Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.11.1913, Blaðsíða 8
64 ÓÐINN berg segir, að margir hafi lengi verið sárir og lerkaðir eftir þessa meðferð. Eftir hina eiginlegu deposition komu svo /10- nores depositionis; fór sú athöfn fram í öðru lier- bergi og var framkvæmd af dekanus heimspekis- deildar liáskólans. Fyrst hjelt hann ræðu til allra á latínu; svo gaf hann hverjum einstökum nokkur saltkorn í munninn og sagði um leið einhver spak- mæli á latínu. Þetta var visdómsins salt. Einnig helti hann um leið nokkrum víndropum á höfuð hvers um sig til þess að örfa og styrkja andann, Að lokum tilkynti hann þeim í nýrri ræðu, að nú væru þeir orðnir sannir studiosi og óskaði þeim til hamingju. Síðar sama daginn voru þeir ritaðir inn í háskólaprótókollinn og látnir vinna eið að lögum háskólans, er upp voru lesin fyrir þeim. Jafnframt og hinir ungu menn voru þannig, eftir margar þjáningar, orðnir háskólaborgarar, fengu þeir mikið frelsi og rjetfindi. Þeir höfðu leyfi til að reika um í bænum í ýmiskonar undar- legum dularbúningi, með »öskupoka og prik«, og láta allskonar kringilátum á götum og í görðum, erta borgarana o. s. frv. Þetta spaugilega frelsi var, eins og gefur að skilja, oft vanbrúkað, og varð háskólastjórnin iðu- lega að skerast í leikinn. Smátt og smátt var svo farið að takmarka þetta frelsi, og eins fór smátt og smátt að draga úr depositions-siðunum, þar til aðeins honores urðu eftir, með saltinu og víninu. En þessi athöfn — sem í mínum augum er falleg — lagðist niður á Holbergs tíma og var síðast framkvæmd af Hans Gram 1729, en liann var þá dekanus heimspekisdeildar liáskólans. Eflir var þá aðeins ræðan, sem átti að vera áminningarræða til hinna ungu manna, og það er liún, sem með ýmsum breytingum liefur haldist við alt til okkar daga og nú er falin rektor liáskólans. Og í stað hátíðlegs upplesturs hinna ströngu liáskólalaga fyrri alda og eiðfestingar til rektors um að halda þau, er nú það komið, að þið eigið bráðum að rjetta mjer hendur ykkar til merkis um, að þið ætlið að gera ykkur alt far um að halda sem best hinar einföldu og, jeg get vel sagt, alveg sjálfsögðu reglur, sem dregnar eru út úr nú- gildandi liáskólalögum og aflientar ykkur með há- skólaborgarabrjefunum. Eins og tíminn hefur numið burtu hið mesta af hinum fornu siðvenjum, svo hefur hann einnig numið burtu hið mesta af gamla nafninu: deposi- turus. Aðeins síðasta samstafan lifir enn í orðinu — Rus.1) Svo er sagt að á því standi. En hver svo sem uppruninn er, þá er þetta stutta nafn orðið eldgamalt við háskóla okkar. Það var þegar á Holbergs tíma komið þar upp, en var þá og lengi siðar uppnefni, notað í skopi af eldri stú- dentum til þess að erta þá yngri, einn liður í röð af meira og minna ósæmilegum ertingum frá hálfu hinna eldri, sern tíðkuðust bæði á háskólanum sjálfum og á götum úti og oft kvað svo mikið að, að liáskólastjórnendurnir urðu að skerast í leikinn með vopnum — síðast 1835«. Þelta er aðeins inngangur að ávarpsræðu Jun- gersens rektors til hinna nýju stúdenta, en að honum loknum snýr hann að öðru efni. # í Olafsrímu Einars Benediktssonar (Hrannir, bls. 45) er ein perlan þessi vísuhelmingur: Minsta syndin einatt á upptök mestrar hrygðar. En sökum þess, að fyrri helmingurinn, er svo hljóðar: Hinsla binda endann á eyðing Vesturbygðar, stendur í sambandi við efnið í næstu vísu á und- an, getur vísan ekki orðið munntöm sjálfstæð, eins og síðari blutinn á skilið. í von um að það ekki slyggi liöf., hef jeg leyft mjer að skeyta framan við þetta spakmæli hans þannig: Fláa lyndið meinast má myrðir flestrar dygðar. Smáa syndin einatt á upptök mestrar lxrygðar, og vantar lítið á, að hún sje al-samfeld. En vitan- lega er ekki ætlan mín með þessu, að bæta um kveðskap E. B. Þetta verður sjálfstæð staka, sem efnið í að miklu leyti er lánað hjá honnm. B. B. & 1) Nýir stúdentar við Khafnarháskóla kallast »Ru- ser« fyrsta veturinn. Prcntsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.