Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 16.09.1939, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 16.09.1939, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Byggingafélag Akureyrar og Erlingur Friðiónsson. 1 35. tbl. Alþýðumannsins svar- Erlingur Friðjónsson grein, er birtist í Verkamanninum um stjórn bans á Ryggingafélagi Ak- ureyrar. E. F. birtir þar brjef er hann skrifaði okkur Þ. Rorsteins- syni, og munu þau eiga að gefa upplýsingar i þessu máli frá hans sjónarmiði. Að öðru leyti er grein hans skætingur til fyrri stjórnar félagsins og fullyrðingar um, að hún hafi notað sér þennan fé- lagsskap til að hagnast á honum fyrir sig og gæðinga sína. Með þvi vill hann þá réttlæta þá ráð- stöfun sina að vikja okkur úr stjórn félagsins. Þá telur E. F. að félaginu hafi verið stjórnað af kommúnistum og gefur það einn- ig nokkrar upplýsingar um hug mannsins til fyrri stjórnar félags- ins, og pólitískar ástæður fyrir gerðum hans. Eg ætla ekki að eyða mörgum orðum til að andmæla þeirri ásökun E. F., að fyrri stjórn félagsins, og sér i lagi undirritað- ur, hafi haft það sem saðalmark- mið að hagnast persónulega á félagsmönnum«. Eg held ekki að orð hans verði tekin svo alvar- lega, að mannorði minu sé af þeim hætta búin. En eg skora á E. F., þegar hann heldur næst fund í félaginu, að leita eftir því bjá þeim mönnum, sem eg hefi starfað með á undanförnum ár- um, hvort þeir beri mér einnig það vitni, að eg hafi notað mér félagsskapinn í eigingjörnum til- gangi, og birta siðan árangur þeirrar eftirgrenslunar í blaði sínu. Ef hann treystir sannleiks- gildi orða sinna, ætti honum að vera þetta ljúft. Eru þá meiri líkur til þess að hann nái þeim tilgangi sinum, að spilla mannorði mínu. En það sem almenning varðar í sambandi við ofannefnt mál er þetta: 1. Stjórnskipaður formaður Byggingafélags Akureyrar, er ekki fyr búinn að taka við embætti sinu, en hann brýtur lög þess og virðir samþyktir félagsfundar að vettugi. 2. Gegn vilja flestra þeirra, sem næstir stóðu að íá íbúð bjá félag- inu (4 þeirra böfðu þegar fest sér lóðir við Holtagötu) sækir E. F. um lóðir handa félaginu niðri á Oddeyri. 3. Með þeim ráðagerðum hafa svo tafist framkvæmdir félagsins, að óvist er, að verkamannabú- staðirnir verði nokkuð reistir hér á Akureyri á þessu ári. Svo almenningur sjái á hvern hátt og fyrir hvaða sakir hægt er að visa mönnum úr Bygginga- íélagi Akureyrar, skulu hér birtar 3., 4 og 14. grein úr lögum þess, En þau bata fengið staðtestingu stjórnar byggingasjóðs verka- manna: 3. gr. Tilgangi sínum vill félagið ná með þvi: a) að njóta byggingasjóðs Akur- eyrarkaupstaðar með lán út á ibúðirnar, samkvæmt áður- nefndum lögum. b) að útvega iánsféáannan hátt, ef kostur er, með aðgengileg- um kjörum. c) að selja félögum sinum ibúð- irnar, með þeim kjörum, sem ákveðin eru í lögum um verkamannabústaði. 4. gr. 1 félagið geta allir gengið, kon- ur og karlar, sem heimili eiga á Akureyri, eru ekki húseigendur, eiga ekki skuldlausa eign, er nemi 4000 kr. og hafa ekki meiri árs- tekjur en 4000 kr., miðað við meðaltal þriggja síðustu ára, greiða inntökugjald kr. 30.00 og skrifa undir lög félagsins. — Er hinn nýji félagi þá háður lögum þessum, eins og þau eru, eða kunna að verða á hverjum tíma. 14. gr. Félagsmaður getur sætt brott- rekstri úr félaginu fyrir þessar sakir: a) Ef hann sýnir félaginu ftrek- uð vanskil. b) Ef hann verður ber að þvf að spilla áliti félagsins. Nú ályktar stjórnin að félags- maður sé rækur og skal hún þá flytja tillögu þess efnis á aðal- fundi og ttlkynna hlutaðeiganda skriflega, ef tillagan er samþykt. Brottrækur félagi missir þegar öll félagsréttindi. Hafi bann keypt íbúð af félaginu, er hann skyldur til að láta hana af hendi við félagið eftir mati dómkvaddra manna, nema hann greiði að fullu skuld þá, er á fbúðinni hvilir á ábyrgð félagsins. I lögum félagsins er ekkert um það, að menn sem hafa meira en tilgreindar hámarks- tekur skuli missa félagsréttindi eða vera rækir úr félagsskapnum. Aðeins er það sagt, að þeir menn einir sem hafa tekjur neð- an við ofangreint hámark geti gerst meðlimir. Þegar ég fyrir 10 árum gekk i félagið voru mínar tekjur neðan við þetta hámark. 1 þriðju greininni segir að fé- lagið geti leitað eftir lánum víðar en hjá Byggingasjóði verkamanna Getur það þvi ekki valdið rétt- indamissi í félaginu, þó meðlimir eigi hús er ekki sé byggt fyrir fé byggingasjóðsins, en fyrir þær sakir hefir hann visað Þorst. Þor- steinssyni frá störfum i stjórn fé- lagssins. Hús Þ. I5. var og byggt á fyrsta starfsári félagsins og var þvi ekki hægt að semja byggingu ettir lögum er síðar voru gefin út. Stjórn byggingasjóðsins sjálf mun ekki hafa fundist bygging þessi svo fjarri því sem lögin um bygg- ingasjóð ætlast til, þvi hún veitti litilsháttar lán til íbúðarinnar gegn öðrum veðrétti: Til þess nú að svifta mann fé- lagsréttindum verður einnig, sam- kvæmt lögum félagsins að segja upp þeim lánum, sem félagsmað- ur hefir fengið í gegn um félags- skapinn. Svo framarlega sem E. F. getur svift t*. Þ. félagsréttind- um, ber honum einnig skylda til að segja honum upp þessu láni. En likt er og ástatt með fleiri fé- laga en Þ. Þ., að þeir hafa lltið lán hjá byggingasjóði, gegn öðr- um veðrétti. Svo allir njóti sömu réttinda verður E. F. einnig að svifta þá félagsrétti og segja þeim upp þessum aukalánum. Þriðji maðurinn, Kári Sigur- jónsson, sem E. F. meinar þátt- töku i stjórnarstörfum félagsins, var einnig líklegur til að beygja sig ekki undir vilja formanns og mun það hafa verið ástæðan. Eins og áður var getið voru 4 menn búnir að tryggja sér lóðir upp á brekku, við Holtagötu. Kári var einn þeirra. Hafði hann aldrei gefið samþykki sitt til þess að félagið byggði hús sin ein- göngu niðri á Oddeyri. Menn sem vilja byggja sér ibúð, leggja mikla áherslu á að fá stað i bæn- um, sem sé viðkomandi hentug- ur og geðfeldur. Þar sem Bygg- ingasjóður verkamanna, er fé al- mennings, sýnist það beint ósann- gjarnt að binda alla starfssemi hans við einn ákveðinn stað i bænum. Það er eðlilegra að menn geti valið um að byggja, hvort heldur hentar á Oddeyrinni eða upp á brekku, ofan Hafnarstrætis eða Brekkugötu. Það má hafa sfna götuna á hvorum staðnum eins og að taka upp margar göt- ur á öðrum þeirra, eins og E. F. vill gera með því að testa félag- inu allt að 50 lóðir á Oddeyr- inni. Eg hefi áður haldið því fram við stjórn Byggingarsjóðs Verka- manna, og þar á meðal félags- málaráðherraun, að et fé sjóðs- ins á að geta komið fátækustu verkamönnunum að liði, á að byggja smáar íbúðir, sem ekki séu seldar heldur leigðar. Það er gert sumstaðar erlendis. — Á meðan meirihluti ibúa kaupstað- anna hefir ekki ráð á að leigja sér stærri íbúðir en eitt herbergi og eldhús, og tvö herbergi og eldhús, myndi slik ráðstöfun sjóðsins koma að miklu aimenn- ara gagni. Með því má byggja smærri og fleiri ibúðir fyrir fé sjóðsins. Nú þegar fyrirsjáanlegt er að alt efni hækkar í verði af völdum stríðsins, væri enn frek- ari ástæða til að nota fé Bygg- ingarsjóðs Verkamanna á þennan hátt. Eg hefði gjarnan viljað starfa fyrir Byggingarfél. Ak. betur en eg gerði. En að stjórn félagsins hafi ekki eytt nema svo sem hálfum degi á ári í »þau 10 ár NÝJA-BÍ Laugaidaos- og sunnu Sanikepni stá ómmm dagskvöld kl. 9: Ismiðanna Sunnudaginn kl. Græna li 5: íftiD. sem hún hefir hangt í stjórn þessc, má þó marka af því, að félagið hefir nú hjálpað 24 mönn- um til að eignast ibúðir, Á sama tima hafa aðeins verið bygðar 8 íbúðir á Siglufirði,’ 8 ibúðir í Hafnarfirði og ekki hlutfallslega fleiri íbúðir í Rvik. Og þó hefir Byggingarfélag Alþýðu i Reykja- vík mest bygt fyrir lán, sem Héðinn Valdemarsson útvegaði. Einmitt maðurinn, sem átti að útiloka úr stjórn byggingarfé- lagsins með bráðabirgðalögum félagsmálaráðherra nm stjórn Hyggingarfélaganna. Það er satt hjá E. F. að eg átti sæmilega góða ibúð áður en eg bygði húsið, sem hann segir að eg hafi heimtað að fá lán út á bjá Byggingarsjóði Verkamanna. Ástæðan fyrir því að eg réðist i að byggja húsið, var sú, að eg vildi reyna nýjar leiðir til að kyggia ódýrt. Siðustu húsin, sem félagið bygði urðu of dýr. Þessi fyrsta tilraun, sem eg gerði tókst vonum betur. Húsið varð til- tölulega ódýrt, nálægt 35 kr, rúm- meterinn, á meðan að önnur hús, bygð á sama tima, urðu alt að 50 kr. rúmm. Vinna óbreyttra verkamanna varð hlutfallslega meiri við mitt hús, en fagmanna- vinna minni. Það er sannfæring min, að með breyttum aðferðum er hægt að lækka nokkuð byggingarkostnað- inn. Til þess að ná verulegum árangri i þá átt, þarf að gera skipulegar tilraunir, og það er eðlilegt að þær tilraunir verði gerðar með styrk af opinberu íé, eða kostaðar að öðru leyti af þvi. Að lokum þetta: í lögum um verkamannabú- staði er ekki skirt fram tekið hvað átt er við með hámarki tekna. Eg (og reyndar fleiri) stóð í þeirri trú, að miðað væri við nettotekjur, samkv. skatt- framtali. Það var ekki óeðlilegt að lög alþingis tækju þegnskyldur manna til greina, því aðeins geta lögin gert mönnum jafnt undir höfði. Ýmsar ástæður, svo sem veikindi geta valdið þvi, að efna- hagur manna getur verið afar mismunandi þrátt fyrir iafnar bruttotekjur. Af ofangreindum ástæðum leitaði ég eftir að fá lán út á húsið sem ég byggði i til- rauna skyni. Hitt er ósatt að eg hafi heimtað það. Eg réðst i bygginguna i von um þetta lán, vitandi það, að ég hafði alt i hættunni sjálfur. Fyrst og fremst hvernig tilraunin tækist. Og ef hún mistækist, þá var von min einnig minni um lán sjóðsins til byggingarinnar. E. F. vissi allar

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.