Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 53

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 53
133 mörg rök að því. Vér viljum að eins benda á tvær prédikanir, pré- dikanirnar á 21. og 24. sunnudag eftir trínitatis. það mætti nefna miklu fleiri, en vér hyggjum, að þessar tvær muni nægja. Höfuðkosturinn við prédikanir þessar er þó engan veginn innifal- inn í því, sem hér á undan er talið. Hann er auðvitað innifalinn í því, að þær heita ekki að eins, heldur eru líka »Guðspjallamál«, það er að segja: þær innihalda fagnaðarerindi kristindómsins hreint og ómengað, eins og það er gefið oss og geymt í hinum helgu ritum guðspjallamannanna, án þess að nokkuð sé reynt að laga það eftir náttúrlegu hyggjuviti hins óendurfædda mannshjarta, eða draga úr kröf- um þess á nokkurn annan hátt. Ef vér ættum að benda á nokkrar prédikanir, sem oss íinst mest um, þá viljum vér, auk þeirra áður töldu, benda á prédikunina á sunnu- daginn í föstuinngang, og prédikunina á annan sunnudag í föstu. Hin síðarnefnda hljóðar um sársauka mannlegs lífs. Niðurstaðan, sem höfundur prédikunarinnar kemst að í hugleiðing- um sínum um þetta mikla alvörumál, er sú, að bak við allsherjarlög- mál sársaukans leynist eitthvað meira en lítið gott, og það eðlilega af þeim ástæðum, að einnig þetta lögmál stendur í hendi hans, sem böli manns í blessun veit að snúa. f>að er annars eftirtektarvert, hversu höfundur prédikana þessara hefir opið auga fyrir sársauka mannlegs lifs, en það er hins vegar skiljanlegt, þegar þess er gætt, að prédikanirnar standa í sambandi við sársaukann mesta í hans eigin lífi. En hann hefir ekki að eins opið auga fyrir sársaukanum í lífinu, hann hefir einnig opið auga fyrir því, hvaðan hjálp og styrk er að fá til að bera slíkan sársauka. En þá hjálp og þann styrk finnur hann að eins í fagnaðarboðskap frelsarans: »Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir; ég vil gefa yður hvíld«. En það, að höfundur prédikana þessara í þessu mikilvæga málefni talar út frá sinni eigin lífsreynslu gefur auðvitað orðum hans aukið gildi. 9 í prédikuninni á skírdag er lærdómurinn um kvöldmáltíðarsakra- mentið rækilega útlistaður. það hefði, að vorri ætlan, engin vanþörf verið á því, að fleiri lærdómar kirkju vorrar, t. d. lærdómurinn um afturhvarfið og réttlætinguna af trúnni, hefðu verið jafnrækilega útlist- aðir; því það er engum efa undirorpið, að einnig með tilliti til þeirra eru skoðanir surnra mjög á reiki. En í einni bók verður ekki á alt kosið. Prédikunin á föstudaginn langa er einnig mjög fögur prédikun. þar kemur enda fram meiri mælska en á nokkrum öðrum stað í bók- inni. Sömuleiðis er prédikunin á 10. sunnudag eftir trínitatis mjög falleg prédikun. f>að mætti benda á miklu fleiri, en vér vonum, að þær, sem þegar eru taldar, muni nægja til þess, að vekja löngun lesandanna til þess að kynnast nánara prédikunum þessutn. Sumum kann ef til vill að finnast, að nokkur umtalsefni í prédik- ununt þessum, svo sem: æskan, undirbúningur undir æfistarfið (1. sd. e. þrett.); bjargræðismál almennings (7. sd. e. trín.); ágirnd og áhyggjur (15. sd. e. trín.), beri of verzlegan blæ. En öll þessi umtalsefni hafa þann kost, að þau sýna, hvernig kristindómurinn á að grípa inn í hið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.