Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.01.1908, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.01.1908, Blaðsíða 2
14 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg. á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júlí. Skrifstofa opin kl. 10*/*—11 árd. og kl. 3—4 síðd. á hverjum virkum degi. Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbj. Sveinbjarnarson, Laugaveg «. J listinn, eða Þjóðræðislistinn, fjekk 78 atkv. og kom að K. Jónssyni yfirdómara. Loks er C-listinn með 75 atkv. og kom að Kr. O. Þorgrímssyni konsúl. Hinir listarnir, sem engum komu að, fengu þetta atkvæðamagn: B 35, E 68, H. 7, J 64, L 28, M. 34, Ó 4, P 21, Q. 18 og R 5. — 34 kjör- seðlar urðu ónýtir. Listarnir voru alt of margir, og því miklu meira rugl á kosningunni en þurft hefði að vera. Þó hefur svo farið, að bæjarstjórnin er vel skipuð. Kosningin hefur sýnt ekki litla yfirburði í atkvæðamagni hjá heimastjórnarmönnum framyfir stjórn- arandstæðinga. En svo vel sem kosningin tókst annars yfirleitt, sjer- staklega frá sjónarmiði heimastjórn- armanna skoðað, þá kastar það í vorum augum skugga á þær, að Tryggvi Gunnarsson hlaut ekki kosn- ing, úr því hann var t kjöri. Nú kynni einhver að segja, að þessi um- mæli vor komi um seinan, og má vera, að eitthvað sje til í því. En þau rök lágu til þess, að Lögrjetta lagði lítið til kosninganna á undan, að oss virtist þannig til þeirra stofn- að, að það mundi fremur skaða en gagna, að fara að mæla með ein- stökum mönnum, nema því að eins, að vjer gætum mælt með einum lista einungis, en það gátum vjer ekki. Nýtasti borgari Reykjavíkur. Ef gengið væri til atkvæða um það hjer í bænum, hver borgari bæj- arfjelagsins hefði reynst því nýtastur maður á undanförnum árum, þá er það ekkert efamál, að Tryggvi banka- stjóri Gunnarsson fengi langflest at- kvæðin. Þannig er hann metinn af Reykvíkingum yfirleitt, og það með rjettu. Enginn maður hefur, hvorki fyr nje síðar, unnið jafnmikið og jafn- vel í þarfir Reykjavíkurbæjar og hann. Þetta er ekki ofsagt. Við það munu allir kunnugir kannast. Og alt þetta hefur hann unnið með svo stakri ósjerplægni, að hún er nú orðlögð. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hefur lengi verið grjótpáll fyrir helstu verk- legum framkvæmdum þessa bæjar. Ef rifja skyldi vel upp alt, sem hann hefur gert fyrir þilskipaútgerðina og sjávarútveginn, þá kæmi margt fram. En minna má t. d. á stofnun íshúss- ins, stofnun þilskipaábyrgðarfjelags- ins, Reknetafjelagsins, „Slippsins" o. s. frv., o. s. írv. Þegar á þetta er litið, má það undarlegt virðast, að þessi maður skyldi ekki ná kosningu í bæjarstjórn Reykjavíkur rxú, úr því að hann var í kjöri og vildi taka starfið að sjer. Honum hefur með þessu verið sýnt stakt vanþakklæti. Hann hefur nú í 12 ár samfleytt átt sæti í bæjar stjórninni. Og þó hann sje orð- inn gamall maður, þá er hann enn með fullum kröftum og starfsþoli, og kjarkur hans og áhugi á almennum málum enn hinn sami og verið hef- ur, svo að aldursins vegna var eng- in ástæða til að hafna honum. Hann æskir sjálfur engrar hvíldar, unir sjer ekki óstarfandi. — Og því viljamenn þá ekki þiggja starf hans áfram? Eitt er það bæjarmál, sem hann mun einkum hafa borið fyrir brjóst- inu nú, en það er hafnarmálið. Hann vill hrinda því áfram, og mest vegna þess mun hann hafa viljað sitja á- fram í bæjarstjórninni. Það var starf Tryggva við bygg- ingu Ölfusárbrúarinnar, sem fyrst dró hann hingað til Suðurlandsins. Ýmsir menn með framfaraáhuga hjer í Reykjavík lögðu þá að honum, að sækja um bankastjórastöðuna, og höfðu það sjerstaklega fyrir augum, hvílíkur nytsemdarmaður hann gæti orðið bænum með forgöngu í öllum framkvæmdum. Hann var tregur til að skilja við fyrri verkahring sinn, þótt hann ljeti það eftir. En hitt fór sem ætlað var, að hann varð skjótt forsprakki verklegra fram- kvæmda hjer í Reykjavík, enda ber bærinn þess miklar menjar, eins og þegar hefur verið sagt. Og ef nokk- ur maður ætti það skilið, að verða heiðursborgari þessa bæjar, þá er þaðTryggvi bankastjóri Gunnarsson. Bœjarstjórnarkosningarnar. Undir þessari fyrirsögn ritaði jeg greinarkorn í 55. tbl. Lögrjettu, 27. nóv. f. á. Grein þessi átti að vera á- minning til samborgara minna um, að vanda allan undirbúning kosning- inganna, og svo að kjósa, eins og jeg kemst þar að orði, „valinkunna sæmdarmenn". Það gekk mikið á með að undir- búa þessa kosningu 2 síðustu mán- uði ársins og þennan mánuð fram að kjördegi. Fundir voru haldnir annan og þriðja hvern dag í hinum ýmsu fjelögum. Það, sem einkendi þessa undirbúningsfundi frá fundum um sama áður, var það, að á engum þeirra var, svo mjer sje kunnugt, rætt minstu vitund um bæjarmáletnin eða afstöðu bæjarfulltrúaefnanna til þeirra, heldur var stöðugt verið að ræða um menn, raða þeim á lista, færa ýmsa ofar eða neðar o. s. frv. Það er þessi nýja aðferð undirbún- ingsins, sem er vítaverð, því á henni er auðsjeð, að það eru mennirnir, en ekki afstaða þeirra til málanna, sem hugfast hefur verið haft við þessa nýafstöðnu kosningu. Sagt er, að æði margir hafi sótst eftir að komast í bæjarstjórnina í þetta sinn, og er það vonandi og óskandi, að sú eftirsókn hafi stafað af einlægum vilja til að starfa að heill og heiðri þessa bæjar, en ekki af löngun í vegtillu þá, er þessu starfi fylgir. í byrjun kosningaundirbúningsins kom fram hræðsla hjá ýmsum um það, að stærstu fjelögin hjer í þessum bæ, sem samansett eru nálega af tómum alþýðumönnum, mundu nú koma að í bæjarstjórnina svo mörgum alþýðumönnum, að henni yrði með því móti lærdóms og vits vant. Hræðsla þessi kom frá embættis- og bankamanna-vinum, en reyndist alvep ástæðuiaus, því 2 stærstu fjelög þess;i bæjar, „Dagsbrún" og „Fram", settu efst á sína lista tóma embættismenn og bankamenn, og voru þeir, eins og kunnugt er, kosnir 3 af „Fram"-list- anum, en 1 af „Dagsbrún“ar-listanum. Menn geta líka fljótt sannfærst um, að hinum nývöldu bæjarfulltrúum verður ekki vits eða lærdóms vant, þegar þeir aðgæta, að kosnir hafa verið 4 af helstu Iögfræðingum þessa lands, 3 meiri háttar bankamenn, 1 verkfræðingur, 1 framkvæmdarstjóri, 4 af þeim best mentuðu konum þessa bæjar, 1 iðnaðarmaður, og svo síðast en ekki síst maður, sem áður hefur verið bókbindari, bóksali og bæjar- gjaldkeri, en er nú kaupmaður, kon- súll, málaflutningsmaður og „brand- major" o. m. fl. Öllverkmannafjelög og verkmanna- sambönd urðu að engu. Atkvæða- smalar hinna unnu algerðan sigur. Sjómannafjelögin, „Aldan" og „Bár- an“, komu engum að, verkmannasam- bandið ekki heldur, og stóra verk- mannaíjelagið „Dagsbrún" kom, segi og skrifa, einum að, og sá maður hefði komist að hvort eð var (á Templara-listanum). Þetta alt sýnir, hversu ósjálfstæð og óþroskuð al- þýðan er hjer í bænum ennþá, ó- þroskuð að því leyti, að koma sjer ekki saman um nokkra menn úr sínum flokki, og ósjálfstæð að því leyti, að kjósa svo ekki þá lista, sem þeir loksins komu sjer saman um. Jón Brynjólýsson ynheims-iþr&ttamit. Ólyiniiiskir leilvar. Pjóðhreysti — Pjóðfrægð. Mikilsrerð tímamót. I . >1. F. í. Stjórn vor oji' þjóð. (Niðurl.).--- Hvern veg íslenska þjóðin lítur á mál þetta, og hve mikils hún metur sóma sinn, mun best sjást á því, hve mikið hún vill styrkja 4 unga og elnilega íþróttamenn til fararinnar. Því það gefur að skilja, að styrk- laust geta þeir eigi farið í þvílika för. Þurfa þeir að búa sig rækilega undir hana í allan vetur, og síðustu 4—6 vikurnar verða þeir að æfa sig saman daglega. Mun því eigi falla minni kostnaðar á hvern en alt að IOOO kr. Dvöl í Lundúnum um þær mundir, er íþróttamótið stendur, verð- ur eflaust geisidýr, því þangað streym- ir þá múgur og margmenni úr öll- um heimi.— íþróttir og íþróttamót eru alstaðar höfð í hávegum hjá menningarþjóðunum, og eru talin sann- ur „spegill" þjóðanna, er sýni best þroska þeirra og menning. Nú má þann veg ætla, að 4000 kr. sje engin stórupphæð, er um mik- ilsvert þjóðfrægðaratriði er að ræða. Mundi margur auðmaðurinn keppast við að verða nógu fljótur til að veita aðra eins upphæð einn saman. En því láni er auðvitað eigi að fagna á íslandi, þótt ýmsir auðmenn hafi stundum veitt ríflegan styrk til fyrir- tækja, er stetna að sama takmarki. Telja má sjálfsagt, að háttvirt Stjórnarrád íslands veiti styrk nokk- urn til farar þessarar, og hann eins ríflegan og framast má verða, og mun þá reynast auðvelt að tá það, er upp á kynni að vanta. Veit jeg það, af viðtali mínu við háttvirtan ráðherra, að hann er mjög hlyntur stefnu Ungmennafjelaganna — og eigi síst því takmarki þeirra, að gera æskulýð vorn hraustan og stæltan við íþróttir. Má því vænta góðs eins af honum í því efni. Hjer eiga allir góðir drengir og sannir íslendingar að ganga fram sem einn maður. Hverju nafni sem netn- ast. Hjer kemur engin flokkaskipt- ing nje skoðanamunur til greina. Að- eins ísland og sómi þess! Og hann vilja allir góðir drengir, hverju nafni sem nefnast. Hægt verk ætti það að vera heilli þjóð, að skjóta saman 3—4000 kr. á skömmum tíma, ef vilji væri til. Gangi stjórn vor hjer á undan, sem henni ber, er björninn unninn! Allir íslendingar eiga að leggja sinn skerf, hvað lítill sem hann er, og fá sinn skerf í þjóðfrægð og þjóðgleði þeirri, er leiða mun af tör þessaril Og ís- lensku glímurnar munu frægar verða um veröld víða! OLl þjóðleg fjel'óg vor eiga að stofna til skemtana og styrkja fyrir- tæki þetta. Blöð vor eiga að skora á menn að fylgja þessu fram af kappi og brýna fyrir alþýðu, hve mikilsvert það sje! Þá mun alt ganga vel og máli þessu verða ráðið til lykta á svo skömmum tíma, að undirbúning megi hefja í tæka tíð. Gefi það hamingja Islands, að vjer getum nú sjeð allar þær fögru af- leiðingar til æskuþroska, þjóðþriia og þjóðræknisþroska, er hluttaka þessi mundi hafa í för með sjer! Sýnum nú, Islendingar, að œtt- jarðarást vor er meira en orðin tóm! Að vjer berum þjóðheiður vorn jyrir brjósti! Allan styrk og styrk-Ioforð til þessa má senda til gjaldkera „U. M. F. í.“, hr. Árna Jóhannssonar biskupsskrif- ara í Rvík, eða þá til varaformanns Helga Valtýssonar í Hafnarfirði. Hafnarfirði 17. jan. ’o8. Helgi Valtýsson. Islensk blöð eru vinsamlega beð- in að veita grein þessari rúm hið bráðasta og mæla með málefni þessu. H. V. iv. Svar til herra lýðháskólastjóra Sig- urðar Þórólfssonar. (Framh.).---------- í sumar hjelt hr. S. Þ. því fram í Lögrjettu, að óviturlegt væri að stofna stóran lýðháskóla með góð- um kenslukröftum. Hann taldi „öll stór stökk varúðarverð" og vjer ætt- um að fara að dæmi Dana; vjer ætt- um einungis að setja smálýðháskóla á stofn eftir fyrirmynd hans. Enn fremur sagði hann um kenslukaupið: „Vel vinnandi nemendur gætu þó engu síður borgað kenslu í alþýðu- skólum hjer á landi, en t. a. m. al- þýða á Norðurlöndum, því kaupgjald- ið er nú orðið hærra hjer á landi en þar" (Lögrjetta 5. ág. 1907, bls. 133, sbr. einnig bls. 126). Út af þessu minti jeg hann á, að hann hefði sjálfur tekið stökk með lýðháskóla sinn og eigi farið að dæmi Dana og komið alþýðu í skilning um, að mentun sje peningavirði, og vert sje að greiða eitthvað fyrir góða lýðháskólakenslu. Þetta er átyllan til að tala um fæð-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.