Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 80

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 80
200 heim. Það ræður að líkindum, að þessi mikla framför hefur ekki orðið í einum svip, heldur hefur hún kostað mikla erfiðismuni og margra alda tilraunir; virðist svo í fljótu bragði, sem sumar þeirra hafi borið fremur lítinn ávöxt, enda hættir oss við að líta meir á hin glæsilegu úrslit en á baráttuna, andstreymið og tilraunirnar, sem hafa gengið á undan; sumt af því, sem nú er fallið í gleymsku, hefur þó eigi verið minna furðuverk á sínum tima eða minni fram- för frá því, sem áður var, en ritsíminn þykir á vorri öld. Eitthvert hið einfaldasta ráð til þess að gefa merki um orðinn viðburð í fjarlægð er að kynda vita á fjöllum eða bregða upp blysum, þar sem þvi verður við komið. Þetta hafa menn og gjört alt frá því í fornöld, og hefur það oft komið að góðu haldi, eink- um í hernaði; vér þekkjum af sögum vorum að Hákon Aðalsteins- fóstri bauð að vita skyldi kynda á fjöllum, ef ófriður kæmi að landi. En slik fréttasending verður þó ávalt ófullkomin og ýmsum annmörkum bundin. I byrjun seytjándu aldar fundu þeir upp sjónpípuna Galilei, Kepler o. fl. Það var fyrsta verulega framförin frá því, sem áður var, því nú gátu menn séð margfalt lengra og greinilegar en áður. Nokkru seinna benti enskur maður, Hook að nafni, á það, að úr hreyfanlegum stöngum mætti búa til heilt stafrof, með þvi að setja þær í ýmsar stellingar; væri þessum útbúnaði komið fyrir á háum stað, svo að sjá mætti i sjónpipu langt að, gæti það komið að góðu liði. Þetta átti að vera einskonar fingramál, þar sem hreyfan- 'egar stengur kæmu í stað fingranna. Uppástunga þessi var mjög viturleg, en þó var henni ekki gefinn mikill gaumur í fyrstu, nema af einstöku mönnum; það liðu lika ioo ár þangað til hún var orðin svo fullkomnuð, að hún kæmi að verulegum notum. Það var frakkneskur maður, Chappe að nafni, sem þar lagði á smiðshöggið, og bjó til fréttafleygi þann, sem við hann er kendur. Fréttafleygir Chappes (sjá i.mynd) var með þeim hætti, að á hálsum og hæðum voru reist smáhýsi eða vitar með hæfilegu milli- bili; á hverjum vita voru tveir gluggar, er vissu hvor í sina átt til næstu stöðva, og var góð sjónpípa sett út við hvorntveggja gluggann. Upp úr húsinu gekk há stöng og á efri enda hennar sat þverstöng ein, er lék um ás i miðjunni. A báðum endum þverstangarinnar voru minni álmur, er sömuleiðis gátu setið í ýmsum stellingum. Var þetta alt svart, til þess að það sæist sem bezt tilsýndar, en með smágötum og rifum, til þess að vindur gæti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.