Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.01.1951, Blaðsíða 2
Föstudaginn 26. janúar 195- VERKAMAÐURINN 2 VERKAMAÐURINN VlkublaS Ötgofandi: Sósíalistafélag Akuroyrar Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Þórir Daníelsson Sími 1984 Blaðstjóm: Ásgrímur Albertsson Jakob Árnason Rósberg G. Snædal Ritstjórn og afgreiðsla: Brekkugötu 1 - Sími 1516 Opin 4—7, laugardaga 1—3 Áskriftarverð kr. 25.00 árg. í lausasölu 50 aura eint. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sósíalistafélag Akureyrar Skrifstofa Brekkugötu 1. — Sími 1516. — Opin daglega kl. 4—7 — laugardaga 1—3. Koma Eisenhowers og kröfur Banda- ríkjanna í gær kom hingað til lands yf- irhershöfðingi herafla Atlants- hafsbandalagsins, D. Eisenhower, og hélt héðan vestur um haf í nótt. Ætlunin mun vera við komu Eisenhowers, að reka endahnútinn á þær kröfur Bandaríkjanna, að hér verði komið upp herstöðvum frekari en fyrir eru, til fullkomn- unar þeirrar áætlunar stríðsfurst- anna þar westra, að gera ísland að aðalútvarðstöð þeirra til árása á Evrópu ef til styrjaldar drægi. Það er vissulega þess vert fyrir íslendinga að gera sér þessa sem ljósasta grein og þá fyrst og fremst hverjar afleiðingar það getur haft í för með sér fyrir þjóðina og framtíð hennar. Þó að mikill meiri hluti alls mannkyns þrái frið heitt og inni- lega, er þó fjarri því, að nokkur trygging sé fyrir því, að friður haldist. Haldi hervæðing Banda- ríkjanna og fylgiríkja þeirra áfram með þeim krafti, sem verið hefur undanfarið, getur það tæpast leitt til annars en styrjaldar, það er ekki hægt að stefna stöðugt að stríði án þess að til ófriðar dragi. Og hver verður þá hlutur ís- lands, ef til nýrra átaka milli stór- veldanna dregur. Hjá því getur ekki farið, að land vort, sem hern- aðarbækistöð Bandaríkjanna, verði eitt helzta skotmark and- stæðinga þeirra og hvað getur þá bjargað þjóð vorri frá tortímingu? Abyrgð þeirra manna, sem slík- ar hörmungar ætla sér að leiða yf- ir þjóðimar er mikil. Enda hefur alþýða Evrópu sýnt þeim hug sinn greinilega hvar sem Eisenhower hefur komið. Famar hafa verið mótmælakröfugöngur og verkföll gerð til að mótmæla komu hans og þeim hörmungum, sem verið er að reyna að steypa heiminum út í. Einhverjir sauðþægustu þjónar Bandaríkjanna eru leppamir hér á íslandi. í þjónkun sinni við Banda- ríkin hafa þeir ekki hikað við að brjóta lög þjóðarinnar og fótum troða venjulegustu og almennustu mannréttindi. Brostið hefur þá hins vegar kjark — en ekki vilja Orðið er laust Dagur o£ olíusala. UNDANFARIÐ HEFUR vart verið um meira talað manna á meðal, en verðlagsbrot Olíufélags- ins h.f., sem Þjóðviljinn skýrði frá fyrir nokkmm vikum og getið hef- ur einnig verið hér í blaðinu. Er það mjög að vonum, þar sem hér er um að ræða stórfelldasta verð- lagsbrot, sem sögur fara af hér á landi. Það munar sannast að segja um minna heldur en 2 milljóna kr. aukagróða. DAGUR LEGGUR á það mikla áherzlu, að framkoma Þjóðviljans x þessu máli sé mjög vítaverð, þar sem samvinnufélögin standi að Olíufélaginu! Rétt mun það að vísu, að samvinnufélögin eigi mik- inn hlut í Olíufélaginu, en er það þeim til álitsauka? Allir vita, að Olíufélagið er stofnað sem útibú Standard Oil, hins bandaríska ein- okunarhrings og eitt fyrsta verk þess var að kaupa olíustöðina í Hvalfirði til þess að hún væri til- búin sem herstöð, hvenær, sem Bandaríkin þyrftu á henni að halda. Stjórn ÍSÍ mælir eindregið gegn vínveitingum Þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ lítur svo á, að til stórskaða og hnekkis sé fyrir íþróttahreyfing- una í landinu, að vínveitingar eða vínneyzla sé á samkomum íþróttafélaga, ályktar fundur, haldinn í framkvæmdastjóm ISÍ 15. janúar 1951, að skora ein- dregið og alvarlega á öll sam- bandsfélög íþróttasambands ís- lands, að hafa eigi vínveitingar á þeim skemmtunum eða samkom- um, er þau standa fyrir, svo að stuðla að því á allan hátt, að vín- neyzla sé útilokuð af öllum sam- komum íþróttafélaga. Verði sam- bandsfélögin eigi við þessari áskorun telur fundurinn nauð- synlegt að grípa til róttækra að- gerða, og samþykkir að bera fram tillögu á næsta fundi sam- bandsráðs ÍSÍ um að algert bann verði innan íþróttahreyfingarinn- ar á vínveitingum á vegum íþróttafélaga, og barátta verði hafin fyrir algerri útrýmingu áfengis. — til beinna ofbeldisaðgerða gegn verkalýðssamtökunum, þó að stundum hafi litlu munað að til hreins og ómengaðs fasisma væri gripið. Koma hins bandaríska yfirhers- höfðingja getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir íslenzka alþýðu og framtíð allrar þjóðarinnar, þó að við hljótum í lengstu lög að vona að friðsamlega verði leyst úr deilumálum þjóðanna, breytir það ekki þeirri staðreynd, að mjög al- varleg hætta steðjar nú að, hætta, sem getur orðið slíkur vágestur að dagar þjóðarinnar séu taldir fyrr en varir. FLESTUM MUN VIRÐAST að komið sé alllangt frá hugsjónum samvinnufélaganna, þegar þau eru farin að leppa erlenda einokunar- hringa og hjólpa þeim til að arð- ræna íslendinga, og auk þess að viðhalda dulbúinni, amerískri her- stöð í landinu. Þá mun fétt vera fjær þeim grundvallarsjónarmið- um, sem samvinnufélögin eru byggð á, en hið ósvífna gróðabrall félagsins, sem gaf því hvorki meira né minna en tveggja milljón kr. aukatekjur, sem teknar eru beint úr vasa neytenda í landinu. Akur- eyringum til fróðleiks má geta þess, að meðal viðskiptavina fé- lagsins mun vera Útgerðarfélag Akureyringa h.f. i yi |l '_Ull i lírF" ’' Messað kl. 2 e. h. í Glerárþorpi og kl. 5 e. h. í Akureyrarkirkju. Dagur Biblíufélagsins. — (P. S.). Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju er á sunnu- daginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5-—6 ára börn í kapellunni, 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar, mætið kl. 10. — Munið eftir að fá biblíumyndabækuinar. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju. — Mið- deild, fundur n. k. sunnud., 28. janúar, kl. 8.30 e. h. — Lyngbúar. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Jó- hanna Pálmadóttir, skrifstofu- stxilka S. A., og Matthías Einars- son á togaranum Svalbak. Brúðkaup. Þann 19. jan. síðastl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Heiður Jóhannesdóttir og Áki Sigurðsson, bílaviðgerðar- maður. — Brúðkaupið fór fram á heimili þeirra, Ægisgötu 8, Ak- ureyri. Látin er hér í bæ frú Friðrika Friðriksdóttir verzlunarstjóri, eftir langvarandi vanheilsu. Frú Friðrika var ötull og hagsýnn verzlunarstjóri og vel látin af öll- um, er henni kynntust. Fimmtugur varð sl. sunnudag Jónas Thordarsen bókari hjá KEA. Sjötugur varð sl. mánudag Benedikt Steingrímsson, hafnar- vörður. Látinn er hér í bænum Stein- dór Jóhannesson, járnsmiður, Strandgötu 51, kunnur borgari og mikils metinn iðnaðarmaður. — Hann verður jarðsunginn næstk. laugardag. LEIÐRÉTTING. í frásögn af afgreiðslu bæjarstjórnar í síðasta blaði á tillögum um veitingu slökkviliðsstjórastarfið, varð sú missögn, að sagt var að tillaga Sverris Ragnars og Braga Sigur- jónssonar, um að embættið skuli auglýst laust til umsóknar, hafi verið samþykkt með 6 : 4 atkvæð- um. Tillagan var samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum. í Ráðstjórnarríkjunum lækkar verðlag og laun hækka stöðugt Enska verkamannanefndin, sem heimsótti Ráðstjórnarríkin í maí sl. skrifar: „Það er athyglisvert, að fylgjast með því, þegar fólkið er að verzla. Við gótum ekki varizt því að brosa, þegar okkur varð hugsað til frásagna blaða okkar um, að Rússamir hefðu ekki ráð á kaupa neitt.“ I raun og veru er það svo, að verzlun í Ráðstjórnarríkjunum eykst stöðugt. A árunum eftir stríð hefur meðalaukning í verzlun fólksins verið 20—30% á ári. Verzlunarumsetningin er mikið meiri heldur en fyrir stríð. A árinu 1950 jókst sala þýðingarmestu neyzluvara almennings um 30— 60% borið saman við það, sem var fyrir stríð. Meðal þessara vara eru kjöt, smjör, sykur, brauð, fatnaður og skór. Enn meiri var aukningin á sölu úra, útvarpsfækja, mynda- véla, reiðhjóla, mótorhjóla og bif- reiða. Þessi aukning verzlunarinnar er skýrasta dæmi þess, að lífsstig ráð- stjórnarþjóðanna hefur hækkað, og er hækkandi. Ef við lítum á árið 1949, sýnir það sig, að tekjur verkamanna og iðnaðarmanna hafa, miðað við það, sem var fyrir stríð, aukizt um 24% og bænda um 30%. A síðasta ári hækkuðu þessar tölur verulega. Það eru ekki aðeins launahækk- anir, heldur einnig lækkun verð- lags, sem veldur því, að kaupmátt- ur fólksins hefur aukizt. Frá stríðs- lokum hefur ráðstjórnin þrisvar sinnum framkvæmt verðlækkanir á öllum nauðsynjavörum. Fyrsta verðlækkunin fjór- faldaði með einu átaki kaup- mátt fólksins. Onnur verð- lækkunin kom í marz 1949, 10—50%, og í marz 1950 kom sú þriðja, sem lækkaði verðlagið enn um 21%. Gert hafði verið ráð fyrir öllu þessu — aukningu verzlunarinnar, lækkun verðlagsins og vaxandi kaupmætti almennings — í fimm ára áætluninni fyrir árin 1946-— 50. Að þetta var mögulegt, byggð- ist fyrst og fremst á aukningu framleiðslu iðnaðar- og landbún- aðarvara. Þessi hluti fimm ára áætlunarinnar tókst mjög vel í framkvæmd og hefur lagt grund- völl að mjög háu lífsstigi ráð- stjórnarþjóðanna. A fyrstu 10 món uðum ársins 1950 var iðnaðar- framleiðslan orðin 70% meiri heldur en fyrir stríð. Landbúnað- arframleiðslan var einnig orðin verulega meiri heldur en var fyrir stríð. Hin stöðuga aukning fram- leiðslunnar og lækkun framleiðslu- kostnaðar, hefur skapað hinn nauðsynlega grundvöll fyrir verð- lækkununum. Nú, þegar ráðstjórnarþjóðimar hefja árið 1951, gera þær það í vissu um að hið sósíalistíska at- vinnulíf lýkur enn nýjum áföngum, og að vandamálin verða leyst ^ þann hátt, að færa ráðstjórnarrík- in lengra fram á við, í áttina til kommúnismans. H.f. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Einrskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, laugardaginn 2. júní 1951 og hefst kl. li/£ e. h. DAGSKRÁ: í. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1950 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar lrá endurskoðendum. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. Kosning eins endurskoðanda í stað Jress, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5 Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. Tillögur til breytinga á reglugjörð Eftirlaunasjóðs H.f. Eimskipafélags íslands. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. 3. 4. Reykjavík, 10. janúar 1951. t Stjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.