Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.07.1963, Blaðsíða 8
ER SIÐARI heimsstyrjöldinni lauk, var Evrópa að miklu leyti í sárum eftir hamfarir ófrið- arins. Þótt illa væri þá einnig kom ið fyrir Rússum, notuðu þeir þau tækifæri, sem gáfust til að víkka veldi sitt og auka það í hvívetna. Þeir settu upp leppstjórnir í mörg um rikjum Austur-Evrópu og var Rauði herinn víða helzta hjálpar- tæki þeirra til valda. Aldrei var spurt um vilja fólksins í þessum löndum, enda hefði útkoman þá vafalaust orðið önnur og Rússum í óhag. Svo rammt kvað að þessari út- þenslustefnu Rússa, að Vestur- veldin sáu, að við svo búið mátti ekki standa. Sameinuð urðu hin frjálsu lönd að standa gegn þess- ari nýju nýlendustefnu stærsta rík isins í Evrópu, hvert í einu lagi máttu þau sín ekki mikils. Þetta er ein frumástæðan fyrir því, að Atlantshafsbandalagið var stofnað. Ef samtök á borð við At- lantshafsbandalagið hefðu verið til árið 1939, hefði Hitler aldrei vogað sér að gera það, sem hann gerði. Þá voru slík samtök því miður ekki fyrir hendi, og því fór sem fór. Atlantshafsbandalagið hefur gegnt aðalætlunarverki sínu mjög vel; kannske jafnvel betur en bjart sjúiustu menn þorðu að vona, á þeim tíma, er bandalagið var stofn I að. Síðan árið 1949 hefur lands- I svæði það, er Sovétríkin ráða yfir ! í Evrópu, ekki aukizt um svo mik- ið sem einn þumlung, og má að sjálfsögðu fyrst og fremst þakka það tilveru NATO. Rússar hafa gert sér grein fyrir því, að þjóð- irnar innan Atlantshafsbandalags ins standa einhuga saman um réttindi sín og þegna sinna og munu ekki láta undan síga. En það er ekki nóg að standa saman á fundum og ráðstefnum. Það verða að vera til tæki eða að- ferðir til að koma því í verk, sem samþykkt er. Eitt fyrsta verk landsmanna inn an bandalagsins var að endurskipu leggja í sameiningu allar vamir sínar, jafnt í lofti, á láði og legi. í dag er varnarmáttur NATO mikill, og það hafa valdhafamir í Sovét gert sér ljóst. Herstyrkur NATO er nú fimmfaldur miðað við það, sem hann var árið 1951. I Kostnaður við varnar-fram- ! kvæmdir bera aðildarrikin sam- ! eiginlega. ísland greiðir þó ekki fé til vamarmannvirkja, sem byggð em á vegum NATO. Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk, fluttu Bandaríkin, Kanada og Bretland herlið sitt að mestu burt af meginlandinu og fækkuðu stórlega í öllum herjum sínum. i Hvað Sovétríkjunum viðvíkur var þetta nokkuð a annan veg. Þau Dirk Stikker, aðalritari Nato. Hann var áður sendiherra Hol- lands á íslandi með búsetu í London. fækkuðu ekki í her sínum að styrj- öldinni lokinni. Æ síðan hafa vald- hafar þar kappkostað að efla og styrkja alla heri sína, og búa þá sem bezt að vopnum. t janúar árið 1961 sagði Krúst- jov í ræðu, sem hann hélt í Æðsta ráðinu: „Aldrei hefur neinn her verið styrkari og betur búinn en her okkar er í dag. Við ráðum yfir svo miklu af atómvopnum, að við getum hæglega þurrkað hvaða land, sem er, gjörsamlega út”. Síð- ar þetta sama ár, sýndi hann veldi sitt svo ekki varð um villzt, er hann lét sprengja 50 megatonna sprengjuna frægu. Vísindamenn telja, að það hafi ekki haft tækni- lega þýðingu að sprengja svo stóra kjarnorkusprengju. Hér var því aðeins verið að sýna mátt sinn. Meðan ástandið er svona verða Vesturveldin að sjálfsögðu að halda vöku sinni. Fyrst er hægt að slaka á, náist samkomulag um alþjóða afvopnun, þar sem þann- ig verður gengið frá hnútunum, að ekki verður unnt að hafa brögð í tafli. Síðan 1955 munu Sovétríkin að vísu hafa fækkað nokkuð í herliði sínu. Það kemur til af þeirri ein- földu staðreynd, að til þess að heyja kjamastríð þarf fáa menn, en dýr tæki. í ársbyrjun 1960 höfðu Sovétríkin samt þrjár og hálfa milljón manna undir vopn- um. ★ SOVÉZKI flugherinn ræður nú yfir 18 þúsund flugvél- um. Síðan árið 1950 hefur flug- vallafjöldi í Austur-Evrópu þre- faldazt. Höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins eru í París, í þessari glæsilegu bygging-u. Hér heldur ,rá'ú bandalagsins fundi sína og í þessari byggingu starfa hundruð manna og kvenna frá öllum með- limalöndum bandalagsins. NATO- OTAN Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag frjálsra þjóða. Meðlimaríki þess eru fimmtán aö tölu, allt sjálf- stæð og fullvalda ríki. Þau eru þessi: Belgía, Luxem- burg, Holland, Kanada, Dan mörk, Frakkland, Vestur- Þýzkaland, Grikkland, Is- land, Ítalía, Noregur, Port- ugal, Tyrkland, Bretlaud og Bandarikin. Hlutverk bandalagsins er að viðhalda friði, og efla vel- megun og öryggi í aðildar- löndunum. Sáttmáli bandalagsins var undirritaðiy í Washington D.C. 4. apríl 1949. Hann öðl- aðist gildi 24. ágúst sama ár, er öll aðildarríkin höfðu sam þykkt hann. Á ensku heitir Atlantshafs- bandalagið North Atlantic Treaty Organization. Þaðan kemur skammstöfunin NATO Á frönsku er bandalagið kall að Organisation du Traité d’Atlantique du Nord, sem er skammstafað OTAN. g 14. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ★ RAUÐI herimi hefur verið endurskipulagður. Vegna aukinnar vélvæðingar hefur hreyf anleiki hans og styrkur aukizt mjög. í leppríkjunum eru 50 her- fylki reiðubúin að veita Rauða hemum liðsinni sitt, ef í harð- bakkann slær. ★ RÚSSAR eiga mikinn fjölda flugskeyta, sem flutt geta þung kjarnavopn. Þessum flug- skeytum er komið fyrir víða um Rússaveldi, og vafalaust miðað á helztu borgir Evrópu og Banda- ríkjanna. ★ RÚSSAR eiga nú 400 kafbáta. Kafbátafloti þeirra er sá stærsti í heimi. Þess má geta, að þegar Þjóðverjar gerðu banda- mönnum hvað mestar skráveifur á Atlantshafi með kafbátum sín- um, var talið að þeir hefðu 25 sigl- ingahæfa kafbáta á hverjum tíma. Kafbátar Rússa hafa sézt á sveimi Radarinn er tákn árvekni N: ferð úr lofti. Slíkar radars

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.