Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1912, Blaðsíða 8
80 ÓÐINN hin drifhvitu segl skyldu fyrst verða lægð þá ættland hans brosti, í blálieiði vafið. Hinn ódeigi víkingur varaðist ei þau viðsjálu skerin und Jóllandssíðu, liann brant þar í roki sitt raingjörva fley, það rendi um nótl upp í sandboða-ey og týndist með farliði traustu og fríðu. Þeir lömdust og sukku í löðrandi brönn, en lífsmark var enn þá með foringja snjöllum; bann bar upp i lendingu frejrðandi fönn af fjallháum kólgum, en grimm var sú önn, því slrandbyggjar voru þar viðsjálli tröllum. Hver þekkir ei Jótanna þrællynda kyn, sem þúsundir sjóhraktra myrti og rændi? Við sævarins brimfreydda, beljandi gin þeir bráðirnar hremdu, hvern máttþrotinn vin. Svo ill voru forlög þín, ágæti frændi. Hið ármilda líknskin úr löðrinu rann; liann lá þar i brúki með snjóföla vanga og vermandi geislarnir vöfðust um hann, sem vildu þeir lífga liinn goðfagra mann, og brunnu í liárinu bjarta og langa. Þá gekk þar að ambátt í geigvænum lnig, sem grimmsoltin kráka hún augunum rendi, hún sjer þar hinn fráa, sem firtur er dug, svo foraði getur ei vísað á bug, — og gullskart á örmum og klæðum hans kendi. Hún reiðir upp vífl sitt í ránfuglamóð’ og rekur í höfuð á máttvana sveini; svo dregur bún lík hans í fallandi flóð og flettir hann klæðum og gersimum hljóð. Hann lá þar, sem svanur í sárum, und steini. En valkyrjur flugu um veðrasal og vöktu hinn liðna, sern bylgjan fal; liann Steinn mátti sigla um sæbláa geima, hjá svanfleygum valkyrjum átti hann heima. Og einherjar fögnuðu fari hans, er flutti alt liðið til goðalands; en saga bað hollvættir hetjunafn geyma og hefndunum skyldu ei aldir gleyma. ★ ★ it ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ f sárum er frægðin þín, fagra land, hún fórst eins og hetjan við eyðisand; en ræningjar viflið þjer reiða að vanga og reyna svo skart þitt og gull að fanga. Huldn. 0 Skúli Magnússon landfögeti. Á 200 ára af- inæli hans, 12. des. 1911, var hans meðal annars minst á þann hátt, að Sigurður Kristjánsson bók- sali gaf út minningarrit um hann eftir Jón Jóns- son sagnfræðing. Er það aukin og endurbætt út- gáfa af riti Jóns um Skúla, sem áður kom út í Safni til sögu íslands. Mörgu er lrjer við aukið, og er þetta mjög fróðleg bók og eiguleg. Framan við bókina er mynd af Reykjavíkurbæ, meðan verksmiðjur Skúla voru þar aðalbyggingin, gerð af Sæm. Hólm, en verksmiðjur Skúla eru fyrsti vís- irinn til þeirrar bygðar í Reykjavík, sem síðan hefur orðið, og telur Jón sagnfræðingur Skúla annan höf. bæjarins, ef Ingólfur Iandnámsmaður sje talinn hinn fyrsti. Fjalla-Eyvindur, leikur í fjórum þáttum eftir Jóhann Sigurjónsson, er nú leikinn hjer í Reykja- vík og mjög vel sóttur. Leikurinn hefur nýlega komið út á dönsku og fengið mikið lof í dönsk- um blöðum. Islensk útgáfa af honum er nú neð- anmáls í Lögrjettu, og mun hann svo koma út í bók á næsta vori. »Sange ved Nordhavet« heilir kvæðasafn eftir Jónas Guðlaugsson, sem Gyldendals bókaverslun í Khöfn liefur nýlega geíið út. Bók þeirri hefur verið vel tekið í dönskum blöðum. Sum kvæðin eru þýdd úr íslensku, úr kvæðasafninu »Dagsbrún«, en önnur eru frumkveðin á dönsku, eða norsku. Höf.; J. G., hefur síðustu missirin verið ýmist í Noregi eða Kaupmannaliöfn. Prentsmiðjan Gutenbcrg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.