Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 70

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 70
70 ÓÐINN o« hrukku honum stundum stökur. Hitt gat jeg rent grun i, að ekki mundi hver og einn vefja honum um flngur sjer, þegar fram í sækti, en þó vissi jeg þá ógerla, hver stálvilji bjó undir þessu rólega yfirbragði. Maður einn, sem var gagnkunn- ugur Guðmundi, hefur sagt mjer, að hann hafi oft mint sig á Grelti Asmundarson bæði í viðvik- um og tilsvörum. Guðmundur fór heim um vorið og kom eigi aftur í skólann nema einu sinni á námsskeið. Settist hann um kyrt á Hafursstöðum. Þar bjuggu foreldrar hans, Gunnlaugur Flóventsson og Jak- obína Sigurjónsdóttir frá Ærlæk, og áltu 5 börn, er voru á legg komin og mannvænleg. Ilvorki þurftu þau að sækja úrættis vitsmuni nje atorku. t*eir feðgar Gunnlaugur og Flóvent höfðu búið á Hafurstöðum hvor eftir annan. Móðir Gunnlaugs hjet Helga, dóttir Guðmundar Magnússonar í Vatnshlíð í Húnavatnssýslu, merks bónda og nafn- kends um þær slóðir. Annar sonur þeirra hjóna var Pórður bóndi í Svartárkoti, faðir síra Er- lendar í Odda. Faðir Flóvents var Þórður Þórð- arson, bóndi í Grjótgarði á Þelamörk i Eyja- fjarðarsýslu, og var kona hans María Oddsdóttir, systir Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests. Einhvern tíma áður en Guðmundur var í kenn- araskólanum hafði hann verið lærisveinn Guð- mundar Hjaltasonar, hins bjartsýna, trúarslerka og óþreytandi alþýðukennara. Ekki veit jeg hvort þá hefur fyrst kviknað hjá honum sú umbótaþrá, er brann honum í skapi um þessar inundir og þaðan í frá svo björt og heit. Hann var svo skapi farinn, að hann hafði af engu eins mikla ánægju og því að liðsinna þeim, sem að einhverju leyti virtust vera albogabörn hamingjunnar, en hann var jafnframt nógu vitur til að sjá og skilja, að engin bjálp er eins holl og affarasæl og sú, að stuðla til þess með góðu uppeldi, að sem fleslir verði nýtir menn og góðir. Góð alþýðumentun var í augum hans undirstaða allra þjóðþrifa og hann var staðráðinn í að vinna að henni áf öllum mælti svo lengi sem honum entist aldur. í því skyni ætlaði hann sjer að koma skóla á stofn í átthögum sínum og kenna sjálfur. Til þess þurfti fje. t*að vildi hann ekki sækja til annara, og hann var líka ókvíðinn um, að sjer mundi takast að afla þess sjálfur, og það heima hjá sjer. Vel hafði verið búið á Hafursstöðum. Jörðin er víðlend eins og margar fjallajarðir, beitiland ákaf- lega mikið og kjarngolt að sama skapi, en slægjur rýrar. Guðmundur áleit, að þær mælti svo bæta með áveitu, að jörðin yrði hið mesta höfuðból. Það var að vísu mikið verk, en það óx honum ekki í augum. Vorið 1912 fjekk Gunnlaugur bóndi þeim Guð- mundi og Helga bróður hans ábúð á hálfri jörð- inni móti sjer og nokkurn fjenað, en Halldóra systir þeirra var bústýra hjá þeim. í samlögum voru þó feðgarnir um vinnu og kostnað til jarða- bóta. Var nú frýjulaust tekið til framkvæmda, bygð upp bæjarhús, og fjenaðarhús af nýju, túnið girt og sljettað og sömuleiðis tún á eyðibýli, er lá undir Hafursstaði, gerðir matjurtagarðar, byrj- að á áveituskurði o. fl. Guðmundur var elstur systkinanna, lagði hann mest ráðin á, ætlaði á og reiknaði út, en Helgi var hagur á alt, er hann tók hönduin til. Báðir voru þeir víkingar til vinnu og samhentir um allar framkvæmdir. 1*0 að fast væri fylgt vinnunni, var gestrisni mikil á Hafur- stöðum. Guðmundur var höfðingi í lund og ekki smátækur, ef þvf var að skifta, það var ekki heldur neinn ógerðarbragur á hjálpseminni út í frá, þar sem það Hafursstaðafólk hljóp undir baggann. Bær heitir Svínadalur að vestanverðu við. Jökulsá, næsti bær við Hafursstaði og þó ekki allskamt á milli. Er bæði ferja á ánni að vetrar- lagi og strengur yfir gljúfrið til að skjóta yfir um brjefum og smáböglum. Par í Svínadal bjó fátækur fjölskyldumaður. f*að bar til um vetur, að kona hans ól þríbura og andaðist, en sjö voru börnin fyrir og heimilið mjög bágstatl eftir, bæði utan bæjar og innan. Þá var brugðist vel við á Hafursstöðum. Meðan annar bræðranna fór í blindhríð að sækja lækni langa leið, ílulti hinn mat og annað, er mest skorti, yfir í Svínadal. Síðan skiluðu bræðurnir þaðan fóðrafjenaði heim til eigenda, en björguðu fje bónda með heyi frá sjer. Guðmundur var með annan fótinn í Svína- dal veturna eftir að kenna börnunum, og þegar að því var komið litlu síðar, að bóndi væri flæmd- ur frá jörðinni, skarst Guðmundur í leikinn og fjekk borgið málinu með lagi og skörungskap. Nefni jeg þetta dæmi eitt um bjálpsemi hans. Jafnframt öðrum önnum var Guðinundur vak- inn og sofinn í því að búa sig undir kennarastarf, og á hverjum vetri kendi hann börnum þar í átthögum sínum. Hann lærði bæði dönsku og ensku, aflaði sjer bóka, óvenju margra og góðra, og las mikið, einkum í uppeldisfræðum og nátt- úrusögu. Var hann orðinn furðulega fróður um íslenska náltúru, einkum fugla og jurtir, og hafði komið sjer upp allmiklu safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.