Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 81

Óðinn - 01.01.1921, Blaðsíða 81
ÓÐINN 81 hlut. Þótti nýtísku spjátrungum hún höggva nærri kurteisisbroti í orðum, en allir, sem þektu til hlítar hennar mörgu og stóru kosli, virtu slikt á betri veg. Þegar Vigdís var um tvítugt komst hún í stór- an lífsháska. Fjell hún af hesti í Hvítá á Fróða- staðavaði. Var hún með fleiru fólki, á leið til Síðumúlakirkju. Áin var bæði straumhörð og djúp. Meðal þeirra manna, sem í förinni voru, var Eyjólfur Jónsson bóndi á Hurðarbaki. Hann var maður snar og öruggur, en í þetta sinn á lítt traustum hesti. Sneri hann því til lands og náði úrvalshesti frá örðum, sem í förinni var. Varð þá fyrst að spretta af honum söðli. Meðan á þessu stóð fleytti straumurinn Vigdísi ofan alla á. Eyjólfur hleypti hestinum rriður með ánni þar til hann er kominn nokkru neðar en þar sem Vigdís flaut. Hleypti hann hestinum þar á sund, og gat gripið hana og dregið til lands. Var liún þá meðvitundarlaus, raknaði þó við um sfðir. Eyjólfur þótti frægur af, að grípa þessa miklu myndarstúlku úr dauðans- greipum. Þegar Vigdís komst aftur til meðvitundar, saknaði hún þeirrar sælu, er liún fann sig vera að nálgast meðan hún vissi ekkert í þennan heim. Faðir hennar var þá fyrir nokkru látinn. Hafði hann söngrödd fagra og þýða, svo orð var á gert. Fanst Vigdísi hún vera komin í mikinn sal þar sem faðir hennar og flelri menn sungu unaðs- legar en hún hafði áður heyrt. — Þótt æfi Vigdísar sýndist mjög auðnurík eftir þetta, mættu henni þó ýmsar raunir. Saknaði hún þá hinnar miklu sælu er henni fanst hún vera að nálgast stundina þá, sem hún var á milli lífs og dauða. Þegar þau giftust Hannes og Vigdís, var veitsla stór í gömlum stíl. Boðsmenn voru á annað hundrað. Komu þar saman allir betri bændur í efrihluta Borgarfjarðar, auk margra annara. Byrjaði þá strax rausn sú og myndarskapur, sem upp frá því ríkti á heimili þeirra hjóna. í þessu stóra boði var ekkert sparað, hvorki vistir nje vín. Alt fór þó siðsamlega fram. Voru Borgfirðtngar þar á undan samtíð sinni, að þeir kunnu langflestir að gæta hófs í vínnautn. Ekkert var fjær Magnúsi á Vil- mundarstöðum og sonum hans, en slark og rudda- skapur. Gegn því voru þeir áhrifamenn án orða. Jeg, sem þetta rita, er einn af þeim fáu, sem nú eru á lífi, þeirra er brúðkaup þetta sátu. Var jeg yngstur borðsmanna, átta ára gamall. Það kom fljótt í ljós að þau hin ungu hjón voru vaxinn því starfi að stýra hjúum og búi. Urðu þau svo hjúasæl, að þau höfðu alla sína búskapartið úrvalsfólk, bæði konur og karla. Vinnan var drifin með krafti og kappi, en bæði þökkuð og launuð vel. Urðu ýmsir af vinnumönnum þeirra stórbændur síðar, svo sem Erlendur á Sturlureykj- um og Jakob á Varmalæk og fleiri. Fóru menn með notadrýgri þekkingu til búskapar frá slíkum heimilum heldur en nú fæst með landshorna- hringli Var ekki heldur lítilsvirði traust það og vinátta, sem menn nutu eftir á hjá slíkum húsbændum. Þau Deildartunguhjón lifðu 34 ár i hjónabandi. Stóð bú þeirra og fjárhagur alla þá tíð í blóma. Voru þar í öllum árum svo miklar nægtir heyja og matar, að þangað var flúið, er hina fátækari þraut. Var þá tiðum að hvorki var mælt nje vegið það sem úti var látið, enda þá ekki ætlast til endurgjalds. Skar þá húsfreyja aldrei neitt við neglur. — Sigmundur Guðmundsson bóndi í Görð- um á Akranesi var einn af þeim úrvalsmönnum, er þau hjónin höfðu. Hann sagði mjer til dæmis um góðsemi þeirra og rausn, að eitt sinn er hann kotn heim frá vorróðrum og hafði sem oftar aflað vel, bar hann fisk á fitnm hestum bæði heitann og saltaðan. Þegar heim kom fögnuðu þau hjón honum vel að vanda. Þótli þeim, sem var, vel aflað. Gerðu þau þá strax þá ráðstöfun, að ekki væri tekið af nema fjórum hestunum þar heima. Méð fimta hestinn var þegar sent til fátækrar ekkju þar i grendinni, sem hafði fyrir ómegð að sjá. Gáfu þau henni klyfjarnar af þeim hesti. Þelta er aðeins eitt dærni af mörguni þessum líkum. Sýndu þau það jafnan í framkomu sinni, að þau gleyindu ekki þeirri guði þóknanlegu fórn, vel- gerðarsemi og greiðvikni. — Þau tóku mörg börn til fósturs og sýndu þeim ást og ræktarsemi. Ljetu þau sjer jafnant uin mentun þeirra og menning sem sinna eigin barna. Hannes var hreppstjóri Reykdæla næstum alla sína búskapartíð. Að örðu leyti hjelt hann sjer lítið fram til opinberra starfa. Var hann heimilis- rækinn og sístarfandi, en frábitinn öllu vasi útá- við. Var það sameiginiegt með alla þá Vilmundar- staðafeðga, að þeir ræktu kappsamlega þann fjár- afla, sem fæst með heiðurlegu starfi, en vöruðust alt kaupsýsl og brask. Nutu þeir maklegs lofs fyrir það, hve þeir voru vandir að virðingu sinni í því, að hið fengna fje væri vel til komið. í sjóðum þeirra fúnuðu ekki fjármunir fátækra. Þau Deildartunguhjón eignuðust ellefu börn, Fjögur þeirra dóu 1 bernsku, þrir synir og ein dóttir. Til aldurs komust: Magnús, er druknaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.