Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 43
ÓÐINN 43 lensku sálmalögin, eins og þau voru sungin í kirkj- unum, að finna nema hjá honum. Hann náði þeim með þeim hætti, að hann fjekk gamlan mann ofan ur Borgarfirði, Guðmund Ingimundarson að nafni, til þess að syngja um 200 sálmalög fyrir sig í »Fono- graf«. Guðmundur þessi hafði verið mikill söngmaður og forsöngvari í Borgarkirkju um margra ára skeið, og altaf sungið »gömlu lögin«. Nú geymast þessi lög um aldur og æfi, og er þetta eitt hið markverðasta safn, er fram líða stundir, og einstætt í sinni röð. Agrip af æfisögu Guðmundar Ingimundarsonar birtist í Oðni fyrir nokkrum árum. Loks má og geta þess, að ]. P. hefur safnað ljósmyndum af ýmsum sjer- kennilegum gömlum mönnum. Hafi hann mætt slíkum mönnum á götunni, hefur hann haft það til að bjóða þeim heim til sín og biðja þá að lofa sjer að láta taka mynd af þeim, er hann hefur verið búinn að »dubba þá upp«, látið þá fara í önnur yfirhafnarföt, ef þeir hafa verið miður vel til fara, og setja upp hálslín. Af mörgum slíkum mönnum eru þetta einu myndirnar, sem til eru. Bókasafn á ]. P., en ekkj getur það mikið heitið, en í því eru margar fágætar bækur, sjerstaklega sögubækur og söngfræðirit, bæði innlend og útlend. Það má kalla ]ón Pálsson höfund Sjúkrasam- lagsins, sem má hiklaust telja með hinum allra þörf- ustu samtökum, er hafa orðið hjer á landi. Fyrsta hugmynd ]. P. um sjúkrasamlag varð þannig til, að hann kyntist dönskum bakara, er fluttist til Eyrar- bakka um 1884, N. C. Bach að nafni. Hjá honum sá hann lög fyrir »Bagernes Sygekasse for Köben- havn og Omegn«, og vissi að bakarinn fjekk stund- um ríflegan styrk úr þessum sjóði, þegar hann sendi skýrslu um veikindi sín. Um aldamótin voru tveir æskuvinir ]. P. erlendis við nám. Voru það bræð- urnir Sigurður ]ónsson, sem nú er læknir í Þórshöfn í Færeyjum, og Sigurjón P. ]ónsson skipstjóri. Sig- urður var á háskólanum í Khöfn, en Sigurjón á sjó- mannaskóla í Noregi. ]. P. bað þá að útvega sjer alt hvað þeir gætu af upplýsingum um sjúkrasamlög, lög og skýrslur. Sendi Sigurður honum mikið af slíkum bókum, bæði frá Danmörku og Þýskalandi, og Sigurjón einnig frá Noregi. En þá hafði ]. P. svo mikið starf á hendi við Ðrydesverslunina, að hann sá að sjer mundi ekki vinnast tími til þess að undirbúa sjúkra- samlagsstofnun svo vel sem þörf væri á, þar sem hjer var um algert nýmæli að ræða. Fór hann þess vegna til Guðmundar landlæknis Björnson með öll þau gögn, sem hann hafði viðað að sjer, og bað hann að hrinda málinu af stað. Hann gerði það bæði fljótt og vel, sem vænta mátti. Hann flutti rjett á eftir fyrirlestur um sjúkrasamlög, og fékk kosna fimm manna nefnd til þess að sjá málinu farborða. I þeirri nefnd voru þessir: Guðm. landlæknir Björnson, Hall- dór Daníelsson hæstarjettardómari, Eggert Claessen bankastjóri, Sæmundur prófessor Bjarnhjeðinsson og Klemens ]ónsson fyrv. landritari. Nefnd þessi var kosin af Oddfellow-reglunni, enda hafði málið ekki komið annarstaðar fram. Og þar var það tekið til rækilegrar athugunar, áður en ]. P. rjeðist í að stofna það. Það var stofnað 12. sept. 1909 og kallað »Sjúkra- samlag Reykjavíkur«. Það hef jeg eftir kunnugum manni, er starfað hefur við sjúkrasamlagið, að ]. P. hafi verið aðalmáttarstoð í þessu fjelagi, alt frá því að það var stofnað og fram á þennan dag, og að hann hafi lagt á sig afskaplega vinnu fyrir það, og verið formaður þess frá því að það var stofnað. Það sjest á því, sem hjer að framan er sagt, að ]ón Pálsson hefur haft mörg áhugamál. En mesta áhugamálið er þó enn ótalið. Það er sönglistin. Ef hann hefði ekki látið þarfir annara verða sjer skipun til þess að láta sitt eigið hjartfólgna áhugamál sitja á hakanum, mundi hann nú vera kominn eins langt í sönglist og þeir, er lengst eru komnir af hjerlend- um mönnum. En hann hefur orðið að hafa jafnan mörg járn í eldinum — annara vegna. Þegar hann var 11 vetra, heyrði hann fyrst organ- slátt. Bjarni bróðir hans tók hann með sjer út á Eyr- arbakka, er hann fór þangað til þess að æfa sig. Og svo hugfangjnn varð pilturinn af því að hlusta á æf- ingarnar, að hann sat sem steini Iostinn það sem eftir var dagsins og gat ekki um annað hugsað. Var þá vöknuð hjá honum óslökkvandi þrá til þess að læra að leika á hljóðfæri. Þá var það, að Einar Ein- arsson (er síðar varð organleikari og smiður í Hafn- arfirði, faðir Sig. E. Hlíðar dýralæknis og þeirra systkina) kom að Seli, til þess að læra hjá Bjarna bróður ]. P. Hann kom þá með ofurlítið harmóníum. Við þetta magnaðist löngunin um allan helming hjá ]óni, sem von var. Það varð og til þess að móðir hans varð hvað eftir annað að fara á fjörurnar við föður hans, en málið var mjög torsótt og lengi tví- sýnt um úrslitin. Svo hugkvæmdist þeim, mæðginun- um, að fá Bjarna í lið með sjer. Hann kvað nauð- synlegt, að einhver annar kynni að leika á hljóðfæri þar í sókninni, því að vel gæti verið að hann yrði forfallaður eða fjelli frá. En þá var eftir að vita, hvort drengurinn gæti fengið tíma til þess að gefa sig við þessum »óþarfa«. ]ú, hann fjekk það; eftir »gegn- ingar« mátti hann hlaupa suður í Stokkseyrarkirkju,

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.