Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 4
Hafnarvarðarstaðan á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. marz næstkomandi. Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 15. febrúar næstkomandi. Akureyri, 15. janúar 1951. Bæjarstjóri. Sl ökkvi I iðsst jórastarf ið á Akureyri er laust til umsóknar frá næstu áramótum. Gert er ráð fyrir að slökkviliðsstjóri hafi jafnframt á hendi önnur störf í þágu bæjarins, er samrýmst geta starfi slokkviliðsstjóra. Ennfremur er ætlast til að væntanlegur slökkviliðs- stjóri kynni sér stjórn slökkviliðs og björgunarstörf í Reykjavík eða erlendis samkvæmt nánara sam- komu lagi við bæjarstjórn, ef hann hefur ekki áður aflað sér þekkingar á þeim málum. Umsóknarfrestur sé til 15. febrúar næstkomandi. Akureyri, 25. janúar 1951. Bæjarstjóri. Lánsútboð vegna Laxárvirkjunar Eins og auglýst hefur verið hér í blaðinu, er hafin sala skuldabréfa vegna Laxárvirkjunarinnar, en ætlunin er að taka þannig innan- ríkislán að upphæð 5 millj. króna. Vextir af skuldabréfum þessum verða 6% og eru 3ja ára vextir greiddir fyrirfram eða um leið og bréfin eru seld. Er hér í alla staði um hagkvæm skuldabréf að ræða og ættu allir þeir bæjarbúar, sem þess eru megnugir, að styrkja þetta mikla hagsmunafyrirtæki — Laxárvirkj- unina — með því að kaupa bréf Skuldabréfin fást hjá öllum bönk- um og einnig á skrifstofu Rafveit- unnar. Ungur maður óskar eftir að kynnast sttdkn á aldrinnm 35—40 ára, með hjúskap fyrir augum. Má hafa með sér barn. Tilboð sendist af greiðslu blaðsins, merkt: G. S. Framhaldsstofnfundur r r Akureyrardeildar MIR - Menningartengsla Islands og Ráðstjórnarríkjanna verður að Hótel Norðurland n. k. sunnudag, 28. þ. m. kl. 2 e. h. stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Kvikmyndir (Moskva 800 ára (agfa-litmynd) og fréttamyndir). 2. Stutt erindi (Eyjólfur Árnason). 3. Stjórnarkosning og umræður um starfsemi félagsins. Sýningin Lenin í verkum rússneskra myndlistarmanna verður opnuð í Verkalýðshúsinu laugardaginn 27. þ. m. kl. 4 e. h. og verður opin til kl. 11,30 e. h: Á sunnudaginn verður sýningin opin frá kl. 10 f. h. til kl. 11.30 e. h. í sambandi við sýninguna verða kvikmyndasýn- ingar í Verkalýðshúsinu bæði kvöldin kl. 9 e. h. Á laugardagskvöldið verður sýnd Orustan um Stalingrad ög á sunnudagskvöldið Sigurgangan og ýmsar smámyndir. Aðgangur að sýningunni kostar kr. 2.00 og að kvikmyndasýningunum kr. 5.00. Stjórn Akureyrardeildar MÍR. Minningarorð (Framhald af 3. síðu). menninðar- og félagsmál til sín taka, var hún ein og stofnendum Húsmæðrafélags Akureyrar og gjaldkeri þess frá byrjun, sæti átti hún í skólanefnd Húsmæðraskóla Akureyrar. Vildi hún vinna að menntun og rroska kvenna, enda sýndi það sjálf í starfi sínu, að þær eru ekki síður hæfar til starfs á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins, en karlar. Glöggt auga hafði hún fyrir göllum þess þjóðfélags, sem við búum við og vildi af alhug rétta hlut lítilmagnans. Mátti hún ekkert aumt sjá og hjélpaði með ráðum og dáð þeim, sem leituðu ásjár hennar, hvort heldur voru skyldir eða vanda lausir. Gift var Sigríður Gísla Sigur- VERKAMADURININ Framhalds-stofn- fundur MÍR á sunnudaginn Framhaldsstofnfundur MÍR verður næstk. sunnudag að Hótel Norðurlandi og hefst kl. 2 e. h. Fundurinn hefst með því að sýndar verða kvikmyndir: Moskva 800 ára, sem tekin er í agfa-litum, sem rússneskar kvikmyndir eru orðnar frægar fyrir, og tvær frétta myndir frá Ráðstjórnarríkjunum. Að lokinni kvikmyndasýning- unni flytur Eyjólfur Arnason stutt erindi, en síðan verður kosin stjórn félagsins og rætt um fram- tíðarstarfsemi þess. jónssyni bílstjóra, eiga þau hjón tvö efnileg og mannvænleg böm, sem hún unni mjög. Atti hún því mikið verk óunnið og hefði að sjálfsögðu kosið að lifa lengur á meðal ástvina sinna og starfa að hinum öðrum áhugamálum sínum. En nú er hún horfin af hinu at- hafnaríka starfssviði sínu á bezta þroskaskeiði, aðeins 46 ára gömul. Við vinir hennar og kunningjar kveðjum hana og þökkum henni samveruna og huggum okkur við, að henni verði að trú sinni, að æðra starf bíði hennar á öðrum sviðum tilverunnar, þar sem kær- leikur og friður ríki. 25. janúar 1951. E. E. # Haía skal ... (Framhald af 1. síðu). von. Hvernig gat það líka komið fyrir hann, að í ekki stærri grein en þetta, sem birtist í Alþýðu- manninum, skyldi ekkert einasta orð vera satt? Já, hvernig gat þetta komið fyrir? Ekki skrökvar þú viljandi, Bragi, er það? Eða eru þér þessi ósköp óviðráðanleg? Eitthvað hlýtur það að vera. Eg veit að þú átt erfitt með að éta þetta ofan í þig, þess vegna læt eg fylgja hér með umsögn verka- manns úr Ullarþvottastöðinni um þetta mál, þér til hressingar. „Þann 17. jan. 1951 kom for- maður Iðju, Jón Ingimarsson, til mín og Gunnars Arnasonar, en við viimum í Ullarþvotta- stöð Gefjunar, og óskaði eftir því að við gengjum í Iðju, félag verksmiðjufólks, rituðum við nöf nokkar á inntökubeiðnir og óskuðum við jafnframt að for- maður Iðju sæi um það fyrir okkar hönd að sjá um yfir- færslu úr Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar í Iðju. Akureyri, 23. janúar 1951. Bernharð Jósefsson." Að lokum skal það fram tekið, að eg hafði engin afskipti um það, hvort þessir menn neyttu atkvæð- isréttar í kosningunum í Verka- mannafélaginu eða ekki. Enda leit- aðiaði kjörstjórnin engra upplýs- inga hjá mér, annarra en þeirra, að óskað var eftir að sjá lög Iðju, sem var auðfengið. Jón Ingimarsson. Skorað er á fólk að fjölmenna 4 ÞAKKA HJAR l'ANLEGA heimsóknir, gjafir, skeyti o£ annan vinarhug í tilefni af 50 dra afmœli mtnu 23. janúar síðastliðinn. — Lifið heil. PÁLMI JÓNSSON, Ægisgötu 23. Bifreiðaskattur, skoðunargjald og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1950, féll.u í gjalddaga 1. janúar síðastl. Eigendur og umráðamenn bifreiða og bifhjóla eru áminntir um að greiða gjöld þessi í skrifstofu minni hið allra fyrsta. Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 24. jan. 1951.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.