Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 4
4 af nýju í fyrirlestrum mínum og á annan veg, og þvi meira sem jeg fæst við Eddukvæðin, hvort sem heldur er í heild sinni eða sjerstaklega hvert fyrir sig, styrkist jeg altaf meira og meira í því, sem jeg hef komist að, og er nú fremur en nokkuru sinni sannfærður um, að jeg hafi á rjettu máli að standa um heimili þeirra og uppruna. BMO heimtar, að jeg megi ekki láta í ljósi skoðanir mínar, nema »þær sjeu óyggjandi*.1 Heldur BMO virkilega, að hans skoðanir sjeu *óyggjandi«?; jeg ætla að eins að benda á, að próf. Bugge hefur sagst fyrir skömmu ætla að sýna, að Eddukvæðin sjeu til orð- in á Vesturlöndum (eyjunum, írlandi) og munu honum þá valla þykja skoðanir BMO »óyggjandi«; þar að auki veit BMÓ vel, að hjer geta ekki feingist óyggjandi röksemdir, hvorki með nje móti. Hvað ætli leiddi af þvi, ef einginn mætti segja neitt eða skrifa, nema það sem væri svo? BMÓ hefur ritað bók um rúnirnar á Islandi; jeg er honum varla samþykkur um nokkurt orð í þeirri bók, og þó er jeg glaður yfir því, að sú bók var prentuð; sama máli er að gegna um ritgjörð hans um Ara fróða og þátt hans um Kristnisögu o. fl. og vildi jeg þó ekki, að sú grein væri óprentuð2. Annað atriði vildi jeg nú þegar taka fram. Bls. 51 í 3. grein neðanmáls segir BMÓ, að tíma- tafla min sje »mestöll . . ekki annað en handahófs- reikningur og hugsmíð höfundarins«. Þessi orð eru mjer með öllu óskiljandi; taflan er saklaus og sett að eins til ljettis fyrir lesendurna, hún er blátt á- 1) Gleiðletrað af mjer. 2) Jeg fæ, yonandi, innan skamms tækifæri til að rita. móti því flestu, sem þar er sagt.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.