Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.01.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.01.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 15 ið, eins og fyr er greint, og til að spyrja mig, hvort það eigi að vera markmið skólanna, að gera fátækri alþýðu sem örðugast að nota þá ? Eins og jeg hafi nokkurn tíma hald- ið því fram. Bæði í ritgerð minni í Andvara og í umsókn minni, tal- aði jeg um, að landsjóður ætti að veita fátækum mönnum nægilegan fjárstyrk til þess að borga kenslu á lýðháskólum, og jeg sótti um 1800 kr. styrk handa fátækum al- þýðumönnum, ef alþingi vildi að jeg setti lýðháskóla á stofn. Mun- urinn er sá í milli okkar S. Þ., að jeg vil sjá fátækum nemendum fyrir styrk, en láta hina efnuðu borga 'kensluna, eins og gert er í Dan- vnörku og víðar erlendis, en hann lætur alþingi borga kensluna fyrir aemendur sína jafnt, hvort sem þeir ■eru efnaðir eða bláfátækir. Jeg held að þeim lýðháskóla mundi sannarlega farnast vel, sem byrjaði á því, að selja nemendum kenslu, ef hún væri góð, og það væri gert á 'þann hátt, sem reynslan hefur kent mönnum t. a. m. í Danmörku. Ár- lega fara nú um 20 ungir menn ut- an af íslandi til þess að ganga í lýð- háskóla erlendis og kaupa þar kenslu. Nú í vetur eru um 20 Islendingar á lýðháskólum í Askov, Vallekilde, Friðriksborg, Testrup og Ryslinge. Skyldu þessir menn eigi vilja borga eíns lýðháskólakenslu á Islandi, eins og í Danmörkn, ef þeir þættust ta hana þar eins góða? Jeg •efast eigi um það. Engir Islending- ar eru mjer vitanlega eins ákafir með því að fá stofnaðan góðan lýðháskóla á íslandi eins og einmitt sumir þeirra, sem gengið hafa á lýðháskóla er- lendis; eru það einkum efnilegustu mennirnir á meðal þeirra, og sumir þeirra þekkja lýðháskólana manna Best, þá er um íslendinga er að ræða, og hafa gengið í þá tvisvar eða þris- var sinnum lengur en hr. S. Þ. Sum- ir af þessum mönnum hafa lagt fast að mjer að stofna lýðháskóla á ís- landi. (Niðurl). Bogi Th. Melsteð. Mannskaðinn á fískiskipinu „Georg“ 1907. Kveðja frá Bárufjelaginu. Eins og víst flestum er t fersku minni, fórst á síðastliðnum vetri fiskiskipið „Georg". A þessu skipi var ætíð mann- val hið mesta og ennfremur voru ætíð flestir skipsmenn Bárufjelagsmenn, fleiri «n á nokkru öðru skipi. Afleiðingarnar af þessu sorglega slysi hlutu þvl að verða þær, að Bárufjelagið misti þarna úr stnum hóp marga þá menn, sem ætíð stóðu framarlega 1 fjelagsskapnum, menn, sem aldrei töldu eftir sjer að vinna hvað sem þeim var á hendur falið að vinna í þarfir fjelagsins. Mennþessir, sem fjelagið misti.voruþeir Þorvarður Daníelsson og Þorst. Pjeturs- ^on, bræðurnir Jón og Guðmundur Dan- íelssynir, Sigm. Sigmundsson og Þórar- mn Guðmundsson. Bárutjelagið þakkar þessum föllnu bræðrum fyrir alt þeirra starf í þarfir fjelagsins, og væri óskandi, að rnargir af þeim, sem eftir lifa, vildu taka þá sjer til fyrirmyndar. Nú geymir Ægir bein þeirra, en minning þeirra mun lengi lifa meðal vor, sem þektum þá. Verið sælir, bræður góðir, og hafið þökk fyrir sarn- vinnuna. O. Sinn hersöng ljeku hranna jóð svo hátt við landsins strendur. Til bardaga hver búinn stóð, sem burt var hjeðan sendur, að heimta saman hafsins auð og hungruðum að færa brauð. Þeir hræddust ekkert öldugnauð með æfðar sjómannshendur. Und seglum skipið sveif frá strönd, en svignaði’ 1 vindi ráin, og djúpsins iðaði dimmblá rönd og dökk var nætur bráin, svo skugga sló á himinhvel; þar hló í gegnum niðsvart jel svo drungalegt og dimt sem hel — í dulrún feigðarspáin. Og stríðið hófst, því hafi frá reis há og brimþung alda, svo ógurlegt var alt að sjá við íslands ströndu kalda, því yfir himins helkalt skaut á hríðarvængjum stormur þaut og trylti haf, svo hrönnin blaut rauk hátt við siglttfalda. Þið sóttuð fram með sjómannsdug 1 sviftibyljum köldum, og karmannsþrek af heilum hug þar hreifði tökum völdum. Við stormsins hörpustrengja slátt og sterkan hafsins tónadrátt gall hetjuorðið hærra þrátt en hljóð frá djúpum öldum. En ekkert má við afli því, sem æsir hafsins boða. Þið hniguð valinn vota í, því vörn ei mátti stoða. Nú skarð er fyrir skildi, því að skjól hvert opið næðir í, sem ykkar varði höndin hlý og hlífði þungum voða. Þið hraustu drengir, hermenn lands, sem hniguð þar í unnir, þið voruð kappar Bárubands, úr brjóstfylkingu runnir. Þið stóðuð fast svo þrátt í þraut, og þeirri fylking rudduð braut, svo fjelli happ í hennar skaut, að hreystitökum kunnir. Nú hnípir „Báran“ hljóð og dauf og hrygð fer yfir salinn, því helja fylking hennar rauf, en hafið geymir valinn og buldrar gegnum boða slag svo beiskju-þrungið sigurlag, sem andlátsstunu ómsárt drag þar ymji strengur falinn. Þjer hraustu kappar, hermenn lands, sem hniguð þar í unnir, hjer standa drengir Bárubands að bróðurþeli kunnir. Þeir horfa daprir hafið á og hlýja þökk og kveðju tjá, en harmastraumar hníga’ af brá úr hjartans lindum runnir. Svb. Björnsson. Bólusóttin í Þjóðólfi. Þjóðólfur segir (24. þ. in.), að það hafi verið fyrirskipað — eftir tillögu landlæknis — að Laura skyldi vera í sóttvarnarhaldi hjer á höfninni í 8 daga. Það er skröksaga. Það var í ráði að sleppa skipinu strax, af því að bólunnar var ekki getið í sóttvarnarskírteini þess, en landlæknir taldi rjettara að bíða og fá nánari fregnir um sóttina; lagði til að sírnað væri til danska ræðis- mannsins í Leith, og það gerði stjórn- arráðið. Svarið var á þá leið, að engin ástæða virtist að óttast skipið og var því nú slept — eftir tillögu landlæknis. Sá er sannleikurinn. Keykjavík. Stúlka drekti sjer frá Klepps- spítala 24. þ. m., Guðbjörg Guðna- dóttir úr Njarðvíkum, nál. 30 ára gömul. Hún kom á spítalann nm veturnætur í haust og hefur oft reynt að fyrirfara sjer. Einu sinni í haust hljóp hún í sjóinn og ætlaði að drekkja sjer; líka hefur hún reynt að gleypa glerbrot, ná í skæri, spotta o. s. frv., yfir höfuð verið afarerfið- ur sjúklingur; stundum hefur hún barið hjúkrunarfólkið. Henni hefur því altaf verið vcitt sjerstök athygli. Kl. 61/2 þennan morgun var skift um vökufólk á spítalanum. Vöku- konan, sem þá tók við, opnaði stof- una, sem þessi sjúklingur lá í, og ætlaði inn til þess að hjálpa sjúk- lingnum á fætur. Þá var kaliað í næstu stofu, og bað sjúklingur þar að gefa sjer að drekka. Vökukon- an skrapp þá þangað inn. En rjett á eftir heyrir hún hurð skelt á gang- inum, opnar þá aftur stofuna, sem stúlkan var í, og sjer að hún er horfin. Dyrunum hafði hún í fyrra sinn lokað á eftir sjer, en hurðin verið kviklæst. Hafði sjúklingurinn hlaupið inn í náðhúsið og troðið sjer út um lítinn glugga þar. Var óðara farið að leita í myrkrinu og fanst stúlkan inn með sjó; hafði fleygt sjer í flæðarmálið og kæft sig. Það er svo um marga menn geð- veika, að þeir leita allra bragða til að fyrirfara sjer, 04 í öllum geð- veikrahælum ber það þrásinnis við, að þeim tekst það, þrátt fyrir mestu aðgæslu. Hjúkrunarfólkið á Kleppi er að vísu óvant, en læknirinn þar segir, að það hafi reynst vel, og um stúlkuna, sem vörð hafði þennan morgun, segir hann, að húnsjeeink- ar samviskusöm. — Hjer er því eng- inn ásökunar verður. Annað eins og þetta kemur alstaðar fyrir. Því verð- ur ekki afstýrt. Mannskaðasaniskotin. Þau urðu alls 34,600 kr., auk þess fjár, sem nefndirnar vestanlands (í Stykkishólmi og Dýrafirði) fengu. Síðasta úthlut- un fór fram í haust sem ltið, og fengu þá og nokkurn styrk ekkjur þeirra manna, er fórust með „Georg" f. á. Alls var úthlutað 30,400 kr. Því sem eftir stóð, 4,200 kr., er skil- að til Fiskimannasjóðs Kjalarnesþinga, gefið þeim sjóði, þó með þeirri ósk, að grípa megi til þess höfuðstóls, ef mikið manntjón ber að höndum á fiskiveiðaflota Faxaflóa. Gott niálefni er stutt með því að sækja tombólu Templara, sem aug- lýst er hjer í blaðiuu. Þar verða líka margir góðir og eigulegir munir. Templar. Leikliúsið. Það hefur stuttlega verið minst á „Nýjársnóttina" áður hjer í blaðinu. En hún hefur nú ein haldið leiksviðinu frá því byrjað var að sýna hana, á annan í jólum, og hefur verið oftar leikin í röð, en nokkur annar leikur, og nær alt af fyrir fullu húsi. Nú á að sýna hana í síðasta sinn næsta sunnudag. Eftir það mun eiga að taka John Storm, eftir H. Caine, sem áður hefur ver- ið leikinn hjer og mikið þótti í varið. Það hefur áður verið tekið fram um „Nýjársnóttina", að hún er mjög skrautleg á leiksviði og að leikfje- lagið hefur að öllu leyti mjög til hennar vandað. Af áltunum eru best leiknir: Álfakongurinn (J. Waage), Áslaug álfkona (frú St. G), álfarneyj- arnar Mjöll (frk. Em. Indr.) og Ljós- björt (frú Ef. Waage) og Svarturþræll (Friðf. Guðj.). Sjerstaklega er leik- ur álfakongsins góður. Af menska fólkinu eru best leikin: Gvendur snemmbæri (Á. Eir.) og konurnar tvær, Margrjet (frk. Þur. Sig.) og Anna (frk. Þ. Guðj.), einkum sú síð- arnefnda. Þau Guðrún og Jón hafa ekki hlutverk, sem mikið er hægt úr að gera á leiksviði. En annar.-, er alt frá leikendanna hálfu vel afhendi leyst. Aftur er leikritið ekki eins mik- ils vert og sum blöðin hafa látið. Það er ýmislegt fallegt í því, en líka ým- Reykjavíkur. Aðalfimdur ílmtudag 30. jan., kl. 8V2 síðd., í Iðnaðarmannahúsinu. Hjeraðslæknir Guðm. Hannesson talar um sjúkralijúkrun og nieð- alabrúkun. Fjeiagsmönnum heimilt að bjóða konum sínum á fundinn, þótt ekki sjeu þær fjelagsmenn. Jón Helgason p. t. formaður. islegt, sem hefur mistekist. En um það yrði að rita sjerstaklega. Lof- gjörðin, sem sumstaðar hetur verið borin á leikritið í heild sinni, er hóflaust rugl, þó. ýmislegt megi segja því til hróss. Læknaskólinn. Reglugerð skól- ans hefur nýlega verið breytt, svo að burtfararpróp er nú þrískift, í upp- haýspróf (efnafræði, verklegt og munn- legt próf), midpróf (líffærafræði, líf- eðlisfræði, almenn sjúkdómsfræði og heilbrigðisfræði) og lokapróf (líflækn- ingafræði, munnlegt og skriflegt próf, líflæknisvitjan, handlækningafræði, munnlegt og skriflegt próf, handlækn- isvitjan, handlæknisaðferð, lyfjafræði, yfirsetufræði og rjettarlæknisfræði). Próf er haldið tvisvar á ári, íjanú- ar og júní. Vetrarprófinu var lokið í gær. 4 skólasveinar hugðu að taka loka- próf, en einn þeirra hætti við, ann- ar gekk frá í miðju prófi, og tveir útskrifuðust: Ólafar Þorsteinsson Tómassonar járnsmiðs í Reykjavík — hlaut aðra betri einkunn (139V7 stig). Guðmundur Þorsteinsson Guð- mundssonar yfirfiskimatsmanns í R,- vík — hlaut aðra lakari einkunn (752/3 stig). Miðpróf tóku 3 skólasveinar: Magn- ús Pjetursson (1. einkunn), Guðm. Guðfinnsson (1. einkunn) og Gunn- laugur Þorsteinsson (2. einkunn). Upphafspróf. Ólafur Lárusson, og Pjetur Thoroddsen (hefur þó ekki enn lokið prófinu vegna veikinda). Thorvaldsensfjelagið hefur kos- ið þær heiðursfjelaga frú Þóru Thor- oddsen, konu Þorvaldar prófessors Thoroddsens, og frú Louise Finn- bogason.ekkju G. Finnbogasonar kon- súls. Frú Thoroddsen hefur stofnað fjelagið og þau hjón hafa ánafnað því sjóð til minningar um dóttur sína, en frú Finnbogason hefur lengi verið í stjórn fjelagsins og mikið fyr- ir það starfað. Yaxtaniðurfærsla. í fgærkvöld fjekk Islandsbanki símskeyti með þeirri fregn, að Þjóðbankinn danski hefði nú fært vexti niður í 7% og hefur Islandsbanki gert eins frá því í gær. Frjest hefur og um vaxtaniður- færslu hjá Frakklandsbanka og Eng- landsbanka. I Svíþjóð eru þar á móti vextir ekkert færðir niður enn, enda erpen- ingaástandið þar hörmulegt. Mannskaðasamskotin. Gjöf frá síra Valdimar Briem 139 kr. 63 au.; vextir af innlögum í ísl. hanka 449 kr. 98 au.; Matth. skipstj. fórðars. safnað: frá J. Pálss. organista 50 kr., frá Bjarna Porkelss. bátasm. 10 kr., frá Bjarna Jacobss. snikkara 2 kr., frá Porst. Magnúss. sniklcara 2 kr., frá Sigg. Torfas. kaupm. 20 kr., frá frá Sigf. Sveinbj.s. fasteignasala 10 kr., frá Einari Gunnarss. cand. phil. 5 kr., frá N. N. 1 kr., frá N. N. I kr., frá N. N. t kr., frá N. N. I kr., frá N. I kr., frá Jóni S. Eliassyni verzlm. 5 kr., frá Sv. Sigfúss. kaupm. 50 kr., frá Sigríði 5 kr., frá N. N. I kr., frá P. Ó. 2 kr., vextir 9 kr.; áður augl. 33832 kr. 5 au.; samskotin öll 34597 kr. 66 au, Rvik 25/i I90S. G. Zoega.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.