Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 6
62 ÓÐINN Það er óhætt að fullyrða, að allir, sem unna fögrum söng og fagurri músík, telja Hátíðasöngv- ana hið ágætasta snildarverk, og þeirmunu geyma nafn hans í þakklátum hjörtum fyrir slíka alda- mótagjöf til kristindómsins og hinnar íslensku kirkju. Sra Bjarni er kvæntur Sigríði dóttur Lárusar Blöndals amtmanns; þau eiga 5 börn, 2 dætur og 3 syni. H. J. SL Kveiktu ljósið. Hvar sem manninum mætir einhver mannúðar blær, ljómar hádegi hjartans, sem til himnanna nær. Par er heiðríkja hugans, par á heiftin ei skjól. Gegnum kaldlyndisklakann skín par kærleikans sól. Hún er orðfá og einföld mín hin örugga trú: Sjerhver eðallynd athöfn er til uppheima brú. Ljettu bróður þíns byrði, pað er betra en alt bakvið himinsins huldu, bakvið hel-myrkrið kalt. Pess kyns leit efti'r Ijósi seilist langt yfir skamt, og pú finnur ei friðinn i þeim fjallgöngum samt. En í máttugri mannúð veittu meðbræðrum skjól; fyrir hug þinn og hjarta er það heimalin sól. Jakob Thorarensen. Sigurður Kristófer Pjetursson. í maíblaði »Óðins« 1906 eru nokkur ijóðmæli eftir Sigurð Kristófer Pjetursson, sem þá var og er enn sjúklingur á holdsveikraspítalanum í Lauga- nesi. Hefur farið þar mikið orð af gáfum hans og námfýsi. »Nýtt kirkjublað« flutti eftir hann 1. okt. síðastl. ár þýðing af enskum sálmi, og segir hann, að lagið við þann sálm hafi verið leikið af söngflokknum á Titanic meðan skipið var að sökkva, en næst á undan því lagið: »Hærra minn guð til þín«. Niðurlagið á þessum sálmi í þýðingu S. Kr. P. er svohljóðandi: »Halt mjer uppi, svo jeg sökkvi’ ei, sýn mjer opinn himininn, föðurlega fyrirgefning, frið og helgan kærleik þinn«. Kirkjubl. minnist svo á S. Kr. P. á þessa leið: »Hann er ættaður úr Ólafsvík á Snæfellsnesi og fluttist á spítalann þegar hann var reistur. Var hann þá nýkominn yfir fermingu. Ber þeim sam- an um það lækni og presti spítalans, sem báðir eru honum nákunnugir, að öllu greindari og nám- fúsari ungling íslenskan hafi þeir aldrei þekt. Hann er sí-lesandi og ver því litla, er hann getur unnið sjer inn, öllu í bækur. Ýmsir hafa heyrt hans getið fyrir esperantó-þekkingu hans. Hann hefur með öllu tilsagnar- laust lært það svo vel, að hann getur eigi aðeins skilið það, rit- að og talað, heldur yrkir hann á því. Hann liefur snúið stöku kvæði eftir Jón- as Hallgrímsson á esperantó, og þýðing hans á »Bára blá« þykir ágæt, og er fyr- löngu komin út í rit- um esperantista. S. Kr. P. hefur afl- að sjer mikillar tungu- s- Kr- i'jetursson- málaþekkingar; skilur hann fyrst og fremst Norðurlandamálin öll, og auk þess þýsku og ensku. Hann hefur og mikið lesið náttúrufræðisrit, og kynt sjer ýmislegt, sem lýtur að sálarfræði. Enn fremur hefur hann kynt sjer söngfræði svo vel, að hann hefur kent sumum af sjúklingunum að leika á harmóníum. Tveir læri- sveinar hans hafa nú um undanfarin ár leikið til skiftis á hljóðfærið við guðsþjónustur á spítalan- um. Sjálfur getur S. Kr. P. ekki leikið margradd- að á hljóðfæri, því að hann nýtur ekki handanna að fullu (hefur mist suma fingurna). Og alt hefur hann komist þetta tilsagnarlaust, nema hvað yfir- hjúkrunarkonan, ungfrú H. Kjær, hefur sagt honum og nokkrum fleiri af sjúklingunum til í dönsku. Ann- ars er S. Kr. P. við fremur góða heilsu, enda lifir hann eftir nýtísku-kenningum heilsuspekinganna:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.