Voröld - 18.02.1919, Blaðsíða 3

Voröld - 18.02.1919, Blaðsíða 3
"Wmnipeg, 18. febrúar, 1919 VORÖLD. Bis. í Minnisvarða málefni Röskvari en kjallaranefnd Jóns Sigurðssonar styttunnar, rausn- ast hún út í blöSin nú, og hlammar sér á þröngsetinn þjóöræknisbekk- inn og eggjar almenning, þessi minnisvarða uppkreista í Winnipeg, bún, sem hlaöa ætlar “Heiðursteikn yfir leiði” hniginna hermanna íslenzkra. Henni virSist það víst tímabærasta tiiþrifið á þeirri leið, að greiða raunagötu þá sem framundan þeim liggur, sem afturkoman auðnast, lifandi að vísu, en lamaöir á hug og heilsu. Með þessum línum skal ekkert sagt af illum hug til hermannanna islenzku, þeirra sem féllu, né hinna sem á fótum eru. En ætlað er þeim, að vara íslenzkt vinnufólk og bændalýð við því, að sem aflögu- eyri kunna að hafa, að hrapa mjög að gjöfum í þá hít, að sinni, en verja heldur því fé til brýnni bráSaþarfa þeim liðsmönnum íslenzkum sem uppi standa og heim hverfa. þeir “dauSu liafa sinn dóm með sér” sem sagan kveður upp síö- ar, til eftirdæmis eður aðvörunar, og þá verður auðveldara, að glöggva sig á einhverju því atriði, sem íþrótt vorri og orðstír inna föllnu, kynni að geta staSið “ótrotgjarnt í Bragatúni” að verðugu vitni. Samt skal því samsint vera, að enginn er líklegari en Einar Jóns- son til þess, að ganga á bug glitsnjáöa tízku sem þræðir venjuna og smásnotrið, og mætti hann einn umráða., væri hann vísastur til að leysa af hendi eitthvert stórskoriö útdýri, sem opnaði huganum fagurt fjallsýni, inní örlaga lieim norrænnar daðar og drengskapar, svo að jafnvel fyrir óslcygnum augum okkar ratanna, tofaði fyrir nokkurri 1ign kringum sjálfa óhappamennina, eins og Sigynar, sem stendur og heldur mundlauginni yfir höfði Loka, allar aldir fram til ragna- raka, til varnar því, að öll jörS skjálfi og mennirnir deyi af meiðslum við kvalateygjur hans, sem verstur á að hafa verið. Einstaka sinnum, en örsjaldan, hepnast stölmm manni, að af- kasta því sem aldrei verSur eins vel gjört oftar. Eddu-sögnin um Sigyn, er eitt dæmi þess. Engin þjóösaga neinna trúarbragða, hefir dregið upp eins göfuga konumynd. “Madonnur” snillinganna verða hégómlegar við hliðina á henni. Lengi mun íslenzk íþrótt geta leitað sA' uppi margan ódainsakur í landrými öræfanna og aldanna, fyrir lögun eður liti. Við vitum ei nema það sé stærra landnám þar nú en nokkurn grunar. Ennþá fer okkur svo, “að sá stendur mitt á meðal vor, hvern vér ekki þekkjum” það er allra landa borgarbragur. En tslendingar góðir—Við eigum fyrst úr lifandi vandræðum að leysa: liögum heimlcominna hei’manna. J)ar mun okkur ekki veita af öllu okkar aflögufæra fé og forsjá, fremur en öðru fólki hér, eigi ekkert ilt af að hljótast. Svo hefir þaS reynst öSrum þjóðum áSur. Hervald spenti þýzkaland megingjörðum upp lír sigursæld. Her- mála-brugg Frakka liafSi nærri farið þjóðstórn þar aS forgörðum út af sömu sökum. Ýmsir óvandaðir togar ófust inn í uppistöðu Banda- ríkjastjórnar, eftir borgarastríðiS þar. ViS eigum sömu viðsjár í vændum, þótt hitt berist uppá bi'áðasta hönd, að þjóðin svíki ekki af sjálfri sér, líf og limu, með loforðum um bráuö og björg, sem brotin eru. Eftir þeim efndum eigum við íslendingar einnig að ganga hvað sem það kostar. Grunsamt er, að hinir heimalentu viti allir hvér aö réttur þeirra sé, né tökin sem til þurfa, að ná honum,án þcss slíkt verSi málfærslu mönnum mak á krók. Svo fór það í Bandaríkjunum fyrr- um. Að eðlisfari eru fslendingar nokkuð tómlátir í bráðir. Ekki er örvænt, að þeir úrgengjust í ösinni. “Voröld” hefir því hafiS þarft verk, ef svo er sem hún býSur, að hún veiti íslenzkum liðsmönnum þá aðstoð ókeypis, eftir föngum. En er hún þess umkomin svo n egi? Væri hitt ekki hægt, og nauðsynlegt, aS með samtökum Islendinga væri haldiS uppi einhverju ráðfærslu athvarfi í Winnipeg, undir stjórn færs og dugandi manns, sem annaðist þau mál, hermönnunum aS kostnaSarlausu ? Ókununugur spyr. Heitorð þjóSarinnar við hermennina ættu ekki að verða aö tví- mælum. Ekki þó fyrir þá skuld, að þeir heimhorfnu sem litla eiga sér úavegi, eigi unjönnun alþýðu skyldugar skiliS, en inargir hennar heimamanna, sem lagt hafa, líf og heilsu sína í sölurnar, fram á fall- andi í'ót, til upþgangs fyrir þetta auðnadand, en sjálfir ekkert úr býtum boriS, annaS en erfiSið og fátæktina. En það verður léleg sanngimi, þó lögs séu saman tvö rangindi. Líkt er það sennilegt mjög, sem “Voröld” víkur á, að ýmsir, sem þo vilja halda uppi minningu þessarar “darraðar dróttar” séu orðnir svo saddir á þessum steinaldar hugsunarhætti, sem aldrei dettur neitt nytt 1 hug, en steypir sjálfan sig altaf upp, að nú hafi þeir í hyggju, a reyta til. það hafði jafnvel veriS haft orS á því, í næsta kota- þorpmu hérna á útkjálkanum, áSur en “Voröld” sagSi frá þessu. Annars hefir “Ileimskringla” lagt til þessa máls, það sem líklegt væn ti að fá fylgi fólks, allvel færi á, og er að auki málamiSlun. 1 > un getur þess að Winnipeg-bær, þessi Aþena Islendinga í NorSvest- urheimi, ætli aS efna sér til safns af listaverkum. Með svo sönnum rökum og gremagóðum að óþarft er aS endurtaka, sýnir blaSið fram á, aS það se þjoðrækmsskylda Vestur-fslendinga, aS eiga hlut þar að. Svo er það lika, og a baSa bóga, eykur við álit ættjarSar okkar, meS að koma því á framfæn sem þar er bezt gjört, og auðgar fósturlandið hérna aS góðum gripum. Ekla er ólíklegt, að einhverir íslendingar vestan liafs, éigi þegar nokkra muni heimagerða, sem sæmdu slílcu safm, og iélu þá af hettdi rakna^ Næstum víst, að nokkrir myndu unna safninu þeirra eftir sinn dag, ánægSir yfir, að leifa dýrgripi sína í svo góSri geymslu. Vænta mætti, að enhverir Vestmemr, sem til íslands ferðast framvegis og peningaráð liafa, myndu finna sér metn- að í, að auka ýmsu góðu viS. pá tclur “Heimskringla” þaS helzt viS hæfi, að minnismerki yfir hermennina föllnu, eftir Einar Jónsson, ef úr því yrSi, væri ekki lagt upp lengra en fyrir sæti á safninu, að svo komnu. þetta er þjóSráð, ems og á stendur. Miklir og dýrir minnisvarðar, yfir herkonga og hernaSarfrægð, hafa það til, að falla fyrir örlög fram, þegar samvizku- morauSur borgarmúgur gengur bcrserksgang um torgin. Söfnin mnanhúss eru þá vísari griSastaður fyrir þesskonar. Minnisvarðar í orgum úti, vekja minni eftirtekt cn virðast mætti. Sökurn þess hve a ^engir þeir eru, hrífa þeir hugina viðlíka vel eins og handbókar a irvor í messunum — þessir dvergar, í nágrend viS loftlýti einhvers s jas.wnans. í safnhúsi sjást þeir fremur af þeim sem meta kunua. vo yi i þaö eiimig ólíkt ódýrara, en eitthvað báltn í bæarjaSri, en í.i tan no.vkur, að s:eki í það sem “sjóðþurkur” nefnist hér í blöðun- !ini Pegar landsfé hrekkur illa til útgjalda, eigi almenningur að reisa þennan mmnisvarða-ás um .öxl sér, aS mildu leyti. Áhæta er, að svo an iynr, féhirði fyrirtækisins sém Ögmundi sál. Sigurðssyni, sem re.una kvað, sífeldur “sjóðþurSur verði í peningahólfum hans.” því herrann yissi það hentast mér, AS hafa þá ekki of marga,” orti Ögmundur, og eins fór það þegar hann dreymdi, aS bezti vinur ans og bjargvættur, væri orðinn konungur Dana, og eins og viS var aS búast og öll stjórnarvöld gera, sem kunna hæfileik sinna vina, gerði hann ömund þegar að gjaldkera ríkisins. Ögmundi fanst líka hagur sinn hækka, þar sem hann sat í fjárhirzlunni, meS raðir af dalakútum á öllum hillum. ])að varð þó skammgóður vermir. Út- borganir drifu aS honum, úr öllum áttum. Ilann lagði þær saman, og taldi í kútunum, hvaS ofaní samt: “Eg var að telja, og taldi brattan Tíu sinnum hvern skildings skrattann,” því launa-horfur hans sjálfs versnuSu sífelt, þangað til að: “Handa mér varð ekkert ettir, utan kútar, rófubrettir: ” sem þýSir víst sama og tómir. Viöbúið væri, að allur upptíningurinn eyddist fyrir okkur, til aS bisa bjarginu upp á gatnamót, en lítið yrði afgangs til að launa Einari sinn starfa, annað en ávísan á þjóðræknisþörf okkar og hrós fyrir handarvikiS. “Toading is his long suit”—smajaðriö er hans kjólklæðnaður—segja þeir sem enskuna kunna, um þá, sem lagnir eru aS mýkja sitt fram með fagurgala, og viS kynnum aS bregða því fyrir okkur í fjárþröng, og Einar er líklega lítill kaupmaður. Okkur hefir farist nú sem oftar, og eins og öðrum mönnum gjarnast gengur, tekið trúanlegt erlendra manna mat á Einari, en ánægjulegra var, hefðum viS uppgötvgað liann sjálfir, fyrstir manna. En svo gerum við það nú viö næsta mann, þegar viS förum að draga okkar deild aS listasafn- inu í Winnipeg, því það hollræSi “Heimskringlu” ættum við að hafa. Meðal innlendra er nú mjög skvaldrað um það, aS í hverri borg og bygS skuli reist almenningshýsi, einskonar Vingólf, fyrir allan félagsskap og mannfagnað hvers nágrennis, í þeim á aS vera eitt “allra lielgasta” er geymi minjar um sína sveitunga sem féllu, og stríðið. þetta kann að veröa, en sú hreyfing hefir tæplega áttað sig glögglega enn. Sé þaS annað en ímyndun okkar til ánægju, að til muni íslenzkir miljónarar í Winnipeg, og jafnvel þó að ekki væri um aöra aS gera þar, en vel efnaða menn, ættu þeir úrtölulaust að fá, aS kosta til hvers konar minnisvarða, sem þeir kysu. Helzta réttlæting, einstaklings auðlegöar, hefir löngum verið sú, hvílíkur bjargvættur fyi’irtækjanna hún væri, og listanna líka. þarna gæti hún gengið sér í góöar þarfir. Einliverstaöar í Bretasögu er getiS um karl sem Cromwell hét. Hann var byltingaseggur og “bolsheviki” sinna tíma. það var sú taugin sem lialdiS hefir uppi inum betri orðstír hans, ávalt, síðan hann leið undir lok jarðar. Einnig var hann heljarmenni og haröráð- ur. Um þaS gerði alþýSusamvizkan sína munnmæla sögu, sem enn er til í æfintýrum. Hvar sem Cronrvvell var staddur, í heimahúsi eöa ríkisráði, blasti ætíð við öllum óstorkinn blóödropi á hálsklútnum hans. Einu gilti þó klúturinn væri nýr, á sama' stóð þó liann væri þveginn, blóSdropinn kom óðara í ljós aftur, jafnskjótt og Cromwell hafði hnýtt honum um hálsinn. þessi litla, meinlausa ógeðsfylgja hans, varð honum grimmara böl en ýmsum aörar stærri. Engum skildi meinað, að þvo blett úr hálsklútnum sínum með hverju sem honum kemur til hugar. Stephan G— Nokkur orSumfriða rþingi#. Eftir Séra Hallöor Jónsson Fram á það er farið í friðarstefnu Wilson’s að settur verði á fót alþjóðadómstóll—nokkurskonar alþjóöa hæsti réttur, sem rannsaki og dæmi í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma milli ríkjanna og sakfelli þær þjóðir sem brotlegar kunna að gerast við alþjóða- lögin; líkt og dómstólar ríkjanna, nú dæma í deilumálum þegnanna og úrskurða þeim einstaklingum hegningu sem brotlegir gjörast við landlög og rétt. Gert er énnfremur ráð fyrir alþjóðalöggæzluliði (Intemational Police Force) sem hlýða boðum alþjóðaráðsins og framkvæmi og fullnægi dómum alþjóðadómstólsins, þ.e. hegni og brjóti til Mýðni þær þjóðir og ríki sem brotleg kunna að finnast við alþjóðalögin, svipað því sem löggæslulið hinna ýmsu ríkja gerir gagnvart þeim einstaklingum, sem í sekt hafa verið dæmdir (þessi tvö atriði verða hér athuguð í einu lagi, til hægðarauka) Að útkljá ágreiningsmál ríkjanna með friðsömum dómum í stað þess að ráða þau til lykta með vopna viðskiftum, hefir ekki svo sjaldan verið gert á umliönum öldum. þannig er alloft talað um gerðardóma í sögu Grilckja og Róm- verja. Árið 387 f.k. gerði Ai’taxerxes, konungur Persa, í málum Apenu og þebumanna gegn Spartverjum. í sögu Rómverja er þess líka getið að bæði Juííus Cæser, Pompey hinn mikli og fleiri Róm- vcrskir landstjórar (Pro-Consuls) hafi dæmt í málum austurlenzkra konunga og smá þjóða. Á miðöldunum voru slíkir gerðardómar mjög tíðir. Oftast voru það Rómversku páfarnir sem þessa dóma dæmdu einkum meðan veldi Rómversku kirkjunnar stóð í mestum blóma. þannig skifti Alex- ander páfi hinum sjötíu löndum í Suður-Ameríku milli Spánverja og Portugalsmanna, með gerðardómi, og Clement ellefti dæmdi í málum Lúðviks fjórtánda, Frakkakonungs og Leopolds keisara. Á síðari árum hefir slíkum gerðardómum farið mjög fjölgandi. þannig útkljáðu t.d. Bretar og Bandaríkjamenn með gerðardómi, ill- kynjað mál sem lengi hafði staðið milli ríkjanna útaf stríðsnekkj- gmni Alabama, sem Sunnanmenn á þræla styrjaldar tímabilinu, bjuggu út á Englandi, og að öllum líkindum með vitund enslcu stjórnarinnar, til hernaðar gegn kaupskipum Norðanmanna. Árið 1889 gerði Óskar Svíakonungur um þrætumál stórveldanna þriggja, Bretlands, Banda- ríkjanna og þýzkalands útaf SVnoa eyjunum í Kyrrahafinu, sem öll þesi riki vildu eignast. Margar þjóðir hafa líka á síðari árum bundist samningum við*| önnur ríki, aS þannig skyldu, á friðsaman hátt öll deilumál þeirra á millum verða útkljáð í framtíðinni. þó voru oftast tvö mál undan- skilin þessari skuldbindingu,, nefnilega þau mál sem álíta mætti að snertu sóma eða sjálfstæði ríkjanna. Árið 1899 var alþjóðadómstólnum í Hague komið á fót. í þenn- an dóm skyldu stórveldin nefna sína fjóra dómarana hvert, en þó gátu þau ríki cr mál sín vildu leggja fyrir þennan dómstól leitað til dóms í sínum málum. Ekki var ríkjunum heldur gert. að skyldu að leggja mál sín fyrir þennan dómstól. þeim var aðeins boöið að nota Jiann vildu þau útkljá mál sín á friðsamlegan hátt. Ekki gat hann með neinu móti, heldur þröngvað viðkomandi þjóð að lilíta úrskurSum sínum, og var þessi alþjóðadómstóll því áhrifa lítill% tryggi friðinn en fyrirbyggi styrjaldir með því að gefa öllum þjóöum Illutverk friðarþingsins cr nú að stofnsetja alþjóðardóms’ól sem jafnan rétt til að sækja mál sú’ eða verja fyrir óháðum, óhlutdræg- um dómstól sem dæmi mál þjóðanna eftir lögum og sanngirni. Til þess að slíkur dómstóll kæmi að tilætluðum notum þyrfti hann að fullnægja vissum ákveðnum skilyrðum: 1. —það verður að gera öllum þjóðum það að úfrávíkjanlegrí skilyrðislausri skyldu að leggja þau mál sem ríkin eða þjóðirnar geta ekki útkljáð sín á milli á friðsaman hátt, nndir þcnnan dómetóL Hin minsta tilraun til þess að koma málum sínum fram með ofbeldi verður að skoðast brot á alþjóðalögunum og bein svik við anda og stefnu alþjóðasambandsins. í slíku tilfelli verða allar aðrar þjóðie að skoða það sem sjálfsagðá og háleita skyldu sína að aðstoða sam- band þjóðanna 1 því að hegna þeim sem brotin fremja. 2. —Alþjóðadómstóllinn verður að geta þröngvað þjóðunum tíí þess að hlýða dómum sínum. Uppástunga Sir Roberts Ceeil, aðstoð' ar utanríkismála ráðgjafa í ráðaneytinu Breska fer fram á að dóm stóllinn aðeins dæmi í deilumálum ríkjanna, en láti þau svo sjálfráð» um það þvort þau hlíti þeim dómi eða ekki. Ef þessi uppástunga- næði fram að ganga mundi gagnsemi alþjóðadómstólsins að mikhs leyti eyðilögð. Fyrst, vegna þess að þá gæti hann ekki gefið ríkjma- um neina verulega tryggingu fyrir því að mál þeii’ra yrðu til ly'k trs leidd á friðsaman hátt, en meðan svo er munu þau telja sér nauðsyií að vera búin til ófriðar, en allur herútbúnaður og liðsöfnun æsir hemaðar fýsnina meðal þjóðanna. 1 öðru lagi mundu þjóðimar^, þó þær ef til vill kinokuðu sér vlð að þverskallast við dómum alþjóð • adómstólsins þegar um smærri mál er að ræða, ekki vera líklegar tii þess aö skeyta slíkum dómum ef um þau mál væri að ræða sem vera lega snerta hag þeirra. 3. —Alþjóðasambandið þarf að hafa alþjóða löggæzlulið, seiíí spursmálslaust hlýðir bóðum sambandsins og framkvicmir dóma at þjóðadómstólsins. 4. —það verður að takmarka herlið og herútbúnað hinna ein- stöku þjóða svo ekkert ríki geti ógnað alþjóðabandalaginu með her- valdi. Með öðrum orðum, það má ekki leyfa neinu ríki að hafa eio^ mikið herlið á sjó eða landi eins og alþjóða bandnlagíð hefir yfir aB ráða. Gæta verður þess að þetta virðist fara i beina mótsetningu vITl stefnu Breta, sem búast við hér eftir sem hingað til að verða einráðie á, hafinu (sbr. ræðu Churehill’s ráðherra og Sturdee’s sjóforingja og; fleiri leiðandi manna). Einstöku menn í Bandaríkjimum hafa líka farið fram á að þau ykju svo flota sinn að þau stæðu Bretum þar jafnfætis. Ef þær stefnur næðu fram að ganga yrði jafnvæginu rask • að. Einstöku þjóöir ættu þá að fá framgang sinna mála undir lögran og dómstólum. en aðrar undir hervaldi og vopnaviðskiftum með þvi að þær þyrftu ekki að hlýða alþjóðadómstólum fremur en þær sjálfae vildu. 5. —Alþjóðadómstóllinn má ekki vera háður áhrifum sérstakrr* þjóða,- Ilann verður að gefa öllum þjóðum örugga tryggingu fyriv því aö allar séu þær fyrir honum jafnréttar, en mál þeirra dæmt eftir málavöxtum. í dómara sætin verða þeir einir að vera valdir sem njó- ta og verðskulda alþjóða álits fyrir lærdóm og réttsíni. Engin þröng- sýn þjóðemis eigingirni má komast þar að, menn verða aö skilja það alment að slíkur dómstóll á ekki að vinna að hagsmunum neiunac sérstákrar þjóðar, heldur að sameiginlegri heiil alls mannkynsins. 6. —Hann má ekki vera einskorðaður við að dæma í málum þeirrrá þjóða, einungis, sem taldar verða fullveðja meðlimir bandalagsins.. Margar þjóðir eru og verða eítir friðarþingið, þrátt f yri e allar yfirlýsingar um hið gagnstæða, háöar öðrum ríkjunx eða undirokaðar aðrar þjóðir. Slíkar þjó'Öir Iiafa siðferðis- lagan, og vera að háfa lagalegan rétt til að ieggja stjálf stæðiskröfur sínar fyrir alþjóöa dómstólinn, annars yi’ði alþjóðasam bandið þröskuldur í vegi fyrir vaxandi frelsislöngun þjóðanna. En hér stöndum við andspænis mjög’ eiwiðu spursmáli, nefnilega hva'ð langt geur eða verður alþjóðasambandið aö ganga í því að hlutast til um þau mál sem við vanalega skoðum innanríltis mál þjóðanna. Hvernig á það að fyrirbyggja innanlands óeirðir? Hvernig á það að sjá um að smá þjóðirnar eöa þjóöarbrotin sem innlimuð hafa verlt?> móti vilja sínum í önnur ríki, nái rétti sínum? Um þetta mál verður nánar talað síðar. (Framhald) GILLINIÆÐAR VALDA MÖRGUM SJOKDÖMUM pú getur helt ofan í þig Öllum meðölum sem hægt er að kaupa; —eða þú getur látið skera þig og tæta allan í sundur eins og þér sýn- ist— —Og samt losnar þú aldrei við þá sjúkdóma sem af gilliniæðum stafa FYR EN J)ÆR ERU LÆKNAÐAR. (Sönnunin fyrir þessu er sú að ekkert sem þú hefir reynt hefir læknað þig til fulls) ER ANNARS NOKKUR pöRF A AÐ SEGJA p£R þETTA V£R LÆKNUM til fulls hvern ein- asta mann sem hefir GILLINIÆO og til vor leitar hvort sem veikin er í láu stigi eða lagi langvarandi eða skammvinn. Vér læknum með VEIKUM RAFMAGNSSTRAUMUM eða ef þér læknist ekki þá þurfið þér ekki að borga eitt einasta cent. Aðrir sjúkdómar eru einnig Iknaðir án meðala. Ef þér getið ekki komið þá sltrifið. Axli sem vaxa af útkynjaðri giilini- jeð þegar þær blæða ekki eru þær kallaðar blindar giiliniæðar; þegar þær blæða öðruhvoril, eru þær ka'R- aðar blæðandi eða opnar. —Orðabók Wehsetxa DRS. 503 McGreevy Block AXTELL & THOMAS Winnipeg, Man. White & Manahan, Ltd. 18882—Stofnsett fyrir 36 árum—1918. Kaupið Jólagjafir yðar fyrir Karlmenn hjá hinni gömlu og áreiðanlegu búð. Yér liöfum gjört þúsundir fólks ánægt stt5- astliðin þrjátíu og sex ár. Vér höfum gjört betri ráðstafanir þetta ár en nokkra sinni fyr til að láta ferðir yðar í búð vore verða sem ánægjulegastar. ÚRVALS HALSBINDI 5Qc. 75c. $1.00 $1.50 $2.50. ...Margar tegundir af Skirtum, Pyjamas, Vetlingum, SilM- klútum, Axlaböndum, Húsfrökkum. VERÐ MJÖG SANNGJARNT. White & Manahan, Ltd. 500 MAIN STREET

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.