Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.08.1963, Blaðsíða 7
HIN SlOAN BOKGARSKÁLDIÐ sér það af andlitum manna að sumarið er á förum. Og það má reyndar sjá það af ýmsu öðru. Þó að enn sé haustgolan ekki farin að feykja visnuðum laufum um götur og verði. Faeo á Laugavegi býður snotra karlmannafrakka við hlægi lega lágu verði. Jafnvel bókaorm unum er séð fyrir sínu. Bókaverzl un Stefáns Stefánssonar efnir til útsölu á ódýrum innlendum og Að lokum sagði Gísli okkur eftir farandi gamansögu, sem á vel við andrúmsloft haustsins og kauptíð- arinnar: „Ég var á ferð í Danmörku fyr ir nokkrum árum. Þá kynntist ég ÉH Við útsölugluggana er aðgangsharkan fyrir mestu. Hjónabönd til fyrirmyndar BREZKUR þjóðfélagsfræðingur Oliver McGregor, sem er fyrir- lesari við ' Bedford College liefur vakið feikna athygli meðal þjóð- félagsvísindamanna yfirleitt með því að halda því fram, að hjúskap u. rinn sé eitt af því, sem mestum þroska hafi náð á 20. öldinni. McGregor, sem er kvæntur dómara í ungmennadómstóli í London, og er faðir þriggja barna, telur, að ekki sé hægt að dæma hjúskapinn út frá skýrslum um skilnaði, eyðilögð heimili, afbrot æskufólks og öðru í svipuðum dúr. Sannleikurinn sé nefnilega sá, að skýrslugerð sé nú öll meiri og víð- tækari en var fyrir einum manns- aldri, og margt það nú skjalfest sem oft hefur skeð en sjaldan ver ið skráð á liðnum tímum. McGregor segir, að augljós til- hneiging sé til þess manna á með- al, að skella skuldinni á hjóna- bandið, þegar eitthvað fer aflaga í einkalífi fólks. Menn megi alls ekki gleyma því að nú á tím. hvíli hjónabandið á gagnkvæmu trausti makanna, en í gamla daga hefði refsivöndurinn alltaf vofað yfir, ef öðrum makanum varð eitthvað á. — „Þessari staðreynd megum við ekki gleyma", segir MeGregor. „Hjúskapur 20. aldar fólks stend ur alls ekki föllum fæti“, segir McGregor. „Þegar við hugsum til þess, að konur hafa nú öðlazt jafn ræði á við karlmenn og að börnin hafa meiri rétt gagnvart foreldr- um sínum en áður var, þá er það [beinlínis furðulegt, hvað hjúskaj> jurinn er yfirleitt traustur á með- al nútímafólks." Auknir skilnaðir koma aðallega til af því að meiri skýrslugerð er á því sviði nú á tímum en áður og eins af því að konur eru eig- inmönnum sínum ekki eins und- irgefnar og áður að áliti McGreg- ors. Hann telur, að fyrr á tímum hafi síður en svo verið færri ó- hsmingjusöm hjónabönd við lýði, heldur hafi hitt komið til að þá var óhægara að binda enda á slík hjónabönd. McGregor er ómyrkur í máli og lætur skoðanir sínar hiklaust í ljós. Þykir mörgum, bæði lærð- um og leikum, sem þar sé nýr „Messías“ fæddur. Alþjóðafundur esperantista Alþjóðamót esperantjjta, sem haldið var í Sofia í ágústbyrjun mun hafa verið fjölsóttasta og um fangsmesta ráðstefna sinnar teg- undar frá því fyrir síð ari heims- styrjöldina. í sambandi við ráðstefnuna fór fram 33. mót blindra esperantista, 2. listkynning esperantista og 8. alþjóðlegt barnamót þeirra. húsasund og fólkið gangi léttklætt um borgina skynjum við návist haustsins á næsta leiti. Það liggur í loftinu eins og það, sem hlýtur að koma, og þrátt fyrir allt er það ekki alltaf óvelkominn gestur. Hauströkkrið er rómantískasta rökkur i heimi og tær september- dægri eiga stur.dum fáa sína líka að fegurð og hreinleik. Einn fyrsti fyrirboði haustsins á Islandi eru hinar fjölmörgu út- sölur í verzlunum sveita, bæja og borga. Kaupmenn og kaupfélög keppast við að bjóða vörur sínar á gjafvirði. Gallaðar vörur og ó- gallaðar. Gamlar vörur og nýjar. Vörur af margvíslegum tegund- um. Vörur frá öllum heimsins löndum. Selja. Selja. Rýma til fyr ir því nýjasta nýja, sem ekki er liægt að selja við gjafvirði. Það er fróðlegt og skemmtilegt að ganga um haustmarkaðinn hér í Rcykjavík þessa dagana og virða það fyrir sér, sem á boðstólum er. í Eygló í Austurstræti eru „billeg ar“ kápur á frúrnar og dæturnar. Andrés selur herrafötin á útsölu dönskum bókum til lestrar á rökk urstundum haustsins. „Viðskiptin hafa gengið ágæt- lega að þessu sinni, sagði Gísli Wíum verzlunarstjóri í Faco á Laugavegi 37, þegar við hittum hann að máli og spurðum hann hvernig útsalan hefði gengið. „Og ég hygg að fiestar verzlanirnar hafi sömu sögu að segja. Við erum yf- irleitt með góðar og ódýrar vörur á boðstólum og fólk kann vel að færa sér í nyt hið niðursetta verð“. - Aðspurður segir Gísli, að þeir í Faco og í fleiri verzlunum í Reykjavík lialdi tvær slíkar útsöl ur á ári. Er önnur í janúar en hin síðari í ágúst. Sú síðari stend ur enn yfir. Það er býsna fróðlegt að heyra Gísla tala um útsölur. Hann er þar öllum hnútum kunnugur eins og góðum verzlunarmanni ber að vera. Við röbbum um útsölur vítt og breitt, útsölur í mörgum lönd- um, því að útsölur eru alþjóðlegt fyrirbrigði eins og margt fleira í viðskiptalífinu. meðal annars útsölum þeirra Dan arxna, en þær eru sannarlega merki legt fyrirbæri. Þeir stilla nefni- lega í sýningargluggana þokkaleg ustu vörum á lágu verði, en þeg- ar inn er komið, bregzt sjaldan, að maður fær alls ekki það, sem girnilegast virtist á meðan staðið var fyrir utan. Jakkinn í gluggan- um reynist of víður. Og buxurnar eru of þröngar. Sama sagan reyn- ist um allt annað. Ekkert passar manni. Slikur útsölumáti er dálít- ið sérstæður en sem betur fer, hafa verzlanirnar hér á íslandi ekki tekið hann til fyrirmyndar". Og við höldum út úr Faco áfram niður Laugaveginn. Hvarvetna biasa við spjöld í gluggum verzlan anna. Útsala! Útsala! Þeim fjölgar með degi hverjum. Vörunum, sem eru á boðstóium fjölgar, pening- unum, sem kaupmaðurinn stingur í buddu sína að enduðum löngum degi fjölgar, ánægðum kaupend- um fjölgar væntanlega líka. — Já, það má með sanni segja, að við- koman í viðskiptaheiminum sé ör á flestum sviðum. 8.00 12.00 13.00 14.30 14.40 16.30 17.00 18.00 18.55 19.20 20.00 20.50 22.00 22.10 Laugardagur 24. ágúst Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. —, 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). Út umferðinni. Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustii dans- og dægurlögin. Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Frú Svanfríður Hjartardóttir vel sér hljómplötur. Söngvar í léttum tón. Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Hljómplöturabb um tvo ágæta ítalska söngvara; Mattia Batt- istini og Hito Schipa (Guðmundur Jónsson). Leikrit: „Mánudagur til mæðu“ eftir Alexander Ostrovsky. ÞýfV andi: Bjarni Benediktsson frá Hofsteigi. Leikstjóri: Baldurvin Halldórsson. — Leikendur: Valdur Gíslason, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Steindór Hjörleifsson, Anna Guðmundsdóttir. Kristín Anna Þórarinsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Bryn- jólfur Jóhannesson, Haraldur Björnsson, Borgar Garðarsson og Árni Tryggvason. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. HIN SlÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. ágúst 1963 7 fflöAJHU3Ý4JA — fcdtíi 121136 J'S g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.