Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 25.11.1955, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 25. nóv. 1955 Stjórnmálaályktun Sósíalistafl (Framhald af 2. síðu). byggingu atvinnulífsins í þeim landsfjórðungum, er eyðingin vofir nú yfir og stefnir að því að setja vinnu handa og heila í öndvegi í þjóðfélaginu. Ohugnanlegustu fyrirbærin í þjóðlífinu eiga rætur sínar að rekja til hnignunar og rotnunar auðvaldsskipulagsins sjálfs. Þess vegna verður Sósíalistaflokkurinn jafnan að vera minnugur þess, að takmarkið er afnám auðvaldss- skipuulagsins, enda þótt ráðstafan- ir vinstri ríkisstjórnar myndu á núverandi stigi stórauka einka- reksturinn á ýmsum sviðum. Verkefni ríkisstjórnar, sem styður sig við alþýðusamtökin, er eins og nú standa sakir, að hnekkja valdi einokunarauðvaldsins og hinna er- lendu bandamanna þess í íslenzku efnahagslífi, tryggja stjórnmála- legt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og tryggja afkomu og efnahagslegt öryggi alþýðunnar til sjávar og sveita. En skilyrðið til þess, að allt þetta gerist og leiði til velfarnaðar almennings, er að ríkisvaldið sjálft sé hrifið úr höndum hermangara og einokunarauðvaldsins og kom- ist í æ ríkara mæli undir áhrif al- þýðunnar sjálfrar og samtaka hennar. Með því vinnst það tvennt í senn, að verndað yrði og varið það lýðræði og þau lýðréttindi, er alþýðan nú nýtur og komið í veg fyrir, að braskarastéttin taki sér stjórnmálalegt alræði, — og hitt að alþýðan geti hafið sókn fram til þjóðfélags samvinnu og sameignar, þjóðfélags sósíalismans. IV. Flokksþingið álítur það veiga- mesta hlutverk íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, við hlið hagsmuna- baráttunnar, og stjórnmálabarátt- unnar, að beita sér fyrir alhliða nýsköpun íslenzks þjóðlífs í anda alþýðunnar til þess að forða þjóð- inni frá þeirri spillingarhættu, er því nú stafar af rotnun auðvalds- skipulagsins á hnignunarstigi þess. Verkalýðshreyfingin verður að ganga með reisn að þessu verk- efni, í fullri vitund þess, að það hefur verið hlutverk íslenzkrar al- þýðu á undanförnum öldum að varðveita hið dýrasta úr þjóðlífi íslendinga og að það verður hlut- verk sósíalistískrar alþýðu Islands að vemda og endurreisa allt það bezta úr fornri þjóðmenningu vorri og reisa á þeim trausta, þjóð- lega grun|ni þá alþýðumenningu framtíðarinnar, sm um leið geri hið bezta í menningu nútímans að sameign fjöldans. Það þarf nú þegar að gera sam- eiginlegt átak verkalýðsfélaga, samvinnufélaga og hverskyns menningarfélaga um að endurreisa og fegra skemmtana- og félagslíf þjóðarinnar, hnekkja áhrifum amerískrar ómenningar og kapí- talískrar gróðahyggju og spilling- ar. Það þarf að skapa samstarf slíkra félaga um að reisa félags- heimili fyrir alþýðuna, gefa út heilbrigð og góð skemmtirit handa henni og vinna í hvívetna að efl- ingu alþýðumenningar á öllum sviðum þjóðlífsins. Flokkurinn þarf að efla stórum starf sitt að þvi að ala alþýðuna upþ í hugsunarhætti félagshyggju og sósíalisma, bæði með því að vinna sjálfstætt úr verkefnum þeim, sem bíða á ýmsum sviðum þjóðlífsins og með því að útbreiða betur þekkinguna bæði á maxism- anum almennt og því, sem unnið er á Islandi í anda sósialismans. Flokkurinn, róttækir mennta- menn og verkalýðssamtökin, þurfa að taka höndum saman til þess að vinna gegn siðspillingaráhrifum ameriska auðvaldsins og aðdáenda þess, gegn vaxandi auðhyggju, valdsdýrkun og undirlægjuhætti, — en leggjast á eitt um að skapa það hugarfar hjá þjóðinni, er setur vinnuna, andlega og líkamlega, í öndvegi, metur manngildi ofar öllu öðru og breytir þjóðfélaginu í samræmi við það. V. Það er hlutverk verkalýðsins, vegna gildis hans og áhrifavalds í atvinnulífinu, í krafti forystuað- stöðu hans í stjórnmálalífinu og reisnar hinnar sósíalistísku hreyf- ingar hans í menningarlífinu, að leiða íslendinga fram til þjóðfrels- is og sósíalisma á næstu árum og áratugum. Sigursæl framkvæmd sósíalism- ans í þriðja hluta heims, vaxandi þjóðfrelsishreyfing undirokaðra nýlenduþjóða, efling verkalýðs- hreyfingarinanr í öllum auðvalds- heiminum og hinn mikli vöxtur friðarhreyfingarinnar í gervallri veröld — allt er þetta íslenzkri al- þýðu hin mesta lyftistöng í bar- áttu hennar. En frelsun íslenzkrar alþýðu undan oki erlends valds og inn- lends auðvalds getur aðeins verið verk alþýðunnar sjálfrar. Og hún hefur í höndum sínum öll ytri skil- yrði til þess að vinna það mikla verk. Allt er því komið undir ein- ingu hennar og stefnufestu. Á það vill 10. flokksþing Sam- einingarflokks alþýðu — Sósía- listaflokksins minna alla íslenzka alþýðu. || Nýkomnar II vörur: i; Delicius EPLI i Jonathan EPLI ;; VÍNBER i| APRIKÓSUR || 1; í dósum. KIRSUBER í dósum. JARÐARBER í dósum. Konfektrúsínur í pökkum kr. 7.50 GRÁFÍKJUR í pökkum kr. 3.25 Nýlenduvörudeild ;; ;; Og útibú. 1 V erkamannakaup hækkar um 71 eyri á klst. frá 1. des. !; Kauplagsnefnd hefur reiknað ;! I; út vísitölu framfærzlukostnaðar '! ;; fyrir nóvember og reyndist hún I; ;; 173 stig. Kaupgjaldsvísitalan!; ; reyndist hins vegar 161 stig og;; ; I verður því kaup greitt eftir vísi;; ; I töluni 171, samkvæmt samn-;; íingum verkalýðsfélaganna. I; Samkvæmt þessu hækkar; \ ;;tímakaup verkamanna um 71 <| í; eyri á klst. frá 1. des. n.k. í; ;; Hinn nýji kauptaxti verka-i; ^verður birtur í næstu blaði. i; Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna hyggst efna til námskeiðs í fram- sögn og leiklist Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri hefur í hyggju að efna til námskeiðs í framsögn og byrj- unaratriðum leiklistar nú eftir ára- mótin, ef næg þátttaka fæst. Eru líkur til að kostur verði á að fá mjög færan kennara til þess að annast kennslu á námskeiðinu, ef úr verður. Þátttökugjaldi verður svo í hóf stillt sem frekast er kostur. Þeir, sem hafa hug á að taka þátt í þessu námskeiði, eru beðnir að hafa, sem fyrst, tal af Jóni Ingi- marssyni, Kolbeini Helgasyni, Guðrúnu Guðvarðardóttur eða skrifstofu verkalýðsfélaganna. — Veita þau allar nánari upplýs. Þórshamar h.f. fyrir- hugar bætta þjónustu fyrir bifreiðaeigendur Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f. hefur í hyggju að reisa ný- tízku smurstöð, bxlaþvottaplan og benzínsölu á Gleráreyrum. Hefur félagið nú fengið fjárfestingarleyfi til þessara framkvæmda og hefur sótt um lóð fyrir þessa starfsemi vestan við Glerárgötu sunnan Glerárbrúar. Með byggingu þessarar stöðvar verður mjög bætt úr brýnni þörf á betri þjónustu fyrir bifreiðaeig- endur, en þeir hingað til hafa átt kost á. Leiðrétting. í upptalningu á íbúum „Gamla hótelsins" í síðasta blaði féllu niður tvö nöfn, þeirra Þorláks Einarssonar og Bjarna Hóseassonar. Þeir misstu báðir alla búshluti sína og fatnað. Fimmtugur varð 22. þ. m. GísJi Eylert, rakarameistari, Hafnar- stræti 88. Amerískar Barnahúfur væntanlegar um helgina. VERZL, B. LAXDAL I Góður fundur í Sósíal- istafélagi Akureyrar sl. þriðjudag - 6 nýir félagsmenn Sósíalistafélag Aureyrar hélt fé- lagsfund sl. þriðjudag. Þeir Rós- berg G. Snædal og Björn Jónsson sögðu fréttir frá floksþinginu, en síðan urðu fjörugar umræður um störf þingsins og stjórnmálavið- horfið. Á fundinum gengu 6 manns í fé- lagið. Bætast því nú nýjir liðs- menn á hverjum fundi. Á næst síðasta fundi gengu 17 manns í fé- lagið. Er þetta glöggt tímanna tákn um vaxandi styrk flokksins. Frá Skákfélagi Ak. Undanfarið hefur staðið yfir skákkeppni hjá félaginu, og eru keppendur sextán. Keppninni er þannig hagað, að keppndur hafa klukkutíma til umhugsunar, og eru tefldar þrjár umferðir á kvöldi. (Mánudögum og fimmtu- dögum). Níu umferðir eru þegar búnar, og er röðin þessi: 1. Haraldur Bogason 8. v. — 2. Jón Ingimarsson 8 v. — 3. Róbert Þórðarson 7 v. — 4. Haraldur Ól- afsson 7 v. — 5. Júlíus Bogason 6 v. (ein biðsk.). — 6. Halldór Helgason 6. v. — 7. Randver Karlesson 6. v. Síðastl. mánudag tefldi Júlíus Bogason samtímaskák við félags- menn á fjórtán borðum. Vann hann ellefu skákir, gerði tvö jafn- tefli og tapaði einni. Sá er vann hann var Friðgeir Sigurbjömsson. MÍR MÍR Sveitarlæknirinn áhrifamikil rússnesk kvik- rnynd verður sýnd í kvöld, 25. nóvember kl. 8.30 e. h. I myndinni leikur aðal- Iilutverk T. Makarova, hin fræga leikkona, sem lék aðal- hlutverk í hinni ógleyman- legu mynd „Steinblóminu“. Sýningin er fyrir félaga og gesti. Innkaupsverð Karlmannafrakkar Karlmannaföt Skyrtur Hálsbindí Sokkar Hanzkar Allar þessar vörur verða seldar með innkaups- verði til jóla. VERZL. B. LAXDAL Verkamannafél. Akureyrarkaupst. heldur félagsfund í Verkalýðshúsinu n. k. sunnudag, 27. nóvember kl. 3.30 síðdegis. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Stefnuyfirlýsing A. S. í. urn atvinnumál og önnur þjóðmál. 3. Félagsmál. 4. Skemmtiatriði. Fjölmennið stundvíslega. STJÓRNIN. TILKYNNING Þann 31. október 1955 framkvæmdi notarius publicus í Akureyrarkaupstað útdrátt á skuldabréfum láns Al- þýðuhúss Akureyrar. Þessi númer komu upp i 50 pús. kr. láni: 1 _ ] 1 _ 17 _ 22 - 24 - 35 - 43 _ 51 - 52 - 53 - 57 - 60 - 74 - 76 _ 78 - 79 - 80 - 82 - 87 - 89. Af 100 pús. kr. láni komu pessi númer upp: Lítra A: 5-8- 10- 32 - 52 - 57. Lítra B: 93 - 107 - 108 - 115 - 134 - 146 - 154 - 156 - 159 - 162 - 164 - 180 - 182 - 188 - 201 - 202 - 204 - 210 - 224 - 228. Lítra C: 298 - 301 - 349 - 352 - 353 - 359 - 361 - 371 - 383 - 384 - 411 - 430 - 436 - 442 - 452 - 463 - 468 - 477 - 489 - 499 - 506 - 508 - 520 - 521 - 526 - 5.32 - 535 - 536 - 538 - 560. Útdregin skuldabréf og vextir af bréfum verða greidd eftir 1. janúar 1956 hjá gjaldkera Alþýðuhússins, Stef- áni K. Snæbjörnssyni. STJÓRN ALÞÝÐUHÚSSINS.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.