Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 5
ÓÐINN 77 Eirikur, er dó 1897, en var lireppstjóri og sýslu- nefndarmaður í Grindavík, kvæntur Jóhönnu Ein- arsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík. Fyrstu tvö árin eftir að Ketill kvæntist, bjó liann sem þurrabúðarmaður, en vorið 1859 flnttist hann að eignarjörð sinni Hvalsnesi og bjó þar til vorsins 1860. Þá um veturinn á undan andaðist stjúpa hans, og bað þá Ketill faðir hans hann að flytjast að Kotvogi, og fjekk Kelill yngri þá jörð til eignar. Nú tók hann að byggja upp bæinn þar og bæta jörðina. Kotvogur er með reisulegri bændabýlum. Á Hvalsnesi bygði Ketill stóra og vandaða timburkirkju 1864, en 1889 bygði hann þar aftur steinkirkju, án þess að hin fyrri væri farin að skemmast til muna, til þess að börn sín þyrftu ekki að kosla til aðgerðar á liinni fyrri. Báðar þessar kirkjur voru mjög vandaðar og vel og traustlega bygðar, enda mun tæplega traustari bygging hjá öðrum en honum nje meira í borið. Rausnarmaður var hatin hinn mesti og hjálpfús. Einn vetur gaf hann fæðingarhreppi sínum mikið af korni. Ketill heitinn var rnjög höfðinglegur maður á velli, fullar 3 álnir á hæð og beinvaxinn, mjög glaðlegur í viðmóti og söngmaður ineð afbrigðunt. Hreppstjóri var hann 12 ár í Hafnahreppi, hrepps- nefndarmaður og sáttasemjari lengi. Gestrisinn var hann mjög, og yfirleitt var heimili þeirra hjóna eitt hið blómlegasta og reglusamasta bændaheimili. Vilborg kona Ketils andaðist í Október 1906. Þetta er um Ketil kveðið: Garpsinnaður, gestrisinn, góðhjartaður, ófeiminn, listahraður, lángefmn, lyndisglaður, velmetinn. Kunnugur. Einar Skúlason. Einar Skúlason gullsntiður er fæddut á Tann- staðabakka 21. sept. 1834. Foreldrar hans voru Skúli Einarsson silfursmiður og bóndi á Tannstaða- bakka og kona lians Magdalena Jónsdóttir bónda á Ánastöðum Jónssonar stúd. Símonarsonar á Þóreyjarnúpi. — Þegar Einar var tæpra 2 ára, misti hann móður sína, en á 12. ári föður sinn. Tók þá Eggert bóndi Jónsson á Þóreyjarnúpi bann lil fósturs, og var Eggert móðurbróður Einars1 2 * * *). Eftir skamma dvöl Einars á Þórej'jarnúpi dó Eggert frændi bans. Þá giftist Guðrún ekkja Eggerts nokkru síðar Stefáni Jónssyni prests Bene- diktssonar frá Goðdölum. Einar fluttist eftir 4 ára dvöl á Þóreyjarnúpi með Guðrúnn fóstrn sinni og manni hennar að Grímstungu í Vatnsdal. Stefán, sem var smiður góður, sá skjótt að Einar var gott smiðsefni; kotnu þau ltjón honum norður á Akureyri að læra Gullsmíði hjá Friðfinni gullsm. Þorlákssyni. Við það nám var Einar 3 vetur en á sumrum í Grímstungu, A'ið heyskap og önnur heimilisstörf; að þeim þrem vetrum liðnutn hafði ltann lokið nátni, þá 18 ára gamall, eða á 19. ári. Frá Grímstungu fór þá Einar til Jóns móðurbróð- ur síns, er þá bjó á Úti- bleiksstöðum, og hafði fóstrað Jón bróður Ein- ars, er seinna varð nafn- kunnur búhöldurá Sönd- um (d. 1907). Hjá Jóni móðurbróður sínum var Einar 8 ár, fyrst á Úti- bleiksstöðum og siðar á Söndum. Þaðan fluttist hann sem lausamaður að Tannstaðabakka, til Margrjetar sj^stur sinnar og manns hennar, Jóna- tans Jakobssonar. Árið 1865 fór Einar að búa á hálfum Tann- staðabakka, og árið eftir kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur, sem var af góðu fólki komin8) og fóst- urdóttir merkishjónanna Ólafs Gíslasonar liafn- sögumanns og Ingibjargar Þorláksdóttur á Kol- beinsá. Jörðin Tannstaðabakki var kostasnauð og 1) Þegar Skúli, faöir Einars, var ungur, kyntist hann hinum nafnkunna gáfumanni Natani Ketilssyni. Spáði Natan hvernig æflferill Skúla yröi fram að fertugs- aldri, en vildi ekki spá lengra, sagöi að Skúla varðaði ekki um það. Sökum þess að alt rættist nákvæmlega, er Natan hafði sagt, þá grunaði Skúla að hann yrði ekki eldri en fertugur, og var búinn að fá bestu staði fyrir börn sín þegar hanti dó. Að sögn Sveins próf. Níelssonar og margra fleiri, voru þeir feðgar, Skúli og Einar faðir hans, mestu atgjörfismenn til munns og handa. 2) Jón faðir Guðrúnar var bróðir Guðrúnar, móður Samúels Richters, er lengi rak verslun í Stykkishólmi, og Valgerðar, er fyrst átti Vigfús læknir Thorarensen og síðar Hallgrímur lireppstj. á Staðarfelli.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.