Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 1
VERKRDMinn XXXVIII. árg. Akureyri, föstudaginn 25. nóviember 1955 36. tbl. VERKAMENN! Munið fundinn í Verka- m.fél. Akureyrarkaup- staðar á sunnudaginn kl. 8.30 í Verkalýðsh úsinu. Ályktun Málfundafélags jafnaðarmanna: Öll vinstri öfl sameinist um mynd- un ríkisstjórnar Kominn tími til að sleppa öllum fordómum og er j- um um aukaatriði, þar sem þjóðarheill er í veði 14. þ. m. — sama kvöldið og flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins lauk — var haldinn aðalfundur Málfundafélags jafnaðarmanna í Rvík og var þar eftirfarandi álykt- un samþykkt með öllum atkvæð- um fundarmanna: „Það hefur nú berlega komið í ljós, sm raunar mátti vænta, að núverandi stjórnarstefna hefur leitt til algers öngþveitis í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar og stofnað sjálfstæði landsins í hættu, jafnt fjárhagslega sem menningarlega. Fyrir því ályktar aðalfundur Málfundafélags jafnaðarmanna, haldinn 14. nóvember 1955, að brýna nauðsyn beri til að breyta nú þegar um stjórnarfar í landinu og koma á stjórn er bjargi því, sem bjargað verður og vinni með hags- muni alþýðunnar fyrir augum. Þess vegna skorar fundurinn á ÖLL VINSTRI ÖFL í landinu að vinna að myndun slíkrar stjórnar. Telur fundurinn að nú sé kominn tími til þess að sleppa öllum for- dómum og erjum um aukaatriði, þar sem þjóðaheill er í veði. Alþýða landsins á allt sitt undir því að slík samvinna takizt og leiðtogar hennar í röðum vinstri flokkanna skilji þá ábyrgð, sem á jeim hvílir í þessu efni.“ Öll stjórnin var endurkosin, en hana skipa Alfreð Gíslason, form., og meðstjórnendur þeir Arngrímur Kristjánsson, Friðfinnur Olafsson, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Krist- ján Gíslason, Magnús Bjarnason og Sigurður Sigmundsson. Þingmaiinanefnd til Sovétríkjanna I byrjun fundar sameinaðs þings í fyrradag skýrði forseti, Jörundur Brynjólfsson, frá því, að forsetum þingsins hefði borizt bréf frá Æðsta ráði Ráðstjórnarríkjanna þess efnis, að það býður Alþingi að senda þingmannasendinefnd á næsta vori til Ráðstjómarríkjanna á þeim tíma, sem Alþingi hentaði bezt. Sagði forseti, að þessu boði hefði þegar verið tekið og myndu forsetar þingsins hafa um þetta samráð við þingflokkana. Þingflokkunum yrði nú sent bréf um málið og þetta yrði svo allt ákvðið nánar mjög fljótlega. Það væri alveg lagt á vald Al- þingis hve fjölmenn nefndin væri og eins hvenær ferðin yrði farin. I fyrra barst Alþingi erindi frá Æðsta ráðinu, þar sem spurzt var fyrir um afstöðu Alþingis til þing- mannaskipta og meiri kynna milli þingmanna, hvort Alþingi áliti það ekki æskilegt og að það myndi stuðla að varðveitingu frið- ar. Var því svarað svo, að Alþingi áliti það æskilegt og gagnlegt. Leikfélag Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi leikritið „Þrír eiginmenn", enskan gaman- leik í þýðingu Helga Hálfdánar- sonar. Leikstjóri er Jónas Jónsas- son, — Umsögn um leikinn verður að bíða næsta blaðs. Norsk bók um Laxness Einn af fremstu bókmennta- fræðingum Noregs í íslenzkum bókmenntum, Ivar Eskeland, hef- ur nýlega lokið við að skrifa bók um Nobelsverðlaunaskáldið, Hall- dór Kiljan Laxness, og kemur bókin út hjá „Fonna Forlag“. Bókin nefnist „Menneske og motiv“, og gefur skýringar á verk- um Laxness. Bókin mun koma bókabúðir á öllum Norðurlöndun- um samtímis þann 10. desember, einmitt sama daginn og Laxness veitir viðtöku Nobelsverðlaunun- n í Stokkhólmi. Þrjú erlend tilboð í byggingu dráttar- brautar Stjórnmálaályktun 10. þings Sósíalistaflokksins: Myndun vinstri stjórnar þýðingarmesta hagsmunamál verkalýðsins Brýnasta verkefni þjóðarinnar er að mynda ríkisstjórn, sem hnekkir yfir^ ráðum hermangara og einokunarauð- valdsins og hefur að nýju uppbygg- ingu atvinnulífsins í þeim landsfjórð- ungum, er eyðingin vofir nú yfir r I stjórnmálaályktun þingsins, sem hér fer á eftir eru dregnir lærdómar af þróun síðustu ára og færð rök fyrir nauðsyn vinstri samvinnu Blaðið hefur góðar heimildir fyrir því að þrjú erlend tilboð liggi nú fyrir hjá hefnarnefnd um efni og jafnvel lán til bygg- ingar nýrrar dráttarbrautar til þess að taka upp togara. Er eitt | tilboðanna frá Bretlandi, annað frá V.-Þýzkalandi og hið þriðja frá Þýzka alþýðulýðveldinu. Svo undarlegt sem það kann að virðast hefur hafnarnefnd enn engan formlegan fund haldið um þetta þýðingarmikla mál og leynir bæjarstjórn enn sem komið er þessum tilboð- um, sem munu hafa borizt á sl. vetri eða vori. Eru þessi einstæðu vinnu- brögð íhaldsmeirihlutans í hafn arnefnd þeim mun furðulgri, sem vitað er að Akuryrartog- ararnir hafa orðið fyrir stór- felldu rekstrartjóni, er þeir hafa orðið að bíða allt upp í 2 vikur eftir slippplássum í Rvík en eins dags bið með fullmönn- uðu skipi er lágt metin á 20 þús. krónur, og er þá ótalið það milljónatjón, sem þegar er orð- ið að því fyrir iðnaðar- og verkamenn bæjarins og ýmis ;' atvinnufyrirtæki, að dráttar- braut fyrir togara hefur ekki þegar verið byggð. Breytingar fyrirhugaðar á lögum um almannatryggingar Stjórnarfrumvarp felur í sér margskonar skerðingar á núgildandi réttindum Lagt hefur verið fram stjórnar- frumvarp á Alþingi til nýrra al- mannatryggingarlaga. Felur frum- varp þetta í sér veigamiklar rétt- indaskerðingar og markar í heild spor aftur á bak í tryggingamálun- um, þótt þar sé einnig um að ræða nokkur atriði, er til bóta mega telj- ast. Helztu breytingar skv. frumvarp- inu eru þessar: Heilsugæzlukafli nú- gildandi laga er með öllu fellur nið- ur. Réttur einstæðra mæðra til að fá barnsmeðlög greidd af Trygginga stofnuninni er felldur niður. Sama máli gegnir um 3 mánaða styrk, er barnsmóðir hefur haft rétt til. Nú verða þessar mæður að sækja rétt sinn sjálfar f hendur barnsfeðra eða sveitarstjórna. Fjölskyldubætur skv. frumv. verða nú fyrst greiddar með 3. barni í stað 2. eins og nú er. Þá er ákveðið, að á 1. verðlags- svæði skuli menn greiða 5 kr. fyrir hverja læknisvitjun og 10 kr. á 2. verðlagssvæði. Helztu breytingar til bóta eru þær, að mæðralaun hækka nokkuð og ellilífeyrír hækkar um 5%. Þá eru að lokum ákvæði um ið- gjaldagreiðslur, og fela þau f sér hækkun gjalda, en ekki verður full- séð hve mikla. I. Þýðingarmesta staðreynd í þró- un stjórnmála á síðustu tveim ár- um er að pólitík hins kalda stríðs erlendis og á íslandi hefur beðið algert skipbrot og að hinir raunsæ- ari stjórnmálamenn borgaralegu ríkjanna gera sér þetta meir og meir ljóst. Um leið og íslenzka þjóðin gerir sér grein fyrir skipbroti þeirrar stjórnmálastefnu, sem einkennt hefur síðustu 8 árin, er nauðsyn- legt, að hún átti sig á því, hvað þessi stjórnmálastefna hefur kost- að þjóðina. I 8 ára köldu stríði ameríska og íslenzka auðvaldsins gegn alþýðu landsins, hefur amerísk yfirdvottn- un stöðugt færzt í aukana. Þjóðin hefur verið gerð að leiksoppi arð- ráns- og spillingarafla einokunar- auðvaldsins, og þjóðarbúskapurinn að tilraunasvæði amerískra hag- fræðikenninga, sem ósamrýman- legar eru íslenzkum þjóðháttum. Afleiðingarnar blasa nú við á öllum sviðum þjóðlífsins. Launakjör verkalýðsins eru lé- legri en 1947 (des.), kaupmáttur tímakaupsins minni. Verkamenn suovestanlands verða að vinna mikla eftirvinnu til þess að lífsaf- koman verði sæmileg, en verka- menn í öðrum fjórðungum eiga við atvinnuleysi að stríða. Fjögur stór- verkföll síðan 1947 hafa ekki megnað að halda í horfinu, þótt hvert sinn hafi náðst nokkuð af því sem auðvaldið hefur rænt af verkalýðnum með tilstyrk ríkis- valdsins. Þjóðarbúí kapurinn er í öng- þveiti eftir 8 ára vaxandi óstjórn, I 7 ár hefur enginn nýr togari ver- ið keyptur til landsins og báta smíðar innanlands og bygging fisk iðjuvera að mestu stöðvaðar. í mótsetningu við þá stórvirjcu stefnu nýsköpunarstjórnarinnar 1944—1947 að efla hina inn- lendu atvinnuvegi, er væri grund- völlur sjálfstæðs efnahagslífs, hafa stjórnir hins kalda stríðs valdið stöðnun í sjávarútveginum, en gert betl og hermang að einkenni efna' hagsstefnu sinnar. En slíkt hefur verið fyrirhyggjuleysi og óstjórn þessi ár hins kalda stríðs, að þrátt fyrir Marshall-gjafir og aukatekj- ur af hernámi alls um 1100 millj. króna, — þá eru áburðarverk- smiðjan og Sogs- og Laxárvirkjun- in einu stóru framkvæmdir þess- ara 8 ára og kosta samanlagt um 300 milljónir króna (ef tollar og vextir til ríkisins eru dregnir frá stofnkostnaði þeirra). En erlendar fasfaskuldir eru í árslok 1954 orðnar 294 milljónir króna, en 1947 voru fastaskuldir ríkisins ein- göngu 5 milljónir króna. Taumlaus eyðsla yfirstéttarinnar og algert ábyrgðarleysi valdhafanna um ijóðarhag einkennir stjómina á jjóðarbúskapnum. — Enn byggir íjóðin því afkomu sína fyrst og fremst á þeim ráðstöfunum, sem nýsköpunarstjórnin gerði fyrir 10 árum um öflun togara, vélbáta og byggingu fiskiðjuvera og efling annars innlends iðnaðar. Þrátt fyrir hjartnæmar yfirlýs- ingar um verzlunarfrelsi, hefur út- flutningsverzlunin verið einokuð. En í innfiutningsmálum hefur ver- ið veittur taumlaus innflutningur á ákveðnum vörum, að svo miklu leyti sem það er í þágu amerískra og brezkra stóriðjuhölda og ís- lenzkra umboðsmanna þeirra, með þeim afleiðignum, að 1953 og 1954 er verzlunarjöfnuður Islands við Bandaríkin óhagstæður um 271 milljcn króna og við Bretland um 104 milljónir króna. Afskipti valdhafanna af húsnæð- ismálum almennings er eitt bezta dæmi þess, til hvaða ófarnaðar efnahagspólitík þeirra leiðir. Byrj- að var með því að afnema frelsi manna til að byggja íbúðarhús og að hindra bæjarfélög í útrýmingu bragganna og annarra heilsuspill- andi íbúða. Með þeirri bygginga- takmörkun tókst hvort tveggja i senn: að koma tölu árlega byggðra íbúða í Reykjavík úr 634 (1946) niður í 282 (1951) og skapa á ár- unum 1951—1952 tilfinnanlegt at- vinnuleysi. Jafnframt banninu við nýjum íbúðabyggingum, nema með leyfi stjórnarvalda, var svo húseig- ‘ (Framhald á 2. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.