Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 7
Asni á 1200 kr. mánaðarlaunum Asninn sá arna er meðal virtustu starfskrafta frönsku póst- þjónustunnar. Hann hefur nefnilega það hlutverk að bera á baki sér póstþjóninn, sem ber út bréf og böggla til íbúa fjalla- héraðanna á eynni Korsíku í Miðjarðarhafi. Asninn, sem lieitir Nourino, keifar mn fimm þúsund mílur á ári hverju með allan sinn farangur á bakinu. Fyrir það vinnur hann sér inn upphæð, sem svarar til 1200 íslenzkra króna mánaðarlega. Launin tekur hann út í fæði og húsnæði. Hann er asni og eyðir ekki peningum í óþarfa ! Nourino kom fyrlr skemmstu fram í sjónvarpsdagskrá franska útvarpsins. Eftir að fólk hafði þannig kynnzt þessum furðulega asna og hinum merka starfsferli hans, tók frönsku póstþjónustunni að berast fjöldinn allur af bréfum, þar sem þess var farið á leit, að okinu yrði létt af asnatötrinu. Póst- þjónustan kunni aðeins eitt svar við þeim umleitunum: Það getur ekkert komið í stað Nourinos. Ef hans nýtur ekki við, geta fjallabúar ekki fengið póstinn sinn með skilum. / / FOSTRI ✓ •• HJA OPUM Lögreglan á Celebeseyjum úti fyrir Indónesíu rakst fyrir stuttu síffan á þriggja ára drengsnáffa, sem rænt var ný- fæddum af öpum og hefur alizt upp meff þeim síðan. Indónesíska fréttastofan Antara skýrir frá því, aff upp á barninu hafi hafzt meff þeim hætti aff lögregiumaffur í þorpi einu í Suffur-Celebes hafi komiff auga á apa, sem var á gangi um frumskóginn meff barn í fanginu. Lögreglu maffurinn elti ápann, hræddi hann meff skotum og fékk hann þannig til aff sleppa barninu. Antara skýrir frá því, aff drengurinn semji sig algjör- lega aff siðum apa. Hann neyt ir eingöngu ávaxta en lítur til dæmis ekki viff hrísgrjónum. Nú er veriff aff kenna honum lifnaðarhætti manna. Er byrj aff á því aff kenna honum aff tala. Arfur frá ófriðarárunum: Falin auðæfi 1. september í haust mun um- fangsmikil rannsókn hefjast í Sviss, á því hvort í svissneskum bönkum séu leynd verðmæti, sem tilheyra erfingjum eftir fórnar- lömb nazista. Það er svissneska ræðismanns skrifstofan í New York, sem skýr- ir frá þessu. Er talið að þessi leyndu verðmæti kunni að nema allt að því 500 milljón doll- urum. Verðmætin munu felast jafnt í peningum sem ýmsu öðru eins og t. d. verðbréfum, gim- steinum o. fl. Vitað er með öruggri vissu, að mikið er um slíkar innstæður í svissneskum bönkum. Af þessum sökum voru síðastliðið haust sett ný lög um þessar leyndu inni- stæður. Kveða lögin svo á, a þeir, sem tilkall eigi til verðmæta þessara, megi ekki krefjast þeirra fyrr en í fyrsta lagi í marz 1964. Er það gert til að gefa yfirvöld unurn ráðrúm til að rannsaka þetta víðtæka mól á fullnægjandi hátt. Þeim verðmætum, sem í leit- irnar kunna að koma, ei. enginn. cigandi finnst að, verður ráðstaf- að til sérstaks sjóðs. Þegar út- hlutað verður svo úr sjoði þess- um, verður það væntanlega gcrt. með tilliti til þess, hváöan við-, komandi verðmæti eru runnin,. ei' það er á annað borð þægt. Þrjar óskir Leikkonan Audrey Hepburn var nýlega í viðtali spurð að því, — hverjar væru þrjár he'lztu óskir hennar. Og hún hafði svörin á reiðum höndum: ' 1. Að það verði aldrei framar | vetur. 2. Að atómsprengjan hefði aldr- 1 ei orðið til. 3. Að karlmennirnir ali börnin. Jerry Lewis í 6 myndum Það er engin lygi, að gaman- leikarinn Jerry Lewis sé einn af- kastamesti og ötulasti kvikmynda leikari vorra tíma. Síðan 1960 hef ur hann leikið í hvorki meira né minna en 6 kvikmyndum, og þar af hefur hann samið og svið fært 4 þeirra. Jerry Lewis vinnur nú að nýrri mynd, sem nefnist á ís- lenzku Hver gætir búðarinnar? Myndin fer fram í stórverzlun einni, og er stjórnað af Frank Tashlin. Myrti mann og 5 börn 44 ára gömul kona í Pennsylv- aníu í Bandaríkjunum myrti í síð- astliðinni viku eiginmann sinn og fimm börn þcirra hjóna. Síðan skaut hún sjálfa sig. Konan, Mcgregor að nafni fannst látin við hlið eiginmanns síps í eldhúsinu, en lík barnanna fimm voru hér og þar í húsinu. Móðirin hefur að því er virðist myrt þrjú elztu börn sín, þar sem þau sátu og horfðu á sjónvarp. — Síðan hefur hún skotið tvö yngri börnin í vöggum sínum. Þegar hún hafði framið þessi hermdarverk, hringdi hún á eigin mann sinn, sem var á vinnustað og bað hann að koma samstundis heim. Hann skaut hún svo í þann mund sem hann steig inn úr eld húsdyrunum. Fordæma Rómversk kaþólska kirkj- an í Bandaríkjunum hefur fordæmt Kleópötru, hina nýju og umtöluðu kvikmynd með Elizabeth Taylor í aöal- hlutverki. Kirkjan telur myndina „í hæsta máta ósiðlega.” Segir ennfremur í yfirlýsingu kirkjudeildarinnar, að það sé „hreinasta skömm fyrir kvikmyndaeftirlitið í Banda- ríkjunum að hafa látið þessa kvikmynd fram hjá sér fara án athugasemda.” Rómversk kaþólska kirkj- an telur búning Kleópötru óþarflega fleginn, — segir til dæmis óþarfa að hálsmál kjólanna nái „niður að nafla — og gagnrýnir „baðsenur" myndarinnar. FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ: 8.00 Morgunútvarp. Bæn. Tónl. 8,30 Fréttir. Tónl. 10.10 Vfr. 12.00 Hádegisútvarp. Tónl. 12.25 Fréttir og tilk 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna. — Tónleikar. , 15.00 Síðdegisútvarp. Fréttir og tilk. Tónl. 16.30 Veðurfr. Tónl 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni. 18.30 Harmonikulög. 18.50 Tilk. 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00. Efst á baugi (Björgvin. Guðm. og Tómas Karlsson). 20.30 Shéhérazade, lagaflokkur eftir Ravel. 20.45 Frásaga: Stjörnuhrap (Gunnar R. Hansen leikstjóri). 21.05 Tónlist fyrir trompeta og hljómsveit eftir Vivaldi og Purcelk 21.30 Útvarpssagan, Alberta og Jakob, 14. lestur. Hannes Sigfússon, 22.Q0 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Keisarinn í Alaska, 12. lestur. Herst. Pálsson 22.30 Menn og músik, II. þáttur. Tcaikovsky. (Ól. R. Grímsson). 23.15 Dagskrárlok. HÍN SiDAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. júlí 1963 ^ flÍQA I9UITÚ4JA - -f" :U!i ' \ l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.