Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 70

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 70
70 smalinn með heslikilfuna’. Um firra dæmið leifi jeg- mjer að vísa til þess, sem jeg hef sagt um það í hinni firri ritpjörð minni,1 og skal jeg bæta því við,. að likt kemur firir í Sjúrðar kvæði hinu færeiska: Táð sögdu honutn villini fuglar, upp i sitja i eik: sjálvur sJcalt tú Sjúrður eta áf tíni steik,2 Færeiingurinn, sem orti þetta, hefur þó víst aldrei sjeð fugla sitja »í eik« í Færeijum. Enn FJ. kem- ur nú líklega næst með það, að þetta hljóti að vera ort í Noregi! Um hitt dæmið — ’geitasmalann með heslikilfuna’ — vísa jeg einnig til ritgjörðar minnar í firra. FJ. hefur reint að sína findni sina út af því, enn honum hefur ekki tekist það vel, og þar að auki sannar slik findni haria lítið. Jeg verð að halda því fram, að íslendingur, sem til Noregs kom,. hafi ekki þurft að elta geitasmala um bergskorur og hamra til að komast að því, að prikið hans var úr hesli. Það er jafnvel ekki óhugsandi, að að- komumaður islenskur hafi sjálfur verið geitasmali í viðlögum í Noregi. Enn sleppum því. FJ. hefur þegjandi geugið tram hjá neðanmálsgreininni við ritgjörð mína í firra (á 63. bls.), þar sem jeg tek það fram eftir bendingu frá Pálma Pálssini, að hesli kunni hjer að tákna við alment, líkt og þollr í Völuspá, og þá verður alt íslenskt. Það er ann- ars fróðlegt að taka til samanburðar við þennan stað einn stað í Sjúrðarkvæði. Þar er verið að segja frá uppvexti Sjúrðar og leikum hans við aðra sveina: 1) Tímar. XV, 63.—«4. bls. 2) Sjúrðar kvæbi 1851, 14. bls. (Regin smiður 121. er.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.