Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 bæjar, sem þau þó vissu engin deili á áður. Eru börnin hin efnilegustu, piltur og stúlka. Var annað þeirra fimm, en hitt fjögra vetra, er þau komu til fósturforeldra sinna. Frú Anna er ein af þeim kon- um, að því er kunnugir segja, sem lítið hefur borið á út á við, en á samt miklu meiri þátt en margan grunar í ýmsum mannkærleiksverkum. Sem dæmi þess, hve þau hjónin hafa reynst þeim raungóð, er þau hafa tekið trygð við, má geta þess, að nú fyrir nokkrum árum var hjá þeim vikastúlka fyrir innan fermingaraldur. Varð hún fyrir þeirri mæðu að fá skæðan sjúkdóm, er verður ekki læknaður hjer á landi. En þá kosta þau hana til Khafn- ar, svo að hún þyrfti ekki að fara á mis við bót við böli sínu, sökum efnaskorts. — Sumarið 1902 fluttist ]. P. hingað til Rvíkur. Eftir ný- árið rjeðst hann sem bókhaldari til Bry- desverslunar, og var þar þangað til 1909, eða um það leyti sem hún lagðist nið- ur. Þá um haustið var hann fenginn til þess að aðstoða rannsóknarnefnd þá, er var skipuð til þess að »rannsaka allan hag Lands- bankans«. Var hann sjerstaklega ráðinn til þessa starfa af því að hann mun hafa verið talinn þekkja mörgum fremur til manna og málefna út um land, ekki síður en hjer í Rvík. Tók hann við störfum í Landsbankanum í janúar 1910. Tveim árum síðar, eða 1912, var J. P. settur gjaldkeri bankans með fullri ábyrgð, og veitt þetta embætti 7. maí 1914, og hefur hann gegnt því síðan. ]ón Pálsson er einn af þeim mönnum, er hefur að mestu lagt sjálfur þann mentaveg, er hann hefur gengið, en ekki þrætt hina beinu og ruddu braut skólanámsins. Undirstöðumentun sína fjekk hann á miklu og fjölmennu sveitaheimili, þar sem honum, ekki síður en öðrum, var haldið mjög að vinnu og vaninn á staka reglusemi. Þar lærðist honum að fara sparlega með hið dýrmætasta »pund« — tímann. Hann fór að stunda sjó á unga aldri, »reri út«, sem kallað var, þegar hann var á fjórtánda árinu. Mun hann hafa róið um tuttugu vetrarvertíðir; þrjú ár reri hann hjer á Seltjarnarnesi, en lengstum stundaði hann sjó Stokkseyri á opnum bátum, því að þá þektust ekki vjelbátar austanfjalls. í barnaskóla hefir ]ón verið samtals 9 mánuði. Það kom mjög snemma í ljós, að J. P. var mjög fróðleiksgjarn og framsækinn um mentun, eftir því sem þá var títt um unga menn. Varði hann öllum tómstundum sínum heima til þess að menta sig. ]. P. hefur starfað mikið í þjónustu almennings. Hann kom á fót skóla fyrir sjómenn austanfjalls, á meðan hann stundaði þar sjó. Var skólinn nefndur »Sjómannaskóli Ár- nessýslu«. Starfaði hann marga vetur og var styrktur af fje sýslunnar. ]ón Pálsson var þar vit- anlega aðalkennar- inn. Það mun mega fullyrða, að ]. P. hafi ekki tekið neina borgun fyrir kenslu sína við þennan skóla, því að skóla- málið var honum hjartfólgið áhuga- mál. Kenslan var ókeypis, en styrk þeim, er sýslan veitti, var varið til áhalda- kaupa og annars, er skólinn þurfti til rekstursins. Það, sem kom ]. P. til þess að beita sjer svo mjög fyrir sjómannaskólamálið og leggja eins mikið á sig og hann gerði til þess að halda skólanum sem lengst og best við líði, var það, að honum blöskraði að sjá hvernig »landlegudagarnir« fóru til ónýtis. Og þeir voru stundum fullar þrjár vikur samfleytt. Eru margir af þeim, sem »útskrifuðust« úr þessum skóla, gildir bændur, útgerðarmenn, skipstjórar og jafnvel alþingis- menn. Um þessar mundir gengu stundum um 50 skip frá Stokkseyri, og munu því oft hafa verið um 600 til 700 sjómenn. En eins og gefur að skilja, var ekki nema lítill hluti þeirra, er sótti skólann. Skýrslur yfir skólahaldið munu vera til enn. Þess má og geta, að ]. P. »gaf út« í mörg ár handrituð sveitablöð, — því að þá var engin prent- smiðja fyrir austan fjall. Hjetu blöð þessi »Kveld- úlfur«, »Ðergmálið« og »Gangleri«. Voru þau tvær þjettskrifaðar arkir í »folio«-broti og komu út viku- Anna Adólfsdóttir. ]ón Pálsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.