Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 3
Svarta akurliljan og félagar dæmdir Pretoria, 11. júní. (NTB-Reuter) Hinn 46 ára gamli leiðtogi Af- ríska þjóðarþingsins, hinna bönn- uðu samtaka blökkumanna í Suð- ur-Afríku, Nelson Mandela, og fimm menn aðrir voru sekir fundnir í dag um skemmdarverk og tilraun til að steypa Suður- Afríkustjórn með valdi. Þegar Mandela, sem kallaður er ,,Svarta akurlilian'* var fluttur > burtu í lögreglubifreið frá rétt- I arsalnum Iyfti hann hlekkjuðum höndunum og hrópaði: „Afríka!” Einn hinna ákærðu. hvítur maður, var sýknaður, en besar handtek- inn aftur og ákærður fyrir að starfa fvrir kommúnista. Tveir hinna ákærðu voru hvítir menn. einn Indverii en hinir allir blökkumenn. Tndverjinn var sekur fnndinn í einu ákæruatriði af fjórum. Mandela var ákærður fyrir að hafa átt sæti í svokallaðri „þjóð- legri yfirstiórn “ som hefði haft það að markmiði. að undirbúa byltingu og valdarán, skæruhern- að og innrás frá nðru landi. Mand ela, Walter Sisulu. 52 ára fyrr- verandi rit.ari Þinðarhingsins, Go- van Mheki, afrísknr kennari og blaðamaður, Dennis Goldberg, 33 ára gamall verkfræðingur og livít ur maður. Ravmond Mahaba, 44 ára gamall Afríknmaður og Elías Motsealedi, 30 ára gamall verka- lýðsforingi. voru allir sekir fundn ir um skemmdarverkastarfsemi. Allir, að Motsealedi undanskildum áttu sæti í „yfirstiórninni”. Á morgun verða dómar kveðnlr upp í málum bessara manna. Mandela og félagar hans sýndu enga geðshrærineu. þegar De Wet, forseti hæstaréttar Trans- vaal-fvikis. las niðnrstöður dóms- ins. Oflugnr lögrooiiivörður var umliverfis dómhvgginguna áður en dómsniðurstaðan var kunngerð. Flestir hinna ákærðu voru hand teknir fyrir 11 mánuðum þegar lögreglan gerði leit í bændabýli skammt frá þorpinu Ravonia. — Þeir voru fangelsaðir samkvæmt 90-daga lögunum svonefndu (um handtökur án dóms og laga) og var stefnt fyrir október í rétt í fyrra. Tveir þeirra, sem upphaflega voru ákærðir í málinu, Arthur Goldreieh og Harold Wolpe, flúðu úr klefa í lögreglustöðinni í Jó- hannesarborg áður en réttarhöld- in hófust. Þriðji maðurinn, sem ákærður var, Bob Alexander Hep- ple, flúði til Bretlands skömmu eftir að hann var látinn laus. — Hann hafði tjáð sig fúsan til að bera vitni fyrir sækjandann. Flokksþing jafnaðarmanna sam þykkti í Stokkhólmi í dag, að senda Suður-Afríkustjórn skeyti með tilmælum um, að dauðadóm- um yfir suður-afrískum baráttu- mönnum frelsis verði ekki full- nægt. Washington og Vientiane, 11. júní. (NTB-Reuter). Bandaríska utanríkisrá'ðuneytið tilkynnti í kvöld, að Bandaríkja- menn mundu lialda áfram könn- unarflugi yfir Laos til að afla frekari vitneskju um liðsflutninga Pathet Lao hreyfingarinnar. MtUUtMMMHMtMMMMIMMMtMMMMMtMMVIMMMMMIV SPRENGJU LEITAÐ í LEST DE GAULLE LAON, Norður-Frakklandi, 11. júní (NTM-Rauter). — De Gaulle forseti skoraði í dag á Bandaríkin og Kína að stuðla að friði í Suðaustur-Asíu. Hann nafngreindi ekki ríkin. Hann sagði: Frakkland getur stuðlað að því, að varðveita friðinn og að koma á friði, eink um í Suðaustur-Asíu, en nokk 5 ur ríki þar, Suður-Víetnam, | Norður-Víetnam og Laos, hafa orðið hart úti. Ríki utan þessa svæðis verða að tryggja friðinn og báðir ;ð. ar verða að leggia sitt að mörkum. Þetta er það sem Frakkland vill. Fyrr í ch.g stöðvmð a leyr.i- lögreglumenn lest de GauHes forseta á stöðinni Crepy de Valois, sem er á leiðinni frá París til Soissons, til að leita að sprengju, en fundu enga. Jafnframt leitar lögreglan að fársjúkum OAS-manni og strokufanga, sem hefur strengt þess heit að ráða de Gaulle af /dögum áður en hann deyr. Hann þjáist af banvænum sjúk dómi og á aðeins átján mán- uði eftir ólifaða. Hann er ekki talinn viðrið- inn sprengjumálið. Maður nokkur hafði hringt í lögregl- una og sagt, að grunsamlegum pakka, sem sprengja kynnj að leynasf? í, hefði verið komið fyrir í lestinni. Lest forsetans vai’ð að bíða í tíu mínút’ur með an á hinni árangurslausu leit stóð. Fjöldi manna úr öryggislög- reglunni er í fylgd með forset anum. Hann hélt ræðu seinna í dag í Soissons og játaði óbeint, að hamTmundi gefa kost á sér í forsetakosningunum á næsta Hann benti á jafnvægi und anfarinna ára í stjórnmálum og styrka stjórn. Sumir vildu koma aftur á því hörmungar- ástandi sem ríkti á dögum 4. lýðveldisins, einkum kominún- istar. Þá gagnrýndi de Gaulle harðlega. Nokkrir lögregluhundar voru hafðir tií taks ef á þyrfti að halda í hugsanlegum óeirðum. Þegar hinir ákærðu voru flutt- ir aftur til fangelsisins í Pretoria fögnuðu Afríkumenn þeim með kveðju Afríska þjóðarþingsins, — krepptum hnefa. í mannfjöldan- um fyrir utan dómsbygginguna voru eiginkonur Sisula og Man- dela. Shastri viil lok iBIinda við Kína BETRIHORFURI KÝPUR-DEILUNNI ANKARA, 11. júní (NTB-Reut- er). — Bandaríski aðstoðarutanrík isráðherrann George Ball ræddi Kýpurdciluna í dag við forsætis ráðherra Tyrklands, Ismet Inönu. Síðar um daginn hélt Ball flug- leiðis til Washington til að gefa Johnson forseta skýrslu um för sína. Utanríkisráðherra Tyrkja, Ferid und Erkin, sagði í dag, að Ball hefði liaft mjög góð afskipti af ástandinu. Erkin utanríkisráðherra sagði að Toknum viðræðunum í dag, að á- fram þokaði í átt til friðsamlegrar lausnar. Indverski hershöfðinginn Gozendare Tliimwya hefur orðið við þeim tilmælum U Thants aðal framkvæmdastjóra að hann taki við störfum yfirmanns gæzluliðs SÞ á Kýpur af landa sínum Gyani hershöfðingja sem óskar eftir að verða leystur frá störfum. Sáttasemjari SÞ, Finninn Tuom ioja, kom í dag til London til við ræðna við Butler utanríkisráð- herra og aðra brezka ráðherra. Hann heldur ferð sinni áfram til Nfcw York og gefur U Tliant skýrslu um starf sitt. Nýju Dehli, 11. júní. (Ntb-R.). Hinn nýi forsætisráðherra Ind- lands, Lal Bahadur Shastri, hvatti til þess í fyrstu ræðu sinni um utanríkismál, í dag, að bundinn yrði endi á hin slæmu samskip i Indverja við Pakistan og Kína. Hann sagði, að Indverjar hefðu alltaf viljað vinsamleg samskipti Luther King hcmdtekinn ST. AUGUSTINE, Florida, 11. júní (NTB-Reuter) — Bandaríski blökkumannaleið toginn dr. Martin Luther King var handtekinn í St. Augustine í Florida í dag þar eð liann neitaði að víkja af tröppum veitingahúss, sem er einungis fyrir hví a menn. Luther King hefur sagt að loknum kynþáttaóeirðum tvö kvöld í röð í St. August- ine, að hann mundi fara þess á leit við Johnson forseta að hann sendi alríkishersveitir á vettvang til að halda uppi lögum og reglu. Lögreglan beitti táragasi og hundum þegar hvítir menn grýttu 400 manns, sem héldu fund til stuðnings frumvarpinu um ný borgara réttindi í gærkvöldi. við Kina. Hann kvaðst vona, að Kínverjar samþykktu tillögu þá til lausnar landamæradeilunni, sem sex hlutlaus ríki lögðu fram í Colombo í fyrra. Forsætisráðherrann kvað Ind- land ekki vilja vera forysturíki Asiu og Afríku. Indverjar létu sér lynda að hafa samvinnu við systurrikin í Afríku og Asíu til að efla frið i lieiminum. Hann lýsti yfir eindregnum stuðningi Indlands við SÞ, sem hann taldi það eina er veitt gæti heiminum von um frið og frelsi. Shastri vitnaði í þá yfirlýsingu Lyndon Johnsons forseta, að heim ur án styrjaldar væri veglegasta minnismerki Nehrus. Indverjar vildu stuðla að friði ásamt öllum friðelskandi þjóðum. Shastri lét í ljós sérstaka ánægju með útvarpsræðu þá, sem forseti Pakistan, Ayub Khan, hélt eftir lát Nehrus. Hann kvað Ayub liafa sýnt skilning og vizku. KVEIKT í RUSLI Reykjavík, 11. júní. — EG. Slökkviliðið var tvisvar kvatt út í dag. í morgun um klukkan níu hafði kviknað í rusli við húsið númer 35 við Skipholt og var sá eldur fljótt slökktur. Þá var slökkviliðið síðar í dag kvatt að húsinu Foss við Breiðholtsveg. — Þar hafði verið kveikt í rusli, en eldur komst i gafl hússins. Búið var að slökkva eldinn, áður en slökkviliðið kom á vettvang. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.