Óðinn - 01.01.1929, Page 3

Óðinn - 01.01.1929, Page 3
ÓÐINN 3 sem hver fyrir sig tekur 3—4 menn í sæti. Önnur er ríkisstúkan, fyrir ráðherra og konung. Hitt er kallað fyrst um sinn gestastúkan, án þess þó að sendimenn sjerstakra ríkja hafi nokkurn stöðugan aðgang að henni. Uppi á pallinum verða alls 95 sæti. Ekki er ætlað fyrir því að nokkur maður standi í leikhúsinu. Utan með áhorfendasætunum báðumegin eru stórar fatageymslur, og uppi yfir forstofunni er salur fyrir áhorfendur milli þátta, og þar verða einhverjar veitingar. Fyrir handsnyrt- ingu og þess háttar verður sjeð uppi og niðri, bæði fyrir konur og karla. Rennisviðið. Þegar Adam Poulsen voru sýndar teikningarnar, var ekki búið að draga hringinn, sem afmarkar rennisviðið — hreyfisvið kallar Skúli Skúlason það í »Fálkanum«. — Þá lauk hann miklu lofsorði á teikningarnar, og hve vel öllu væri fyrirkomið, en bætir svo við: »En þarna ætti að vera rennisvið«. Jú, það átti að koma frá upphafi. Rennisviðið er að ryðja sjer til rúms erlendis. Nú er það »Det nye teater« í Höfn, sem hefur ein- asta rennisviðið á Norðurlöndum. í sumar verður rennisvið sett upp á konunglega leikhúsinu í Höfn. Frá dramatiska leikhúsinu í Stokkhólmi var sendur út maður til að líta á leik- svið annarstaðar, og hann kom í þeirri ferð upp í Det nye teater, og þótti til- tækilegast, að láta byggja rennisvið á dramatiska leikhúsinu í Stokkhólmi. Rennisviðið gerir það svo auðvelt að skifta um leik- R'- svið, og sparar mjög vinnu- r-ILLl , , kraft við leiksviðið. Renni- sviðið er lárjett, en sætin fyrir áhorfendurna verða að hækka meira en ann- ars. Lárjett leiksvið er mjög til þæginda. Það er r-T betra að ganga á því og 1 dansa og öll stofugögn fara betur með sig á lárjettu gólfi en höllu. Á Det nye teater átti að sýna leikrit með 12 leiksviðsbreyting- um. Þrisvar mátti nota ’V E STURHLIDí

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.