Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 12

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 12
12 þess er ýmislegt fleira, sem bendir á grænlenskan uppruna í kvæði þessu. Samt sem áður er jeg sannfærður um, að BMÓ hefði hjer getað komið með einhverja »mögulegleika«, og ef hann hefði ekki gert það, hefðu aðrir orðið til þess; enda hef jeg upplifað þá ánægju að heyra merkorðan mann vilja verja það, að kvæðið gæti verið íslenskt alt um það, og hann ljet í Ijósi ýmsar mögulegleika. skýríngar-tilraunir; en nú vill svo til, að þetta kvæði er kallað »Atlamál en grœnlenzku« á tveimur stöðum í handritinu (codex regius; í les- málslínu á eftir Atlakviðu og í titli kvæðisins sjálfs). Af því svo er, er hjer eingin músarhola, sem mögu- legleikar geti skotist inn í, og maðurinn, sem jeg átti áðan við, játaði og, að þess vegna væri kvæð- ið sjálfsagt grænlenskt. En það sjá allir, hve miklu áreiðanlegri og hættuminni mín aðferð er en hin, sem BMÓ hyllir og þeir, sem hans flokk fylla. Einmitt þ e 11 a kvæði, þ e 11 a dæmi sýnir það deginum ljósara. Samkvæmt þessu tel jeg vist, (svo að jeg láti mjer lynda, að taka að eins tvö dæmi), að t. a. m. vísuhelmingurinn, sem jeg gat um áðan: sem fyr ulfi geitr af fjalli óðar rynni geiskafullar bendi á, að hann (og þar með kvæðið sem hann stendur i) sje ortur af norskum manni; samlíkíngin er hjer svo ágæt, svo vel tilfundin og svo ljós-lif- andi gripin út úr norskri tilveru, sem frekast má verða. Það er ekki til neins að vitna til þess, að Islendíngar hafi þekt orðið ú 1 f u r, vitað að úlfur var rándýr, þekt g e i t u r og haft þær sem húsdýr að nokkurum mun1 (sem jeg hef aldrei neitað); menn 1) Geitaromsa BMÓ, bls. 47—8, er með öllu þýðíngar- laus í þ e s s u sambandi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.