Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 69

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 69
69 íið þjóðin er hætt að hafa það flrir augum daglega, ■eins og jeg hef sfnt mörg dæmi til í ritgjörð minni í firra. FJ. játar þetta nú berum orðum í svari sínu á 9. hls. Enn þó tilfærir hann enn tvær slík- ar samlíkingar (vsem sJcyli Jialtr Jienda | Jirein í þd- fjalli* * og »sem fyr úlfi | óðar rynni \ geitr af fjalli | geisJcafullar«) sem sönnun firir því, að kvæðin sjeu norsk. Að því er síðara dæmið snertir, hef jeg í hinni flrri ritgjörð minni leitt Ijós rök að þvi, að þ»að muni hafa verið almennur talsháttur »að renna sem (örg) geit firir úlfi«. Þar við skal jeg nú bæta •einum stað úr Vallaljóts sögu: »Ljótr mælti: biða myndi Karl, afi þinn, oJc aldri lét hann eltaz sem geit«. Jeg get því ekki sjeð neitt sjerstaklega norskt i þessari samlíkingu, og það því síður, sem hún keraur firir svo að segja með sömu orðum í vísu í Örvaroddssögu. Eini munurinn er sá, að í Eddu- kvæðinu (Helgakviðu Hund. II) er sagt, að geiturn- ar renni »af fjalli«, enn það er ekki framar norskt enn íslenskt og þar að auki samkvæmt eðli geit- anna, sem Islendingar þektu eins vel og Norðmenn, og þurfti því ekki mikið ímindunarafl til að bæta því við. Mjer þikir vænt um, að FJ. játar nú, að geitin sje ekki sjerstaklega norsk, heldur líka ís- lensk, og hefur þá »geitaromsa« mín ekki verið skrifuð til ónífis.1 Auk þessara tveggja þíðingar- lausu samllkinga tekur FJ. nú í svari sínu að eins tvö dæmi af þeim »mörgu«, sem í hans augum bera vott um norskan uppruna kvæðanna, og má ætla að hann hafi ekki valið þau aí verri endanum. Þessi tvö dæmi eru (örninn á asklirnum’ og (geita- 1) Jeg nota tækifærið til að leiðrjetta eina villu i þess- ari »geitaromsu«. Jeg hef í ógáti talið Geitaberg í Stranda- *íslu i staðinn firir í Strandahreppi í Borgarfjarðarsíslu.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.