Njörður - 01.07.1917, Blaðsíða 2

Njörður - 01.07.1917, Blaðsíða 2
94 NJÖRÐUR. Sumargestir. Guðm. Guðmundsson skáld dvel- ur nú hér í bænum. Hann léfc það ásannasfc, að ekki er gott að maðurinn sé einsamall, þvi hann hafði með sér konuna og dæfcurn- ar allar, Hjördýsi, Steingerði og Droplaugu. Slíkt fylgdarlið er harla gott. Um sama leyti kom hér vestur hin nýja bók hans „Ljóð og kvæðiu er bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur gefið út og vandað bið besta til. Eg kom rétt núna höndum á bókina. Hún færir bæði gamla kunningja og nýja gesti, er 336 bls. og skift í 6 flokka. Eg las fyrst endan. Það ræð ég öllum til að gera við skáld- skap hvort heldur hann er í ó- bundnu máli eður rímaður. Þar fekk ég: Þúsund Ijóða land. Þar sem hlustar hljóð Hekla, þegar sær fyrir söndum syngur fjær og nær, — þar sem ljúflings-ljóð léfctbrýn sveitamær kveður glöð, er Gullfoss hörpu slær, — er mitfc æfctarland, ástkærfc föðurland ísland, ísland: þúsund ljóða land. :,: Bókin er góð það bregst ekki, sagði ég við sjálfan mig, svona enda bindur enginn á bull. Nú er best að lesa fyrsta kvæðið: Heima. Jeg uni mér best við arin minn, er elskan mín situr með bros á kinn og raular á vökunni sönginn sinn við sofandi glókolla mína. Jeg sit við borðið og lesþarljóð, er loginn snarkar á aringlóð, og brosandi geislar af gömlum óð, sem góðvina bráleiftur skína. Og hvar sem jeg lít er ljósbros eitt, í litlu stofunni’ er bjart _ og hreitt, frá dagstriti hvilist þar höfuð þreytt, í heimilisfriðarins ríki. Sem barnsaugu horfi’ inn í hjarta mér, með himneskan unað í för með sér, hvert smávægið ilríki’ og birtu ber í brjóst mér — í engils-líki. Mér finnst jeg við alt og alla’ í sátt, til einhverra þrekvirkja finn jeg mátt, — jeg kenni hvern einasta andardrátt af elskunnar ljósvaka þrunginn. Á blíðstiltum hljóðhreimum bersfc mín önd, sem brosandi leiði mig guð sér við hönd í eilífra hugsjóna heiðbjört lönd, og heyrir þar friðarmál sungin. — Hún leggur á öxl mér lófan sinn og létt og vorhlítt um kollinn minn hún strýkur, og mjúkan koss á kinn jeg kenni sem árblæ hlýjan. Þá finnst mér sem góðir andar að mér ástmálum hvísli’ og geislabað frá himni mig laugi á helgum stað og hreimblæ mér veki nýjan. Mér finnst jeg göfgast og hreinka í hug, og hálfu léttara viljans flug — sem ósjálfrátfc víki alt á bug, er andann til moldar dregur, við guðdóminn skyldleik hans fyrst jeg finn er fyllir hún kærleik huga minn: Guðs rniðill er elskandi ásthuginn og eilífrar gæfu vegur! Það tifcrar í kirðinni ljós um lin, hún leiðir mig brosandi inn til sin og bendir á sofandi börnin min við bólsturinn ljósa og mjúka. Þau draga andann svo djúpfc, en rótt sem dreymi þau guð á heigri nótt. — Hún læðist á tánum létt og hljótt um lokkana þeirra’ að sfcrjúka. I bæn mætast samhuga sálir tvær og sjálfar sig kenna guði nær; — við mænum þögul í framtíð fjær á forlaga dulda vegu. Og sjálfkrafa Ijóðstrengir titra títt. og tónamál skelfur í kreimi blítt, — hve blessað er inni, bjart og hlýtt hjá börnunuin elskulegu. Það er alveg óhætt að fara yfir bókina upphafs milli og enda. Þar er vafalaust margt gott, og þó eitfchvað kynni að vera „svona eins og geristu, hefur skáldið svo mikið fyrir vanhöldum úr fyrsta kvæðinu og svo gott ofanílag í þvi síðasta, að lesarinn hlýtur að verða ánægður, er hann athugar feng sinn. VESTA KOMIN. Hún fór frá Seyðisfirði 27. maí. Förin gjörð til Englands eftir kolum. Var hún af flesfcum talin af, en sem betur fór snerist það á annan veg. Kom hún í gær heilu og höldnu til Hafnarfjarðar. Herskip enskt fór með hana vestur eftir öllu til að koma henni undan kafbátum Þjóðverja. TÍÐARFAR. Frá Hvitasunnu til Jónsmessut voru sífeldir kuldar. sólfar oftast lítið en krepju-úrkomur suma daga. Gjörði því hvorki gras að spretta né fiskur að þorna. Siðustu viku júnímánaðar var þurkur hvern dag og suma þeirra blífcfc veður. AFLI. Besti afli er nú kominn i Ögur- nesi á smébáta. Á færi afla menn allvel. Á lóðir hefur fiskast vel á Siglu- firði; þar hefur verið síld til beitu. SÍLD. Nokkrir bátar eru komnir út til síldveiða og fleiri búast af kappi. Til síldar hefur sést, en salts ekki. HEIM. Bátarnir héðan hafa sumir sfcund- að veiðar fyrir sunnan undanfar- inn mánuð, sumir norður á Siglu- firði. Hvorirtveggja halda nú sem óð- ast heim til þess að heilsa upp á síldina. KOLALAUST. Kol fást nú engi, þótt gull sé í boði. Sumir sækja rekavið, margir skera mó og nokkrir sækja surtar- brand á Almenninga norður. En ekkert dugar. DÝR FLUTNINGUR. Nýlega kom hingað kvartil frá Kaupmannahöfn. Það sem í því var vóg 50 kg. og kostaði um 50 kr. þar í Khöfn. Kvartilið sjálft kostaði 10 kr. Flutningur á því hingað ásamt ábyrgðargjöldum og fl. var 20 kr_ og 50 aurar. Kvartilið kom við í Rvík og hafði 6 kr. skaða á því, sem von var. MEIRI MANNSPELL. Svo er sagt, að í Ameríku sé nýfundið sprengiefni, 10 þúsund sinnum sterkara en dynamit. Kemur það sér vel núna í stríð- inu. HYGGINDI SEM í HAG KOMA. í einu héraði á írlandi er sögð' uppreist, gjöra Bretar sem minnst úr því, enda mun hún bæld niður viðstöðulítið. Allur þorri vígra manna af ír- um er í hernum og berst þar fyrir Breta.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.