Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1963, Blaðsíða 3
■VERJAR HARMA J! ISDSKAP RÚSSA MOSKVU og HONG KONG 11. júlí (NTB-Reuter) Varaforsætis- og utanríkisráðhcrra Kína, Chen Yi marskálkur, gerði í dag kröft uga árás á Sovétríkin og gagn- rýnjdi Rússa fyrir óvinsamlegar aðgerffir gegn Kínverjum. Þetta kom fram í útsendingu í Peking- útvarpinu, sem heyrðist í Hong Kong í dag. Hlé varð í dag á viðræðum kommúnistaflokka Kína og Sovét ríkjanna í Moskvu um hugmynda- fræði. Haft var eftir áreiðanleg um heimildum, að fulltrúarnir á ráðstefnunni mundu koma saman til nýs fundar á föstudagsmorgun. Árás Chen Yi kom fram í ræðu sem hann hélt í sambandi við há- tíðahöld á 41 árs afmæli stofnun ar lýðveldis í Ytri-Mongólíu. Chen Yi sakaði Rússa í ræðu sinni um að setja viljandi á svið nokkur atvik í því augnamiði að auka hugmyndadeilu kínverska og sovézka kommúnistaflokksins. Hann endurtók eindregna af- stöðu Kínverja til hinna hugmynda fræðilegu deilumála. Hann lagði áherzlu á, að Kíunverjar mundu áherzlu á, að Kínverjar mundu um. Ekki var tilgreind nein ástæða fyrir hléinu, sem gert var á liug- myndav'ðræðunum i Moskvu í dag En áreiðanlega heimildir herma, að kínversku fuiltrúarnir hafi vilj að ráðfæra sig við yfirboðara sína. Haft var eftir góðum, sovézkum heimildum, að hugsanlegt væri að viðræðurnar héldu áfram. Sagt var, að loftið hefði verið lævi blandið í viðræðunum. Aðrar heimildir herma, að af- leiðing framvindunnar í viðræð- unum muni vera sú, að Krústjov forsætisráðherra leggi harðar að Vesturveldunum í viðræðum þrí- veldanna um tilraunabann, sem standa fyrir dyrum. BYRON de la Beckwith (til vinstri) 42 ára gamall frá Greenwood í Mississippi sést hér leiddur á lögreglustöð- ina i Jackson, Mississippi, en hann hefur verið fundinn sekur um að myrða hinn kunna foringja blökku- manna, Medgar Evers, sem var skotinn til bana 12. júni síðastliðinn. Það er lögreglu- þjónn úr ríkislögreg-i-'«ni bandarísku (FBI) sem er nel Beckwith. Þess má geta, að Beckwith hcfur neitað öUum sakargiftum. Sótti elskuna til Skotlands og flutti hana í Þorvaldsdal ÞORVALDSDALUR liggur upp af Árskógsströnd við Eyjafjörð og er þar nú aðeins einn bær í byggð, E.B.E. og Bretland taka upp samhand BRÚSSEL 11. júlí (NTB). Ráð I herranefnd Efnahagsbandalagsins samþ. einróma í dag að samband j EBE og Bretlands í framtíðinni ] skuli verða innan ramma Vestur- I Evrópusambandsins (WEU). EBE ! jjj Sll BELKACEM KRIM ríki sex og Bretland eiga öll aðild að sambandinu. Það var utanrikisráðherra Vest- ur-Þjóðverja, Gerhard Schröder, sem bar fram þessa tillögu skömmu eftir setningu fundar ráðherranefndarinnar í Briissel í morgun. Jafnframt skýrði Schröder svo frá, að þótt enn hefði ekki verið um það rætt hvernig koma skuli á sambandi við Noreg og Dan- mörku léki enginn vafi á því, að finnast mundi viðeigandi tilhögun þannig að sambandinu mætti halda við. Hann lagði áherzlu á, að sam- bandið við Norðmenn og Dani í framtíðinni gerði ekki sérstakar tilhaganir nauðsynlegar eins óg sambandið við Breta. Danir og Norðmenn hafa ekki faTið fram á slíkt samban.d En Ijóst er að þeir muni leggja á- herzlu á að fá samsvarandi upp- lýsingasamband við EBE. Frh. á 14. MtSm. Krim hvetur Serki til nýrrar haráttu PARIS 11. júlí (NTB-Reuter). Fyrrverandi varaforsætisráð- herra Alsír, Belkacem Krim, gagnrýndi í blaðaviðtali í dag forystumenn Scrkja. Jafnframt hvatti hann alla Serki að endur vekja baráttuna fyrir einingu — baráttu, sem æðstu foringjarnir hefðu svikið. Krim, sem var formaður sendi nefndar Serkja í viðræðunum í Evian í fyrra, segir, að liann og pólitískir vinir hans hefðu valið þann kostinn að draga sig í h\é eftir að Alsír öðlaðist sjálfstæði í von um að cndir yrði bund'nn á hina alvarlegu deilu í landinu. í ljós hefur komið, að óttinn við einræðisstjórn átti við rök að styðjast, segir hann. Viðtalið fór fram þegar Krim var í heimsókn í París. Kleif. Bóndinn þar, Einar Peter- sen, er af dönskum ættum. Nýlega fjölgaði þar í dalnum, er sex skozkir fræðimenn slógu upp tjöldum sínum rétt við Kleif, sem stendur í dalnum vestanverðum. Þetta var fyrir rúmri viku, að Skotarnir komu í dalinn. Er þarna | um jarðfræðinga, grasafræðinga, fuglafræðinga og dýrafræðinga að f ræða. Ætla þeir að dveljast þarna fram í miðjan september og iðka rannsóknir ýmiskonar og fara í: könnunarferðir um nágrennið. — J Einkum ætla þeir að athuga gróð- urfarið á efstu takmörkum gróð- urlendisins þarna. Skotarnir una sér hið bezta í Þorvaldsdalnum, enda hefur verið einstök veðurblíða þar undanfar- ið. Ekki höfðu Skotamir dvalið nema þrjá daga í dalnum, þegar einn þeirra, grasafræðingurinn, á- kvað að venda sínu kvæði í kross og bregða sér snögga ferð heim til Skotlands til heitmeyjar sinnar og drífa sig með henni í heilagt hjónaband. Að því búnu ætlar hann að koma með brúði sína til íslands og eyða með henni hveiti- brauðsdögunum í náttúrufegurð- inni í Þorvaldsdal. Verður þá hin skozka frú eina konan i Þorvalds- dal, því að Einar bóndi Petersen er maður ókvæntur. Ungu brúðhjónin skozku eru væntanleg hingað til landsins í dag eða morgun. HARRIMAN í LONDON Washington, 11. júli (NTB - AFP) Varautanrikisráðherra Bandaríkj- anna, Averell Harriman, hélt í dag flugleiðis til London þar sem hann mun hafa stutta viðdvöl áður en hann heldur áfram ferð sinni til Moskvu að taka þátt í þrívelda- viðræðunum um tilraunabann. í London ræðir Harriman við formann brezku sendinefndarinn- ar í þríveldaviðræðunum, Hails- ham lávarð. Viðræðurnar í Mosk- vu hefjast 15. júli. ÁKVEÐUR AÐ HÆTTA MÓTMÆLUM: Bón frú Ambati- elos sýnd samúð LONDON 11. jnlí (NTB-Reuter) Frú Betty Ambatielos sagði bros aHdi eftir fund með Panayotis Pipinelis forsætisráðherra Grikkja í London í dag, að hún mundi sennilega hætta mótmælaaðgerð- um sínum í þvi skyni að fá grísk an eiginmann sinn, verkalýðsfor- ingjann Tony Ambaticlos, leystan úr haldi. Ambatielos hefur setið í fangelsi í nær 16 ár og er einn af um 950 pólitískum föngum í Grikklandi. Kona hans hefur haft sig mikið í frammi í mótmælaaðgerðunum í sambandi við heimsókn grísku kon ungshjónanna til London. Frú Ambatielos, sem er fædd í Bretlandi, tjáði blaðamönnum, að Pipinelis hefði hlýtt af samúð á bón hennar. Forsætisráðherrann er í fylgd með grísku konungs- hjónunum. Frúin sagði: Ég held ekki, að ég muni halda mótmæla aðgerðum mínum áfram. ★ Fjórtán sleppt íir haldi. ★ Gríska stjórnin sleppti úr haldi í dag 14 grískum kommún- istum og þrem mönnum öðrum, sem höfðu samvinnu við fjand- manninn í heimsstyrjöldinni síð- ari. Haft var eftir stjórninni, að þetta stæði í engu sambandi við heimsókn grísku konungshjón- anna til London. Formælandi dómsmálaráðuneyt- isins sagði, að kommúnistunum fjórtán, sem voru fangelsaðir í uppreisninni 1945-49, hefðu verið sleppt úr haldi í samræmi við náð unarlög þau, er þjóðþingið hefði samþykkt. ★ Vígorð máluð á veggi. ★ í nótt höfðu verið máluð ný vígorð á skóla, sem Friðrika drottn ing heimsótti í dag. En snemma í morgun voru þau fjarlægð eða málað yfir þau. Lögreglan lokaði svæðinu umhverfSs skólann og engir ökumenn fengu að stanza fyrir utan án sérstaks leyfis. Konungshjónin snéru aftur til London síðdegis til þess að taka á móti Elísabetu drottningu og Filippusi prins í veizlu um kvöld ið. Veizlan átti að fara fram á hóteli því, sem Friðrika drottning gisti á fyrr í vor er hún var við stödd brúðkaup Alexöndru prins essu af Kent. Þá elti æstur skríll hana niður blindgötu, að hennar sögn. ★ Rætt við Home lávarð. ★ Pipinelis forsætisráðherra ræddi í hálfa klukkustund síð- degis í dag við Home lávarð utan- ríkisráðherra Breta. Sagt var á eftir, að leiðtogarnir hefðu látið í ljós ánægju með núverandi sam skinti Breta og Grikkja. Þeir ræddu sameiginleg áhugamál land anna. v'rh. á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAÐS0 — 12. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.