Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.06.1964, Blaðsíða 13
FRÁ LISTA- HÁTÍÐINNI í kvöld, föstudag kl. 9 í Tónabíói Listamannakvöld: Upplestur og tónleilcar Jóhann Hjálmarsson, Stefán Jónsson og Þórunn Elfa Magnúsdóttir, lesa úr verkum sínum. Flutt verða tónverk eftir Árna Björnsson, Hallgrím Helgason, Leif Þórarinsson flutt af Averil Williams (flauta), Einar G. Sveinbjörnsson (fiðla), Þorkell Sigur- björnsson (píanó). Aðgöngumiðar við innganginn. Á laugardagskvöld, kl. 7 í Austurbæjarbíói Tónleikar, ljóð, erlend og innlend. Euth Little og Guðrún Kristinsdóttir. Aögöngumiðar lijá .Eymundson og Blöndal og við inn- ganginn. Musica Nova, sunnudagseftirmiðdag kl. 3,30 að Hótel Borg. Flutt verða tónverk efir Gunnar R. Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál P. Pálsson, Magnús Bl. Jóhannsson Atla Heimi Sveinsson. Flyjendur: Pólífónkórinn, stjórnandi Ingólfur Guð- brandsson, Ingvar Jónasson, Einar Vigfússon, Þorkell Sigurbjörnsson, Einar G. Sveinbjörnsson, Gunnar Egils- so, Sigurður Markússon, Magnús Bl. Jóhannsson. Sunnudagskvöld kl. 8,30, Listamannakvöld í Tjarnarbæ. Eftirtaldir listamenn flytja verk sín: Jón úr Vör, Stefán Júlíusson, Þorsteinn frá Hamri. Tilraunaleikhúið Gríma flytur AMALIA, leikþátt eftir Odd Björnsson. Leikstjóri: Erlingur Gíslason, leikendur: Bríet Héðinsdóttir, Kristín M. Magnús, Karl Sigurðsson, Stefanía Sveinbjörnsdóttir og Erlingur Gíslason. , Aðgöngumiðar við innganginn. Mánudaginn 15. júní í Þjóðleikhúsinu kl. 20.30. Ópera, Ballett og tónleikar. Ópera eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Stjórnandi: höfundur, leikstjóri: Helgi Skúlason. Söngvarar: Eygló Viktorsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Hallsson og Hjálmar Kjartansson. Ballettinn „Les Sylphides", músik eftir Chopin, Félag íslenzkra listdansara. Tónleikar: Sinfóníuhljómsveit íslands leikur verk eftir, Karl O. Runólfsson og Jón Nordal. Stjómandi Igor , Buketoff. Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri, bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Þjóð ' leikhúsinu. \ Þriðjudaginn, 16. júní kl. 20,30 í Þjóðleikhúsinu. Myndir úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Lárus Pálsson og Bjami frá Hofteigi tóku saman. Leikstjóri Láras Pálsson. Leikarar: Bjöm Jónasson, Helga Bachmann, Rúrik Haraldsson, Amdís Bjömsdótt- ir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Valur Gíslason, Stefán Thors, Þórarinn Eldjárn, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir. Allir aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal', Skólavörðustíg og . Vesturveri og bókav. Sigfúsar Eymundssonar. Föstudagur 19. júní. Lokasamkvæmi að Hótel Sögu. Veizlustjóri dr. Páll ísólfsson, aðalræðumaður Tómas Guðmundsson. Aðgöngumiðasala og borðapantanir í anddyri Súlnasalar- ins, Hótel Sögu, kl. 2 — 6 í dag og á morgun. fc gp: T8G1B SKÆRIN eru komin aftur. VERZLUNIN BRYNJA Félagslíf Fyrir 17. júní Ódýrar (non Iron) Popgilmhlússur, telpna. Fallegir litir. Aðalstræti 9. — Sími 18860. TILKYNNING Til loka spetembermánaðar verða skrifstofur vorar og vörugeymslur lokaðar á laugardögum. ' Þá breytist og afgreiðslutími þannig, að framvegis verð- ur opið frá kl. 9 til kl. 12.30 og 13 til kl. 17.30 alla mánu- daga, en frá kl. 9 til kl. 12.30 og kl. 13 til kl. 16 aðra virka daga. Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins. M.S. HERJOLFUR mun væntanlega framvegis í sumar á laugardögum, þegar veður og aðrar ástæður leyfa, fara Þorlákshafnarferðir frá Vestmannaeyjum kl. 13.00 og frá Þorlákshöfn kl. 17.00 til Vestmannaeyja (kl. 20.30>. Þá er tilætlunin að skipið fari einnig fyrst um sinn Þor- lákshafnarferðir á sunnudögum frá Vestmannaeyjum kl. 05.00 og frá Þorlákshöfn kl. 09.00. Verði farþegum gefinn kostur á að skoða Surtsey af sjó á útleiðinni en viðstaða í Vestmannaeyjahöfn verði frá ca. kl. 14.15 — 18.00, en þá siglt tiL Þorlákshafnar og komið þangað ca. kl. 21.30 og síðan haldi skipið áfram til Rvíkur. í þessum sunnudaga-ferðum munu verða skipulagðar kynn isferðir um Heimaey fyrir þá farþega, er þess óska. Bent skál á, að ávallt er nauðsynlegt að tryggja sér far með skipinu fyrirfram, því að tala farþega er stranglega takmörkuð. í sambandi við Þorlákshafnarferðir „Herjólfs" verða bíl- ferðir frá Bifreiðastöð íslands, Reykjavík á laugardögum kl. 14.30 og á sunnudögum kl. 07.30, en frá Þorlákshöfn halda bílarnir aftur til Reykjavíkur þegar eftir komu skips ins, nema annað sé fyrirfram ákveðið um þessar bflferðir. Skipaútgerð ríkisins. ^rá Ferðafé- lag) ísiands Ferðafélag íslands ráðgerir^ eftirtaldar sumarleyfis-ferðir í sumar: 1. Barðaströnd - Látrabjarg - Arnarfjörður, 20. — 25. júrií. 2. Hornstrandir, mánaðamótin júní — júlí. 3. Herðubreiðarlindir — Askja, 27. júní — 5. júlí. 4. Öræfi — Hornafjörður, 3. — 10. júlí.. 5. Snæfellsnes — Dalasýsla 2. — 5. júlí. 6. Vopnafjörður — Melrakka- slétta, 4. — 12. júnlí. 7. Síða — Lómagnúpur, 9. — 12. júlí. 8. Vestfirðir, 11. — 19. júlí. 9. Norður- og Austurland, 14. — 26. júlí. 10. Askja — Ódáðahraun — Sprengisandur, 15. — 26. júlí. 11. Kjalvegur — Kerlingar- fjöll — Hagavatn, 18. — 23. júlí. 12. Fjallabaksvegur nyðri (Landmannaleið) 18. — 26. júlí. 13. Goðadalir — Merkigil — Kjalvegur, 25. — 29. júlí. 14. Fjallabaksvegur syðri, 25. — 30. júlí. 15. Miðlandsöræfin, 5. — 16. ágúst. 16. Herðubreiðarlindir — Askja, 8. — 16. ágúst. 17. Lajkagígar, 11. — 16. ágúst. 18. Veiðivötn, 19. — 22. ágúst. Allar nánari upplýsingar veitt ar í skrifstofu F. í. Túngötu 5, símar 11798 — 19533. Vinsámlegast tilkynnið þátt- töku með góðum fyrirvara. Farfúglar! — Ferðafólk! Um helgjna ferð að Hagavatni. Gengið að Jökulborgum og á Jaríliettur. Upplýsingar á skrif- stofurini, Laufásvegi 41 á kvöld iu kl. 8,30 — 10. Sími 24950. Nefndin. LEIKFERÐ Frh. af 16 síðu. á þriðjudag. Frumsýningin verður svo í gamla leikhúsinu í Þórshöfn 17. júní. Það er leikfélagið í Þórs höfn Havnarsjónleikarfélag, sem annast um móttökur. Heim kemur hópurinn með Heklu 24. júní. Leikendur í Færeyjaförinni verða allir þeir sömu og leika hér heima og sagði leikstjórinn Gísli Halldórsson, sem jafnframt leik- ur eitt hlutverkið, að ekki gætti neinnar þreytu hjá leikurunum þrátt fyrir hinn mikla sýningar- fjölda og hefðu allir lagzt á eitt um að halda sýningunni ferskri, og taldi hann, að það hefði tekizt vel. Þá sagði Gísli það sitt álit, að alls ekki væri slæmt fyrir leik- ara að leíka sama hlutverkið svo oft, því að alltaf væru möguleik- ar á því að skilja karakterana betur og það kæmi svo til góða í öðrum hlutverkum. Þetta er fyrsta leikferð héðan til Færeyja en þó ekki fyrstu samskiptin, því að Erna Sigurleifsdóttir leikkona dvaldi um tíma og tók þá mik- inn þátt í leikstarfseminni í Þórs- liöfn. Starfsemi Leikfélagsins f vetur hefur gengið mjög vel og hafa alls verið sýningar á 6 leik- ritum og voru á tímabili 4 leik- rit í gangi í einu. Sýningar voru nálega 150 og er það meira en nokkru sinni fyrr. í fyrra voru sýningar um 120 en árin þar á undan voru sýningar yfirleitt um hundrað á ári. Næsta leikrit, sem tekið verður til meðferðar, er Vanja frændi eftir Tsjekov og eru þegar hafnar æfingar á því, en það verður frumsýnt næsta haust Leikstjóri er Gísii Halldórsson. Þá hyggur Leikfélagið á leikför um landið í sumar og sýnir þá Sunnudag í New York. Eyjólfur K. Sigurjónsson N Hagnar L Magnússon \ Löggiltir endurskoðendur Fiókagötu 65, 1. hæð, sími 17903. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 12. júní 1964 13 I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.