Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 1
o VERKAMAÐURINN XXXIV. árg. Akureyri, föstudaginn 26. janúar 1951 3. thl. Sameiningarmenn sigruðu í Verkamannafélaginu meS hærri atkvæðafölu en nokkru sinni fyrr A-listi fékk 177 atkv. og B-listi 165 Einkennilegar frásagnir afturhaldsblaðanna Kosningar til stjórnar og trún- allri slíkri starfsemi frá sér með aðarmannaráðs Verkamananfélags Akureyrarkaupstaðar fóru fram sl. föstudag, laugardag og sunnudag. Fóru þær svo, að listi samiening- armanna sigraði með 12 atkv. meirihluta, (ekki 8 eins og aftur- haldsblöðin vilja vera láta!) Hafa akureyrskir verkamenn sýna það ennþá einu sinni, að þeir trúa ein- ingarmönnum betur fyrir málum sínum en sendlum atvinnurek- enda og afturhalds. PÓLITÍSKAR ILLDEILUR. Til þessara hjaðningarvíga inn- an Verkamannafélagsins var stofn- að af fulltrúum þriggja pólitískra flokka eftir fyrirskipun frá stjórn Alþýðusambandsins. Reynt var eftir fremstu getu að gera kosning- ar hreinpólitískar, og fóru kosn- ingasmalar afturhaldsins, með -*Eraga tryggingarforstjóra Sigur- jónsson í broddi fylkingar, af stað til smölunar, en árangurinn varð í samræmi við fyrri reynslu þeirra af þvílíku starfi. Þessi klofningstilraun aftur- haldsins er enn ósvífnari, þegar þess er gætt, að nú er þrengt meira að kjörum hins vinnandi manns þessu landi en um langan tíma hef- ur verið og verkalýðssamtökunum því meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr, að forysta félaga þeirra hafi að baki sér traust sem flestra fé lagsmanna. Það sýnir út af fyrir sig vel, hvað þessir menn meta meira, hagsmuni verkamannanna eða pólitískar spekulationir núverandi stjórnar Alþýðusambandsins, að þeir skuli einmitt velja þann tíma, þegar mest sverfur að og mest þörf er á einingu, til klofningsiðju sinnar. Eða er ástæðan máske sú að þeir telji nú helzt von til að geta hrætt verkamenn til fylgis við sig með svipu atvinnuleysis og atvinurekendavalds? KOSNINGAÚRSLITIN. Þátttaka í kosningunum var mjög mikil. Af 416, sem kosninga- rétt höfðu, kusu 359. Atkvæði féllu þannig, eins og áður segir, að A-listinn, listi sameiningarmanna, fékk 177 atkv., en B-listinn, listi afturhaldsfulltrúanna, fékk 165 atkvæði. Stefán Árnason fékk 4 atkv. og Árni Þorgrímsson 1. 7 seðlar voru ógildir, en 6 auðir. Akureyrskir verkamenn hafa með þessum úrslitum sýnt það enn áþreifanlega, að þeir meta sundr- ungarstarfsemi atvinnurekenda- þjóanna að verðleikum og vísa fyrirlitningu. Frásagnir afturhaldsblaðanna af kosningaúrslitunum hafa orðið verkamönnum mikið aðhláturs- efni. Öllum blöðunum kemur saman um, að atkvæðamunurinn hafi ver- ið 8 atkvæði (Bragi kemst niður í 7!) og þykjast þeir vera kjör- stjórninni miklu fremri x þessum sokum. I sambandi við, að Isl. seg- ir að „kommúnistar telji atkvæði á sinn hátt skal það tekið fram, að innan kjörstjórnarinnar var enginn ágreiningur um, hversu úrskurða skyldi vafaatkvæðin, en eins og kunnugt er var Björn Einarsson form. hennar, og hefur það ekki frétzt enn að hanr. værði orðinn kommúnisti! Annars eru ákvæði kosninga- reglugerðar, sem Alþýðusamband- ið hefur sett, ótvíræð og eftir henni farið í hvívetna, svo sem vera bar. Núverandi stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Jón Ingimarsson: Hafa skal það, er sannara reynist í grein sem Bragi Sigurjónsson ritaði í síðasta tölublað Alþýðu- mannsins um kosningarnar í Verka mannafélaginu, er eg undirritaður borinn allþungum sökum, alger- lega að tilefnislausu. Ber ritstjór- inn mér það á brýn, að hafa fals- að inntökubeiðni frá verkamanni, irfærzlu úr Verkamannafélaginu í Iðju. Hinir tveir töldu sína at- vinnu óvissa og væri henni ef til vill þá og þegar lokið, og væri af þeim sökum ekki rétt að gerast meðlimir í Iðju, var það látið gott heita. Af þessu má sjá, að allt bullið úr Braga um fölsun og BRAGI HNEYKSLAST. Bragi Sigurjónsson er ákaflega hneykslaður yfir því, að þrir iðn- aðarmenn skuli vera í Verka- mannafélaginu. En hvað um Hall- grim Vilhjálmsson sýsluskrifara, Kristófer Vilhjálmsson afgreiðslu- mann, Konráð Sigurðsson press- ara, Kolbein Helgason verzlunar- mann, Þóri Leifsson veitingamann, Magnús Björnsson verzlunarmann o. s. frv., sem afturhaldið heldur í félaginu, þrátt fyrir að þeir hafi sumir ekki stundað verkamanna- vinnu um langan tíma, og meðan svo er ferst Braga ekki að láta dólgslega yfir mönnum, sem standa miklu nær verkamönnum og eru meðal stofnenda félagsins. Hitt er skiljanlegt, að Bragi sé gramur, þegar hann og fylgisveinar hans voru búnir að segja um allt að sigurinn væri þeim vís. RÓTTÆKU ALÞÝÐUNNAR ER SIGURINN. Bragi og sveinar hans hugga sig við þá von, að þó að ekki hafi unnist sigur að þessu sinni, þá vinnist hann næst eða þar næst. Þetta hafa þeir herrar alltaf sagt frá því að fyrst urðu átök í félag- inu og sannleikurinn er sá, að lík- urnar verða því minni, þvi lengra sem líður. Róttækasti og harðskeyttasti hluti alþýðunnar er í sókn um all- an heim og hennar er sigurinn vís. Afturhaldið er á undanhaldi, ósig- urinn og hrunið bíður þess á næsta leyti, hvað sem Bragi Sigurjónsson sem vinnur í Ullarþvottastöðinni margháttuð, ósæmileg vinnubrögð á Gefjun, þar sem engin ástæða er þessu viðvíkjandi, eru ósannindi til að liggja undir slíkum áburði, tel eg rétt að almenningur fái að vita hið sanna í þessu máli. Og það ætti einnig að vera holt fyrir Braga að kynast sannleikanum, ef það gæti orðið til þess að hann skammaðist sín, sem virðist vera full þörf á. Hið sanna í málinu er þetta: Það mun hafa verið í nóvember sl. að eg kom í Ullarstöðina á Gefjun og óskaði þess að starfsmenn þar gerðust meðlimir í Iðju, félagi verksmiðjufólks og lét þá hafa þar til gerðar inntökubeiðnir. Bað eg Jón Jónsson, sem þar vinnur, að veita móttöku inntökubeiðnunum, er verkameninrnir hefðu ritað nöfn sín á þær. Þann 17. þessa mánaðar hitti eg Jón að máli og spurðist fyrir um þetta, hafði honum þá ekki borizt inntökubeiðnirnar frá verkamönn unum. Síðan átti eg tal við þá og tóku tveir af starfsmönnunum vel í það að gerast meðlimir í Iðju og sóttu um inngöngu. Béðu þeir mig að sjá um það fyrir þeirra hönd, að þeir yrðu yfirfærðir úr Verka- mannafélaginu í Iðju. Þá um leið skrifaði eg í ÞEIRRA VIÐUR- VIST neðst á inntökubeiðnirnar, að: jafnframt væri óskað eftir yf- frá rótum. ; En auðvitað á vesalings Bragi erfitt með að trúa þessu, og er það (Framhald á 4. síðu). Alþýðusambandi ð úrskurðar menn9 sem gengnir eru i annað félag, löglega í Verkamannafélaginu! Við allsherjaratkvæðagreiðsl- una i Verkamannafélaginu nú um helgina gerðist sá einstæði atburður, að Alþýðusambandið úrskurðaði tvo menn, sem gengnir voru í Iðju, löglega félaga í Verkamannafélaginu! „Rökstuðningur“ fyrir þess- um úrskurði mun vera sá, að þar sem félagsfundur hefur ekki verið haldinn í Iðju, síðan menn þessir sóttu um inngöngu í félagið, hafi þeir ekki öðlast full félagsréttmdi í því félagi, og þau því óskert í Verka- mannafélaginu! Hvað það kem- ur Verkamannafél. við, hvort né hvenær menn öðlast full fé- lagsréttindi í öðrum félögum er víst flestum mönnum óskilj- anlegt utan þeim, sem að þess- um fáránlega úrskurði standa. Er og vandséð, hvar það lenti, ef slíka reglu, sem þessa, ætti að taka upp í samskiptum fé- laga. Svo var að skilja á aðal- fundi Verkamannafélagsins, að sumir fulltrúar B-listans litu svo á, að menn þessir gætu verið áfram í Verkamannafé- laginu, þó að þeir væru gengnir í Iðju! Máske þeir eigi að vera í báðum félögunum? Sýningin Lenin í verkum russneskra myndlistar- manna verður opnuð í Verka- lýðshúsinu kl. 4 e. h. á morgun Sýningin verður aðeins opin til sunnudagskvölds A morgun verður opnuð i Verka-1 þessum verkum. Eru þau mörg lýðshúsinu á vegum félagsins I afburða vel gerð og sýna mikla segir. En meiri hluti félaga í Verkamannafélagi Akureyrarkaup staðar getur verið stoltur af því að fylgja að málum þeim mönn- um, sem framtíðina eiga fyrir sér. Menntatengsl Islands og Ráð- stjórnarríkjanna — MÍR — sýn- ing, Lenin í verkum rússneskra myndlistarmanna. Verður sýning- in opin á laugardag frá kl. 4— 11.30 e. h. og á sunnudag kl. 10 f. h. til kl. 11.30 e. h. Rússneskir myndlistarmenn gera sér mikið far um að sýna í verkum sínum merka atburði úr lífi þjóðar sinnar og þá ekki sízt þá, sem snerta þann þátt, sem hinir miklu foringjar Ráðstjórnarríkjanna, Lenin og Stalin, hafa átt í að skapa sögu þjóðar sinnar. Á sýningu þessari gefur að líta nokkur af vandvirkni og hæfni listamann- anna. Einnig gefur á sýningunni að líta ljósmyndir frá Ráðstjórnar- rxkjunum í dag. ; Bæði kvöldin verða kvikmynda- sýningar í Verkalýðshúsinu í sam- bandi við sýninguna. Á laugar- dagksvöldið verður sýnd Orustan um Stalingrad og á sunnudaginn Siguréangan og e. t. v. fleiri smá- myndir. Kvikmyndasýningarnar hefjast bæði kvöldin kl. 9 e. h. Aðgangur að sýningunni kostar aðeins 2 krónur og að kvikmynda- sýningunum 5 krónur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.