Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 10.10.1963, Blaðsíða 14
 flllt er á Isalandi orðið með feikna glans. Villa finnst enginn vandi að vitna í bóka-fans. Esjan er ekki í strandi í afdölum Norðanlands. Og Ijúfasti listaandi leikur um Rósinkranz. KANKVÍS. SKIPAFRÉTTIR Jöklar h.f. Drangajökull fór væntanlega í Bærkvöldi frá Camden áleiðis til Reykjavíkur. Langjökull er i Vent- spils, fer þaðan til Hamborgar og Rotterdam. Vatnajökull lestar á Vestfjarðahöfnum. Éimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katla fer væntanlega í kvöld frá Reyðarfirðj áleiðis til Ventspils. Askja er í Leningrad. Hafskip h.f. Laxá fór frá Hull 8. þ. m. áleiðis til Gdansk. Rangá fór 7. þ. rn. frá Haugasundi til íslands. Skipaútgerð ríksins Hekla er á Vestfjörðum. Esja fer frá Reykjavík í dag austur um land í hringerð. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum í dag til Noregs. Nelson lávarður Shaw og fleiri Marx og ófríði maðurinn. Mjög ófríður maður, en skemmti- legur hitti Marx í samkvæmi og fór að segja honum hve vænt hon- um þætti um náttúruna. — Það er merkilegt, sagði Marx, þegar maðurinn gerði hlé á lof- i'æðu sinni, eins og hún hefur farið með yður. Nelson og daman. Nelson lávarður missti höndina í bardaga, árið 1797. Árj síðar var hann staddur í veizlu og var þá látinn sitja við hliðina á ungri dömu, sem horfði stöðugt á þetta lýti hans. Að lokum gat hún ekki •orða bundizt og sagði: — Afsakið, ég sé að þér hafið misst höndina. Nelson tók þá í tóma ermina, hristi hana og stamaði: — Já guð sé oss næstur, ég held að þér hafið rétt fyrir yður. G. B. Shaw og leikarinn. Leikari nokkur, sem ekki hafði liæfileika nema í meðallagi, bað Shaw um meðmæli til leikstjóra eins. Hann fékk með sér svohljóð- andi bréf: „Kæri leikstjóri". Ég mæli með Herbert W. við yð- ur og veiti honum mín beztu með- mæli. Hann getur leikið Hamlet, Rom- eo, Maebeth, Shylock, píanó, flautu I og billard. Það síðastnefnda leik- I ur hann bezt. Skjaldbreið fer frá Reykjavík kl. 20.00 í kvöld vestur um land í hringferð. Herðubreið er á leið frá Kópaskeri til Reykjavíkur. FLUGFERÐIR Loftleiðir h.f. Þorfinnur karlsefni er væntanleg- ur frá New York kl. 09.00. Fer tii Luxemborgar kl. 10.30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá Helsing- fors og Oslo kl. 22.00. Fer til Ncw York kl. 23.30. Flugfélag íslands h.f. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 08.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur kl. 22.40 í kvöld. í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Kópaskers, Þórshafnar, Vestmannaeyja og Eg- ilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, ísafjarðar, Fag- urhólmsmýrar, Hornafjarðar og Sauðárkróks. Spilakvöld Borgfirðingafélagsins verður í Sigtúni (Sjálfstæðishús- inu) í kvöld kl. 20.00 Kvenfélag Neskirkju. Bazar félagsins verður laugardag- inn 9. nóv. Saumafundur til undir- búnings bazamum verður, mið- vikudaginn 16. okt. kl. 8.30 í félags heimilinu. Konur eru beðnar að fjölmenna. Frá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Útlánstímar frá 1. október: Aðal- safnið Þingholtsstræti 29a, sími 12308. Útlánsdeild: Opið 2-10 alla virka daga, laugardag 2-7, sunnu- daga 5-7. Lesstofa: Opin 10-10 alla virka daga, laugardaga 10-7, sunnu daga 2-7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5-7 alla virka daga nema laugardaga. Útibúið Hofsvalla- götu 16: Opið 5-7 aila virka daga nema laugardaga. Útibúið við Sói- heima 27: Opið fyrir fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga, og föstu- daga 4-9 þriðjudaga og fimmtu- daga 4-7. Fyrir börn 4-7 aUa virka daga nema laugardaga. Bókasafn Seltjarnarness. Opið: Mánudaga kl. 5.15 7 og 8-10. miðvikudaga kl. 5.15-7 Föstudaga kl. 5.15-7 og 8-10. z I Sjálfsíkveikja er eitt af því sem fólk á erfitt með að átta sig á. Það hefur ekki farið með neinn eld, en samt kviknar í. Það getur kviknað í frá sólar- geisla, ef hann fellur á hlut sem endurkastar honum og mynd- ar brennipunkt. Það sem oftast veldur sjálsíkveikju er olíublautur tvistur. Þegar tvist- ur hefur verið notaður til að þurrka upp oliu, á alltaf að setja hann í lokað ílát. Það á aldrei að nota tvist til að bera teakolíu á tré, því teakolía í tvisti veldur mjög auðveldlega sjálfsíkveikju. Betra er að nota striga eða lérefts- tusku. Það á alltaf að nota lokaðan járn- kassa fyrir olíublautar tuskur eða fægigögn, og myndirnar sýna kassa, sem eru mjög góðir til þess. Samband brunatryggjenda á íslandi. ☆ DAGSTUND biður lesendur sína að senda sér skemmtilegar klausur, sem þeir rek- ast á í blöðum og tímaritum. — Sendandi fær blaðið, sem klippan birtist í, sent ókeypis heim. Afi gamli Mér finnst, aö því sé þannig varið með skoðanirnar, að þær séu eins og naglar. Það er auö- velt að slá þá fasta, en erfiðara að losa þá. KLIPPT Húst sfolið i SÍDASTWDINN wáðvifettdag Jtér í borg. að hedú'húsí vaií..' (tftvífandi :i uf.Tiji iiáfi: Ikow-iÁÆ; Þjóðviljinn, okt. 1963. TIL HAMBNGJU MEÐ DAGINN Nýlega voru gefin saman f hjóna- band af séra Áreliusi Níelssyni ungfrú Elísabet Kristjánsdóttir og Bragi Hermannsson. Heimili þeirra verður að Ljósheimum 20. (Stúdío Gests_ Laufásvegi 18). Fimmtudagur 10. okt. — 20.00 Kórsöngur: Ung verskur karlakór syngur lög eftir Zoltán Kodály. Söngstj.: Lajos Vass. — 20.15 Raddir skálda: Elí- as Mar les upphaf sögu sinnar „Vögguvísa", Krist ín Anna Þórarinsdóttir flytur ljóð eftir Sigfús Daðason, og Hannes Sig- fússon les smásögu „Must eri drottins". — 21.00 Fyrstu tónl. Sinfóníu- hljómsv. íslands á nýju starfsári: Stj.: Proinnsias 0‘Duinn frá írlandi. Ein söngvari Guðmundur Guðjónsson. Einleikari á píanó: Ketill Ingólfsson. 3M/ a) „Leonóru-forleikur1* nr. 3 eftir Beethoven. b) Fimm sönglög eftir Pál ísólfss.: „Sumar", „Sökn- uður“, „Sáuð þið hana systur mína?“. „Heimir“ og „Söngur völunnar“. — 21.45 „Ég kveiki á kerti mínu“, bókarkafli eftir Önnu frá Moldnúpi (Ilöf- les). — 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Kvöld- sagan: „Vinurinn í skápn um“ eftir Hermann Kest en, í þýðingu Sigurlaug- ar Björnsdóttir; fyrri hluti (Gestur Pálsson leikari.) — 22.30 í létt- um dúr: a) Benny Good- man og hljómsv. hans leika. b) Los Machucam- bos leika og syngja suð- ræn lög. — 23.30 Dag- skrálok. 14 10. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.