Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 2
.AMK’orar: G/.jil J. Asxporssoí (áb) Benedikt Grönöal.—ABstoðarritstjðrt C^Srgvlö GuSnaundsspn Fréttastjóri: Sigvaldl Hjálmarsson. — Sinsar: JSfió 14 iOJ — 14 903. Auglýsingasíml: 14 906 — AOsetur: AlþýOuhúsiO wenamiOia A'.^íOubi&Os: ns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjaíd kr. 65.00 1 aaanuOi T itasaaölu kx. 4 00 eint. OtgefandL- Alþýðuflokkurins st Framsókn á tryggingarnar EITT hið athyglisverðasta. sem fram kom í kosningabaráttunni síðastliðið vor, var andstaða framsóknarmanna gegn almannatryggingunum. Um allt land héldu þeir uppi andófi gegn þessu :máli og töldu tryggingarnar einskis virði. Gekk einn frambjóðandi þeirra svo langt að kalla trygg- ingarnar „kaldrifjaða blekkingu” Alþýðuflokks- manna. Framsóknarmenn þora að vísu ekki annað en að segjast fylgja almannatryggingum. En í reynd berjast þeir gegn þeim, af því að þeim finnst þær aðeins óþarfa útgjöld. Þess vegna gátu þeir ekki einu sinni unnað ríkisstjórninni sannmælis varð- andi aðgerðir hennar í tryggingarmálum, heldur beitiu áróðri og fölsunum til að reyna að telja landsmönnum tru um, að aukning trygginganna hefði öll horfið í verðbólgu og meira til. Þessu til sönnunar nefndu framsóknarmenn eitt dæmi, og Tíminn heldur því enn á lofti. Þeir segja, að vístgjöld á Elliheimilinu Grund í Reykja- vík hafi hækkað meira en nemur hækkun ellilíf- eyris. Tíminn sleppir þeirri staðreynd, sem rit- stjórar blaðsins hljóta að vita um, að gamla fólkið á elliheimilum fær sérstákan aukalífeyri, sem nemur allt að 100% viðbót við hinn fasta lífeyri. Aðeins nokkur hundruð manns eru á elliheimilum, en um 12.000 manns fá ellilífeyri. Sannleikurinn er sá, að lífeyristryggingar hafa fMBMaKMBgCTHiBCT ■ ■VMiJB ..l!Tr^—T |Tr — m* jmu Enn ræ ekki aðeins hækkað gífurlega að krónutöiu í tíð núverandi ríkisstjórnar, heldur einnig að kaup- mætti. Rannsókn á þessu atriði hefur leitt í ljós, að kaupmáttur lífeyristrygginganna í heild hefur aukizt um 165% frá árinu 1956. Þessa staðreynd getur Tíminn ekki hrakið. Alþýðufolaðið skýrði frá þessu fyrir sex vikum, og Tíminn hefur ekki véfengt það. Samt sem áður heldur Tírninn áfram þeim áróðri, að dýrtíð hafi vaxið meira en trygg- ingagreiðslur hafa hækkað. Svona er málflutning- ur framsóknarmanna. Rétt er að líta nánar á nokkrar tölur varðandi tryggingarnar. Bætur lífeyristrygginga hafa num- ið þessum upphæðum síðan 1956 : 1956 .......... 126,7 milljónum 1957 .......... 134,9 — 1958 .......... 147,8 — 1959 .......... 163,0 — 1960 .......... 317,6 — 1961 .......... 423,3 — 1962 ......... 486,9 — Með því að réikna saman upphæðir trygginga- bóta og verðlag neyzluvöru, er hægt að fá vísitölu, sem sýnir hverriig kaupmáttur trygginganna hef- ur breytzt. Niðurstaðan verður þessi: 1956 1QB7 100 102 1QI3R 105 1QBQ 115 1 QfiQ 208 1 Qfil 254 1962 265 Þessar tölur tala sínu máli. Þær eru óhrekj- andi sönnun þess, að bætur almannatrygginganna hafa ekki aðems stórhækkað að krónutölu í tíð núverandi ríkisstjórnar, heldur einnig að kaup- mætíi. Þjóðfélagið hefur þannig aukið raunveru- legan hlut gamla fólksins, örkumla, ekkna, ein- stæðra mæðra, barnmargra fjölskyidna og annarra þeirra, sem lífeyristrygginga njóta. Svona hlutir hafa ekki gerzt síðustu 30 ár, þeg- ar framsóknarníenn hafa verið í ríkisstjórn. Síór- breytingar á almannatryggingum hafa aðeins gerzt, þegar Framsókn hefur verið utan stjórnar. Staða fra m kvæmda rstjóra BÆJARÚTGERÐAR HAFNARFJARÐAR er laus til umsóknar. — Umsóknir, með upplýs- ingum um fyrri störf og menntun sendist Útgerð- arráði B. H. — Umsóknarfrestur er til 24. þ. m. Útgerðarráð. Laugardalsvöilur í KVÖLD kl. 8,30 K.R. - Drumchapel Aðgangur: Börn kr. 10,00 — Fullorðnir kr. 25.00. Sterkasta unglingalið Skotlands síðustu 5 árin. Knattspyrnudeild KR. AB SEGIR... Framhald af 1G. síðu. unni, er sjóður þessi nú að hugsa til hreyfings um að byggja slíka stöð, þó að fjármunir séu enn ekki miklir fyrir liendi. Alþýðublaðið vill hvetja menn til að styrkja þennan sjóð. Betri fjárfesting er varla til en sú að hlúa vel að æsku þjóðarifinar. •Á tímum velmegunar mættu menn gjarna hugsa til smælingj- anna, sjálfum sér til andlegrar heilsubótar. Það hefur löngum valdið um- hugsuft hér, hve lítið hefur verið um það á undanförnum árum, a3 vel stæðir og ríkir menn gæfu hús eða fé til minningar um dugn- að sinn, eins og mikið er um er- lendis. Er sannarlega tími til kom- inn, að þetta breytist. Raunar er auðvelt að bæía úr þessu með því að gera gjafir til almenningsheill* undanþegnar sköttum, hvort sem sú leið þykir fær eða ekki. * sótí Ar- bæjarsafn Árbæjarsafn hefur nú verið o»i ið nokkuð á þriðju viku og er sýnt að aðsókn ætlar ekki að verða minni en í fyrra, sennilega nolckru me.ri. Fjöldi gesía er þeg ar nálægt þrcmur þúsundum. Eru útlendir ferðamenn í áberandl meirihluta á virkum dögum, en bæjarmenn um helgar. Safnið var opnað sunnudaginn 23. júní. Var ætlunin að hafa hina árlegu Jónsmessuvöku um kvöld ið, en hún fórst fyrir vegna veðurs. Væntanlega verður hægt að hafa kvöldvöku í' Árbæ eitthvert góð- viðriskvöld sunnudags á næstunnl með þeim skemmtiatriðum, sem niður féllu að því siimi: hornaleik gömlu dönsunúm og brennu, en mikill bálköstur er lilaðinn á tún- inu. Líkt og í fyrra verður í sumar reynt að hafa glímu og þjóðdansa sýningar á danspallinum á úti- vistarsvæðinu þegar vcður leyfir á Iaugardögum. Fyrsta glímusýn- ingin verður á laugardaginn kemur kl. 3.30 og sýnir sveit úr glímufé laginu Ármann fangbrögð og hrá- skinnaleik. Strætisvagnar ganga beint frá Lækjartorgi kl. 2, 3 og 4, en ferðir í bæinn verða kl. 4.15 4.30 og 6.30. Eins og aðra daga, þegar safnið er opið, verða kaffi veitingar í Dillonshúsi. ★ NEW YORK: Anthony Eden, fywveramdi fonsæt: ("áfSherra Breta, kom fram í kvöid með þá hugmynd í s.ióm'Sjf/isræðu, yfijr Atlantshaf, að stofna Atlantshafs- samfélag. Sjónvarpssending þessi var í formi viðræðna milli Eden í London, Eisenhower í Denver, Jean Monnet í Briissel og' von Brentano í Bonn, 2 12. júlí 1963 — ALÞVÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.