Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 2
58 ÓÐINN hefur verið yfir 20 ár í sóknarnefnd og 7 ár ver- ið umsjónarmaður dómkirkjunnar. Hann sat í 11 ár í niðurjöfnunarnefnd kaup- staðarins uns hann var kosinn bæjarfulltrúi 1885 og var það til 1887 og aftur kosinn 1903 og er hann enn í dag í bæjarstjórn. Það starf hefur hann rækt trúlega sem öll önnur, enda verið þar störfum hlaðinn, t. d. jafnan verið í byggingar- nefnd, veganefnd, fátækranefnd o. fl. nefndum. Hann var brunamálastjóri bæjarins í 4 ár. Hinn 12. dag maímán. 1907 var hann viður- kendur sem konunglegur sænskur vísikonsúll í Reykjavík. Kristján hefur um langa hríð flutt mál fyrir undirrjetti, og er það almæli, að oft hafi spreng- lærðir lögfræðingar mátt vara sig þar, sem móti honum var að sækja eða verja, enda hefur hann oft borið hærra hlut í viðskiftum þeim. Hann hefur lengi haft »skrifstofu almennings«, tekið að sjer skuldheimtu o. fl. Ekki er það starf til að auka vinsældir þess, er með það fer, síst þar sem sá hugsunarháttur er ríkjandi, að óhæfa sje, og jafnvel glæpur, að fá menn til að standa við lot- orð sín með laga aðstoð, er engin önnur ráð duga við óreiðu og óskilamenn. Eins og jafnan er um menn, er mikið koma við almenn málefni, hefur Kristján átt sjer óvildarmenn og hafa þeir sísl sparað að nota skuldheimtur hans sem vopn gegn honum í almenningsálitinu. Er það háski mikill og óhæfa, að ala svo rangsnúinn hugsunarhátt og óreiðu manna í milli. En af þessum störfum Kristjáns er það sannast að segja, að svo hefur hann rækt þau, að hann hefur sjaldan fengið á bak sjer nje brjóst álas rjettra málsaðila, heldur hefur samið svo, að báðir hafa mátt vel við una og reynst hinn vægasti og veglyndasti í garð ör- eiga, þvert ofan í álygar og illmæli þeirra, er af forsi miklu en minni þekkingu hafa um hann dæmt og einhvers þótst eiga sín í að hefna. Oss höfuðstaðarbúum er Kristján ekki síst kunnur fyrir leiklist sína. Hann hefur jafnan leik- ið öðru hvoru síðan 1881, eða í 32 ár, í leikfjelög- unum í Reykjavík, oftast verið gjaldkeri í flestum leikfjelögum bæjarins og meðlimur »Leikfjelags Reykjavíkur« frá því það var stofnað. Honum má óefað mjög þakka, hve leikir hafa hjer getað borið sig fjárhagslega, fyrir skynsamlega fjármála- hagsýni hans, auk þess sem hann sjálfur hefur persónulega aukið stórum aðsókn að hverjum leik, er hann hefur leikið í, t. d. Kammeráð Kranz í »Æfintýri á gönguför« ogFranzisku í »Háa C-inu«, Örnúlf úr fjörðum í »Víkingunum á Hálogalandi« og Mörup í »Drengnum mínum«. Hann má heita jafnvígur á að leika sorgar- og gleði-hlutverk — einkum vekur hann þó aðdáun og hlátur áhorf- endanna í gamanleikunum, enda er hann svip- breytingamaður meiri og gerfiförulli en flestir eða allir aðrir íslenskir leikendur. Svipbrigðamaður er hann svo mikill, að hann getur vel borið uppi lil aðsóknar heilan leik með svipbrigðunum einum. þótt hann segi lítið eða ekkert á leiksviðinu. Kristján er tvíkvæntur. Fyrri konu sinni kvæntist hann 25. nóv. 1882, ungfrú Guðrúnu Nikulásdóttur frá Norðurkoti í Vogum, er andað- ist 1908. Börn þeirra eru Guðrún, gift Hans Hofl- mann verslunarm., Þorgrímur cand. phil., kennari í verslunarskólanum, og Kristinn, á verslunarskól- anum. 2 börn þeirra dóu ung. Síðari kona hans er Helga Magnea, ekkja M. Johannesens kaupm. í Reykjavík. Kristján rak um eitt skeið bókaútgáfu og bók- sölu. Fyrsta bók, er hann gaf út, var »Saga hinna tíu ráðgjafa« (ásamt Agli Jónssyni). Hann gaf út m. a. Lögfræðislega formálabók eftir M. St. og L. Svbj., Ljóðmæli Stgr. Thorst. og Matt. Joch., Helga- postillu o. fl. bækur, og voru allar útgáfur hans óvenjulega vandaðar og ólikt betri en útgáfur hjer þá gerðust., Kristján var rilstjóri »Þjóðólfs« 1880 —1882. Hann var og ásamt Einari heitnum Þórðarsyni útgefandi »Suðra«, blaðs Gests Pálssonar, alla tíð, er það blað kom út. Einnig var hann 4. útgefandi ágætisritsins »Iðunn«. Hefur Kristján þannig eigi lítið stutt íslenskar bókmentir og rithöfunda, þótt ekki hafi hann sjálfur gefið sig að ritsmíðum. Kristján er gleðimaður mikill, síkátur, fyndinn og gamansamur, og óvíða hefur verið glaðara á hjalla en inni hjá Kristjáni í þessum bæ í kunn- ingjahóp hans og vina. Þó er hann maður all seintekinn, en seinn að slíta vináttu þar sem hann hefur tekið henni. Hann er ekki allra, en allur þar sem hann er á annað borð. Er svo um hann sem komist er að orði um suma forfeður vora, að hann er »góður vinum en grimmur úvinum«. Hann legst jafnan með kappi og harðfylgi að máli því, er hann vill fram koma, en ekki síður í móti, þar sem honum hrýs hugur við. Hann er ákafamaður og ör í lund, en sáttfús, þótt eitthvað beri á milli í svip. Sá, er línur þessar ritar, hefur haft færi á að kynnast honum vel um mörg ár

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.