Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Fimmtudagur 10. október 1963 — 219. tbl. 500 REYKJAVÍKURBÍLAR ✓ ✓ I OREIÐU VIÐA UM LAND > s s "í Margir bílar hafa verið teknír lögtaki að undan- förnu, þar sem eigendurnir hafa ekki hirt um að greiða af þeim skatt né færa þá til skoðunar. Hér sjást bílarnir, sem dæmdir hafa verið úr leik, og lögreglan hefur flutt inn í Vökuport, þair sem þeir verða annaðhvort leystir út eða boðnir upp á næst- unni. Ljósm. Alþbl. J.V. EFNAHAGSMÁL MEGIN- VERKEFNI ALÞINGIS EFNAHAGSMALIN verða höfuðvið- fangsefni Alþingis næstu vikur og mánuði, að því er bezt verður séð nú í þingbyrjun. Má búast við, að ríkis stjórnin beiti sér fyrir ráðstöfunum til að varðveita gildi krónunnar, sem margir hafa talið í nokkurri hættu vegna þróunar kaupgjalds- og verð- lagsmála undanfarna mánuði. Ríkisstjórnin hefur setið á fund- um undanfarnar vikur og rætt þessi mál ásamt mörgum öðrum, sem hún hefur í hyggju að leggja fyrir þing ið. Hefur Alþýðublaðið frétt, að for- ustumenn stjórnarflokkanna séu stað ráðnir að fyrirbvggja gengislækkun. Að vanda verða fjárlög fyrir árið 1964 lögð fram í byrjun þings, GÆIIR AHRIFA FLORU HER? en fyrsta umræða um þau er venju lega fyrsta stjórnmálaumræða, sem útvarpað er frá hverju þingi. Talið er, að fjárlög muni hækka um 4—500 milljónir króna í heild fyrst og frémst vegna hinna miklu kaupliækkana, sem starfsmenn ríkis og ríkisstofnana hafa fengið á þessu ári. Hins vegar hafa tekju liðir ríkisins hækkað verulega lika, þar sem innflutningur og við- skipti hafa aldrei verið meiri og tekjur manna hærri en nokkru sinni fyrr. Undanfarin fjögur ár hefur ver- ið unnið að margvíslegri umbóta- löggjöf í ráðuneytunum. Var fjöldi frumvarpa lagður fram á síðustu þingum, sérstaklega síðasta vet- ur, og mun aldrei á einu þingi hafa verið afgreidd víðtækari og fjölbreyttari löggjöf en þá. Hins vegar voru ýmis mál sýnd til að vekja um þau umræður, þótt ekki ynnist tími til að afgreiða þau í fyrra, og munu þau ásamt nýjum málum á ýmsum sviðum verða lögð fyrir þingið á komandi vetri Vafalaust verða harðar umræður um efnahagsmálin á þinginu sem hefst í dag. Mun ríkisstjórnin þar Framh. á bls. 10. Reykjavík, 9. okt. — KG. Undanfarna tvo daga liefur ver- ið gert lögtak í 48 bílum, sem ekkl hefur verið sinnt um að greiða af skatta né færa til skoðunar. Mik- ið af bílum þessum hafa þegar verið fluttir inn í Vökuport og þar munu þeir verða boðnir npp eft- ir hálfan mánuð til þrjár vikur, hafi eigendur þeirra ekki staðið i skilum á opinberum gjöldum og séð um að koma þeim til skoðun- ar. Þegar er búið að greiða af 3 þeirra og búast má við að fleiri gefi sig fram áður en til uppboðs keraur. Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóraskrifstofunni er þetta fyrsta uppboðið á árinu á bilum vegna skuldar eigendanna við Gjaldheimtuna. Allir eru bílar þessir gamlir, árgerðir frá 1947 til 1955. Mjög eru þeir misjafnir og mætti frekar kalla suma þeirra hræ en bíla, en sumir og þó sér- staklega þeir nýrri eru vel gang- færir og einstaka í ágætu lagi. Þegar er búið að taka alla þessa bíla úr umferð og hefúr lögreglan tekið númerið af þeim. Hjá Tollstjóra var sagt, að ekki hefðu ftmdizt eigendor að bess- um bílum öllum og hefði einn vis- að á annan, enda margir verið í Framli. á Iils. 19, MHHUWMUIHMMMMMmW I RÍKISRÁDS4 IFUNDUR || Á FUNDI ríkisráðs í Reykjavík í dag staðfesti forseti íslands ýmsr ar afgreiðslur. sem farið liöfðn fram utan fundar. Ennfremur féilst forseti á tillögu um breyt- ingu á reglugerð fyrir Háskóta íslands og að l'ögð yrðu ýmis laga- frumvörp fyrir Alþingi, er þai kemur saman. Þeir eru ekki orðnir margir bátarnir, sem smíðaðir voru fyrir aldamót. Millý RE 39, mun nú vera elzta skip fiotans, en hún var smíðuð í Grímsey árið 1883 úr eik. Þetta ágæta skip er þvi búið að kljúfa öldurnar í rétt 80 ár. Hér á myndinni er hún ekki í amalegum félagsskap. Svolítið til vinstri og á bak við hana sjáum við íburðarmikla kinnungana á Húna II. og aflaskipinu Gróttu, sem bæði eru 80 árum yngri en Milly. Þó er ekki að sjá, að garnla konan fyrirverði sig fyrir umhverfinu. Hún var líka stássleg að sjá, nýmáluð og uppdubbuð. Ljm. GO. .......«VI Reykjavík, 9. okt. — GO. Eftir fréttum að dæma hefur fellibylurinn Flóra nú tekið stefnu norðaustur á Atlantshaf og sam- kvæmt upplýsingum Veðurstof- unnar eru líkur til að hann breyt- ist þar í stóra lægð og jafnframt dragi úr krafti hans. Næsta byggða ból á vegi hans nú er Bermudaey en engin leið er að segja til urn hvort hann kemur þar við. Veðurstofan segir, að eftir morg undaginn megi búast við honum inn á kortasvæði hennar og megi þá vænta frekari frétta. Hér mun áhrifa hans ekki gæta, fyrr en í fyrsta lagi um lielgina. og þá lík- lega £ hvassviðri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.