Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 3
Benedikt Gröndal skriíar um helgina: NÁMURNAR Á NORÐURLÖNDUM NORSKA STJÓRNIN riðaSi til falls fyrir nokkrum dögum. Til- efnið' var skýrsla um slys, sem varð í kolanámum ríkisins á Svalbarða. Kom í ljós, að ör- yggisútbúnaði hafði verið á- fátt. Vildi stjórnarandstaðan draga alla ríkisstjórnina til á- byrgðar og krafðist liess, að liún segði af sér. Svo fór, að iðnaðarmálaráðherrann varð að segja af sér, og var Trygve .Lie skipaður í hans stað. Þetta mál hefur beint at- liygli manna að ríkisrekstri á Norðurlöndum. Enda I>ótt jafn- að'armenn í þessum Iöndum liafi haft mikil völd um langt árabil, hafa Jieir ekki þjóðnýtt stórar iðngreinar á sama hátt og brezki Verkamannaflokkur- inn gerði eftir stríðslok. Hefur oft verið sagt, að noiTænir jafn aðarmenn væru hægfara og hefðu lagt þjóðnýtingaráform á hilluna. Þetta er að því leyti rétt, að jafnaðarmenn víðs vegar nm heim hafa horfið frá beirri gömlu hugmynd, að þjóffnýta eigi öll framleiðslutæki og drcifingu. Þeir boða nú „bland- að hagkerfi”, þar sem opinber rekstur, samvinnurekstur og einkarekstur starfa hlið vi'ð hlið eftir því, hvað hentar hverju verkefni bezt. Hins veg- ar hyggjast þeir ná hinum gamla tilgangi þjóðnýtingar- innar betur með áætlunarbú- skap og sterkri yfirstjórn rík- isins á efnahagskerfinu, án þess að það eigi alla hluti. Þrátt fyrir þessa stefnu- breytingu kemur við nánari at- hugun I ljós, að þáttur ríkis- ins í atvinnulifi á Norðurlönd- um er mun meiri en flesta hef- ur grunað. Sem dæmi má nefna, að um 200.000 manns starfa við þjóðnýtt fyrirtæki í Svíþjóð, og í sumum lands- hlutum er allt að 42% af laun- þegum starfsfólk slíkra fyrir- tækja. Sænska ríkið hefur náð tök- um á mörgum starfsgreinum, sem hafa meginþýðingu fyrir allt efnahagskerfi landsins, sér staklega í Norður-Svíþjóð. Hef- ur ríkið mcð þátttöku sinni bjargað þeim landshluta frá hruni með því að yfirtaka fyr- irtæki, sem einkafjármagxiið' flúði frá, eða stofna ný. Sem dæmi má nefna málmfélag’ð mikla í Kiruna og Norrbotten járnverksmiðjnrnar. Ríkið er mikill vinnuveitandi í trjá- vinnslu Norður-Svíþjóðar og rekur 20% allra veitingaliúsa í landinu. Þegar einkafjármagnið flúði trjáiðnaðinum í Norður-Svíþjóð tók ríkið til sinna ráða og hélt framleiðslunni gangandi. Var síðar stofnað voldugt ríkisfyrir tæki í þessari grein, almennt kallað ASSI, sem hefur fjár- fest tæplega 600 milljónir sænskra króna og framleiðir alls konar trjávöru, pappír, tilbúin hús, húsgögn og margt fleira. * Járn og annar málmur, sem fannst í jörð í Kiruna, hefur skapað Svíum mikinn auð í aldaraðir. Nú eru beztu nám- urnar að verða málmlausar, og áhugi einkafjármagnsins að minnka. Var augljóst, að ríkið yrði að bjarga atvinnu fólksins og byggðarlaginu. í stað þess að bíða, þar tll komið væri í óefni, tók ríkið strax við uám- unum og mun græða verulega á þeim um árabil. áður en leggja þarf í f járfestingu tU að finna nýjan málm og byggja upp ný fyrirtæki. Sænska rQdð 'hóf rekstur veitingahúsa tU að auka menn- ingarbrag á hinum ódýrari samkomustöðum, sem alþýða manna sækir. Nú hefur rikis- fyrirtækið „Sveriges Centrale Restaurangaktiebolag” 157 veit ingahús á sínum snærum og 41 gistihús, og er þessi rekstur til fyrirmyndar. Þannig mætti lengi telja dæmin um þátttöku ríkisvalds- ins í atvinnulífi Svíþjóðar und- ir stjórn jafnaðarmanna. Um þetta hafa ekki orðið miklar deilur, enda munu flestir hugs- andi menn í nútíma lýðræðis- ríkjum viðurkenna, að ríkið gegnir miklu hlutverki á þessu sviði. Það er því f jarstæða, sem stundum er haldið fram í blöð- um einkaf jármagnsins hér á ís- landi, að þjóðirnar séu að snúa frá ríkisrekstri. Hið gagnstæða væri nær sanni. Ríkisrekstur ei eitt mikilsverðasta tækið, sem notað er í velferðarríki jafnað- armanna, og mun svo verða um langa framtíð. Kommúnistar eru að sjálf- sögðu á allt annarri skoðun i þessum efnum. Þeir halda enn við hinar úreltu hugmyndir um að þjóðnýta allt. í hinni nýju stefnuskrá Sósíalistaflokksins, „Leið íslands til sósíalisma”, er berum orðum sagt, að flokkur- inn vilji þjóðnýta alla ntanrík- isverzlunina (Sölumiðstöðina, SÍS, SÍF, heildsalana og allt það), frystihús og önnur stærri fiskiðjuver og togarana til að byrja með, en í landbúnaði boðar flokkurinn samyrkjubú- skap. Tilgangur jafnaðarmanna er að láta atvinnutækin þjóna hagsmunum þjóðarheildarinn- ar, en ekki einstakra manna. Þessum tilgangi teljum við okkur geta náð með blönduðu hagkerfi undir sterkri yfir- stjórn þings og stjórnar hverju sinni. Kommúnistar telja þetta ófuUnægjandi og vilja feta í fótspor Rússa — og ef til vill Kínverja. Smurstöðin Sætúni 4 Seljum smurolíu frá öllum olíufélögunum. Fljót og góð afgreiðsla. Hringið í síma 16-227 — og pantið afgreiðslunúmer. AFENGI DREPUR Áfengisneyzla olli helmingi fleiri dauðsföllum í Washington- fylki í Bandarikjunum á siðastl. ári en berklar, lömunarveiki, misl ingar og bamaveiki til samans. Samkvæmt skýrslum heilbrigðis yfirvaldanna í Washington urðu 107 dauðsföll beinlínis af völdum drykkjuskapar, en 88 áttu að sumu verðu haldið í Húsafellsskógi um Verzlunar- ^ti rætur að rekja tu vínney^u. Með í þessum tölum eru ekki mannahelgina. — Nánar auglýst síðar. ■ dauðasiys af vöidum drukkinna ____ ________________________________________ökumanna, en þau vom allmörg. ÞESSI mynd er tekin við und irritun viSskiptasamningsins við Pólverja. v Viðskiptin við Pólland aukast UNDANFARIÐ hefur dvalið í vörur, auk fleiri vara. Gert er ráð Reykjavík viðskiptanefnd frá Pól- fyrir um 20% aukningu í viðskipt- landi til að semja um viðskipti um landanna frá því sem var á landanna fyrir tímabilið 1. októ- síðasta samningstímabili. ber 1963 til 30. september 1964 á Af íslands hálfu önnuðust þessa grundvelli viðskiptasamnings, sem samninga dr. Oddur Guðjónsson, undirritaður var í Varsjá 18. nóv- ^ viðskiptaráöunautur, Pétur Pét- ember 1949. [ ursson, forstjóri, Yngvi Ólafsson, Samkvæmt vörulistum, sem nú deildarstjóri, Björn Tryggvason, hefur verið samið um, er gert ráff skrifstofustjóri, Gunnar Flovenz, fyrir, að ísland selji, eins og áður, forstjóri, og Úlfur Sigurmunds- saltsild, frysta síld, fiskimjöl, lýsi, ^ son, fulltrúi. saltaðar gærur, auk fleiri vara. Frá ' Bókun um framangreind við- Póllandi er m. a. gert ráð fyrir aö skipti var í fyrradag undirrituð af kaupa kol, vefnaðarvörur, efna- utanríkisráðlierra, Herra Guð- vörur, sykur, timbur, járn- og stál- mundi í. Guðmundssyni og Mr. vörur, vélar og verkfæri, búsáhöld, Michel Kajzer, forstjóri í utanrík- skófatnað, kartöflur og aðrar mat- isverzlunarráðuneytinu í Varsjá. SKÓGRÆKT Framh. af 1. síðu huga og eftirvæntingu, en það sem hann hafi séð hafi farið fram úr öllum vonum. Eftir 10 daga ferð um landið með þeim Hákoni og Baldri Þorsteinssyni, hafi hann myndað sér skoðun um skógrækt- armál á íslandi. Hann sagðist hafa skilið betur vandamál uppblásturs ins á íslandi, þegar hann hefði verið í moldroki austan fjalls. En hann sagðist líka hafa séð svipuð vandamál í Japan og Ástralíu. Walter Mann sagði, að landbún aðurinn og skógræktin yrðu að fara saman, þar sem skógurinn og trén væru til að skýla gróðri land- búnaðarins. Þess vegna væri gagn- kvæmur skilningur skógræktar og landbúnaðar mjög mikilvægur. Uppblásturinn er víða um heim eitt alvarlegasta vandamálið. — Vandamál íslands í þessu efni er vindurinn, landslag og lega lands- ins, eða það hvernig landið ligg- ur gegn veðri og vindum, sagði Walter Mann. Landbúnaðurinn og skógræktin verður að haldast í hendur og styðja hvort annað í baráttunni gegn uppblæstrinum. Hann sagði, að starfsemi skóg- ræktarinnar ætti að beinast að því að kynna fólki hvernig mál þessi standa og reyna að fá sem flesta til að skilja orsakir þessara hluta. Walter Mann sagði, að sér hefði verið sýnt það bezta og versta í íslenzkri skógrækt og allt þar á milli. Honum fannst ýmsar til- raunimar í skógræktinni á Hall- ormsstað hafa borið sérstaklega góðan árangur. Einnig nefndi hann í því sambandi Norðtungu, Skorradal, Haukadal og Þjórsár- dal. Walter Mann lagði áherzlu á nauð syn þess að finna hvaða trjáteg- undir eiga bezt við á hverjum stað. Hann sagði að það væri þrennt, sem þyrfti að gera. í fyrsta lagi þyrfti að velja réttar trjátegundir á hverjum stað, í öðru lagi að finna hið rétta afbrigði hverrar trjátegundar og í þriðja lagi að velja úr það sem þegar hefur reynzt vel, til dæmis þær tegundir, sem lifðu af frostið mikla 8. apríl síðastliðinn. Walter Mann fagnaði þvl að hafa átt þess kost að finna að máli forseta landsins og landbún- aðarráðherra. Hann sagðist hafa getað sagt þeim, að hann væri mjög bjartsýnn á framtíð íslenzkr ar skógræktar eftir þessa 10 daga ferð sína um landið. Einnig hefði hann lagt á það áherzlu, að hann myndi gera allt sém hann gæti fyr- ir íslenzka skógrækt, þegar hann kæmi aftir heim tU Þýzkalands. Að lokum var Walter Mann spurður, hvort hann væri trúaður á að á íslandi gæti vaxið upp nytjaskógur. Þessu svaraði hann þannig: Ég sá í gær greni, sem á síðast- liðnum þremur árum hafa vaxið um einn og hálfan metra, og gef- ur það góðar vonir. Eftir 10 ár ættu þessi tré að vera orðin að um 15 metra háum nytjaskógi. Ég held að lerkið á Hallormsstað sé framtíðartréð fyrir austan og norðan. Þrjú beztu afbrigðin af því þar eru framtíðartrén. ALÞÝÐUBLAÐI9 — 14. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.