisveinn og guðsbarn og svo fullveðja í málum trúarinnar. — Biðjið þá guð að blessa yður þessa stund og allar æfistundir til dauð- ans. Biðjið hann að gefa yður sinn heilaga anda svo að yður megi takast að ganga í endurnýjungu lífsins og reynast trúlynd að hinzta andartaki. Þá mun sælufulla dýrð- arríkið guðs föður, verða fyrir verðskuldan Jesú Krists, hlutskifti yðvart. Algóði guðl Tak þú nú þessi Ljúflingar, nokkur nýsamin lög eftir Loft Guðmundsson. —- 1 — Fást hjá bóksölum, — Sendið pantanir yðar í pósthólf 436. Reykjavík. Þórð Ásmundsson og hr. skipstj. Bjarna Ólafsson á Akranesi, sem hafa þann heiður, að hafa fyrstir allra manna ráðist f það tiltölulega stóra fyrirtæki, að kaupa þessa fyrstu dráttarvél hingað til lands, eftir að bæði landsstjórnin og Bún- aðarfélag íslands og alþingi íslend- inga hafði hafnað kaupi á henni. Að endingu vil eg taka það fram, eins og til frekari trygging- ar, að því er snertir útveganir mín ar á þessum vélum, að hér í Rvík er maður, vélasmiður, hr. John Sig mundsson, sem hefur unnið við þessar vélar og stýrt þeim árum saman í Ameríku og mun því vera fullfær (og líklegast færastur allra hér) til þess að kenna meðferð þeirra. Að fengnu samþykki hans get eg því vísað til hans að þvf er það snertir, sem og um upp- lýsingar að því er snertir val þess- arra véla. Rvík i. nóv. 1918. Stefán B. Jónsson. „Landið“ kemur út einu sinni í viku og kostar 4,00 kr. árgang- urinn, ef fyrirfram er greitt, en 5,00 kr. ef greitt er eftirá. í kaupstöðum má borga á hverjum árstjórðungi. Útgef- andi: Félag í Reykjavík. Afgreiðslan er f Hafnarstr. 17. Opin alla virka daga kl. 1—4. Pósthólf 353. Sfmi 596. Um alt sem að henni lýtur, eru menn beðn- ir að snúa sér til afgreiðslu- mannsins. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Jakob Jóh. Smári, mag. art., Stýrimannastíg 8 B. Venjulega heima kl. 4—5 e. h. Talsími 574 börn f verndina þína Og vertu ljós þeirra og leiðtogi, skjól og skjöld- ur í lífi og dauða, og um tíma og eilífð. Amen. Jóhannes L. L. Jóhannsson. Hámarksverð á mjölvöru i Danmörku. Frá 15. nóvember var sett eftir- farandi hámarksverð á mjölvöru í Danmörku og gildir það um smásölu: Gróft rúgmjöl 13 —15 a. hvert kg. Hálfsigtimjöl 13 —18 a. — — Sigtibr.mjöl 19—22 a. — — Þetta þætti ekki hátt verð hér. (Mgb.). Sig'ling’ar. 23 okt: »Merkúr«, 147 t. sk. frá Marstal, kom frá Cadiz á Spáni. Farmur: 301 t. salt til hf. Carl Höepfner & Co. 25. okt.: »Hejmdal«, 19694 sk. frá Marstal, kom frá Cadiz á Spáni. Farmur: 391 t. salt til Ó Benja- mínssonar. S. d.: »Ludvig Bramsen«, 221.54 t. sk. frá Marstal, kom frá Cadiz á Spáni. Farmur: 389 t. salt til Geo. Copland. 26. okt: »G. R. Berg«, 144 t. sk. frá Svendborg, kom frá Ibiza á Spáni. Farmur: 260 t. salt til C. Proppe. 28. okt: »1. M. Nielsen*, 128.63 t. sk. frá Rudköbing, kom frá Ibiza á Spáni. Farmur: salt til Siglu- fjarðar. S. d.: »Coriolanus«, 957 55 t, 3 m. b. frá Christiansand, kom frá Ibiza. Farmur: salt o. fl. 1468 t. til Geo. Copland. S. d.: »Fredéricia«, 749.21 e.s., kom frá New York. Farmur: 152V3 t. af steinolfu til hins íslenzka stein- olíuhf. Skip farin frá Reykjavík til út- landa: 9. okt.: »Syvert«, 77 t. msk. frá Kristjanfu, fór til Noregs með eng- an farm, S. d,: »Vore Fædres Minde«, sk. frá Marstal, fór til Danmerkur með engan farm. 15 okt.: »Njörður«, ísl. botnv., fór til Englands með ísfisk; 18. s. m. var skipinu sökt af þýskum kaf- báti 25 sjómílur suðvestur af St. Kilda. Komst skipshöfnin inn til Londonderry á írlandi. 16. okt.: »tslendingur«, ísl.botnv., fór tii Englands með fsfisk. 17. okt.: »Jón Forseti*, ísl. botnv., fór til Englands með fsfisk. 24. okt.: »Botnia«, es. 811 t., fór til Khöfn með 90 hesta. („Verzl.t.*). Sandfellsprestakall í Öræfum hefur verið veitt sett- um presti þar, sfra Eiríki Helga- syni, og Mosfellsprestakall í Ar- nessýslu hefur verið veitt síra Þor- steini Briem presti á Hrafnagili, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Landið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landið
https://timarit.is/publication/194

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.