Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 2
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Eitstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, — Áskriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Enga sögufölsun FYRSTU DAGAR septembermánaðar árið 1958 munu lengi í minnum hafðir hér á landi. Þá hafði fiskveiðilögsaga lýðveldisins verið aukin í 12 mílur, og var hafin ein örlagaríkasta deila, sem íslendingar hafa háð við aðrar þjóðir. Eru þau mál öll í fersku minni, svo og hin farsæla lausn þeirra á friðsamlegan hátt. Sú lausn tryggði ekki aðeins 12 mílurnar frá 1958, heldur verulega aukningu landhelginnar vegna breytinga á grunnlínupúnkt- ttm. Sókn íslendinga í landhelgismálinu byggðist að verulegu leyti á úrskurði Alþjóða dómstólsins 1 IHaag í deilum Breta og Norðmanna. Allar aðgerð- ir íslendinga voru innan ramma alþjóða laga, enda hefur þjóðin aldrei viljað brjóta lög á öðrum. Þetta 'viðhorf hlýtur einnig að rikja í framtíðinni, og þess vegna er engu fórnað, engum réttindum af- (salað, þótt við tjáum okkur fúsa til að leggja frek- ítri aðgerðir undir slíkan dómstól. Því miður hefur mál þetta dregizt inn í póli- tískar erjur innanlands. Þjóðviljiinn hefur valið þann kost, að ala enn á þeim deilum með því að falsa sögu þessa máls og telja Lúðvík Jósefsson ein ®n höfund 12 mílna landhelginnar. Það er mikil grunnhyggni og alrangt að eigna einum eða tveim mönnum alla utanríkisstefnu þjóðarinnar eða hei'la þætti úr þeirri stefnu. í vinstri stjórninni var enginn ágreiningur um 12 mílna fiskveiðilandhelgina. Hins vegar var ésamkomulag um starfsaðferðir, og krafðist Lúð vík þess, að fært væri út strax um vorið 1958, án þess að gera nokkra tilraun til að vinna viðurkenn ingu annarra þjóða á hinni nýju landhelgi. Þetta var að bjóða heim deilum, og hefur síðar verið stað fest, að kommúnistar höfðu ekkert á móti því, að landhelgismálið kæmi af stað illindum milli íslend inga og annarra Atlantshafsbandalagsþjóða, svo nð ísland gengi úr bandalaginu. Guðmundur í. Guð mundsson krafðist þess, að nokkrum vikurn væri varið til að vinna viðurkenningu annarra þjóða, og tóku framsóknarráðherrar afstöðu með honum. Út af þessu framkvæmdaatriði voru kommúnistar að því komnir að fella vinstri stjórnina en létu þó und an. Haustið 1958 taldi Tíminn, að Guðmundur hefði unnið mikið afrek með því að fá allar þjóðir til að viðurkenna 12 mílurnar í verki, nema Breta. Stefna kommúnista og síðar framsóknarmanna hefði getað leitt til þess, að landhelgisdeilan væri enn óleyst og erlend herskip vemduðu enn land- ihelgisbrjóta. En svo fór ekki, því að skynsamlegri ráð voru valin. Landhelgismálið vannst með ís- lenzkum sigri. &K presto/ite') — ...........'' ) Höfum á lager hina þekktu og traustu PRESTOLITE varahluti í bifreiðir. . — Póstsendum — j — Heildsölubirgðir — % REGULATOR THUNDERVOLT kerti TRANSISTOR ÚTBÚNAÐUR FYRIR RAFKVEIKJUR 1 BIFREIÐIR GiSLI JÓNSSON & GO.HF. ,.£ SKÚLAGÖTU 26 SIMI 11740 % m D iiiiiiBiiMiaatilMiiifliiiiiiiiiiiiitKiaiiiiiiiiiiiaiiiiiaaiiiiiililiaiiaiiiiiaiiviBiiiinaiiiiiiiiK*<< • t'i iiiiiiiiiniiiiiiimimiiusilV + Varað við .,sérfræðingum“. Lærið vel, en ekki í lífsins skóla. I Sérfræði nauðsynleg í mörgum greinum. ic Hvenær tökum við upp nýjar aðferðir í byggingamáium. ’m.mi.. 111111 .................m.mmm.............................................................. K. K. SKRIFAR MÉR eftirfar- andi: „í Alþýöublaðinu á föstu- daginn var birtur kafli úr ræðu, sem íorsætisráðherra Dana flutti nýlega um leitf og hann ávarpaði byggingaráðs'efnu, sem nú er haldin í Kaupmannahöfn. í ræðu þessari varar forsætisráðherrann við svokölluðiun sérfræðingum. Hann sagði eitthvaö á þá leitf, atf þaö færi mjög í vöxt, að sérfræð- ingar réðu málum til lyk’a, en þeir væru sjaldan þjálfaðir í lífs slritinu sjálfu og kæmi fyrir að þeim skjátlast þess vegna hrapal- I lega. ÞETTA ERU AÐ MÍNU ÁLITI orð í tíma töiuð. Hér hefur farið vaxandi úrslitaókvarðanir „sér- fræðinga” og eigum við þá þó ekki mjög marga. Það er helzt að hér fáist lærðir liagfræðingar við við- skipta- og fjármál og að þeim sé falið að leysa vanda á þeim svið- um. En þetta hefur sannarlega ekki gefizt vel. í kaupgjaldsmál- um hafa láðstafanir þeirra oft reynzt lífvana, og ekki hefur þeim betur tekizt í skattamálum. Það er áreiðanléga héppilegt, að livorttveggja fari saman sérfræði- leg þékking og praktísk lífs- reynsla”. ig er ekki hægt að hagræða lif- andi fólki. Hins vegar er það nauð- synlegt, að vísindaleg sérfræði sé í heiðri höfð og á ég þá fyrst og fremst við tæknil. kunnáttu, hag- ræðingu við vinnu og framleiðslu, bæði í rannsóknum og hagnýt- ingu þess, semstarfið nemur úr skauti nállúrunnar. Það er rétt, að skattalögin eru skilgetið af- kvæmi sérfræðinga. Hins vegar er það ekki þeim að kenna, að skattasvikin hafa eins mikil álirif á útgjöld almennings og síðasta skattskrá ber ljósast vitni. ÉG HELD, að auðveldast sé að benda á eitt atriði þar sem sann- arlcga þurfi að koma ný sérþekk- ing og ný sjónarmið. Ég á við byggingaiðnaðinn. Það er ekki að- eins að byggingar okkar séu fram úr hófi dýrar heldur raka einstakir menn saman offjár fi því að standa fyrir byggingum og byggja til sölu. Það hefur lengl verið Ijóst, að hægt mundi vera að byggja að mun ódýrara en ver- ið hefur undanfarið. En fram- kvæmdir í þá átt láta bíða eftif sér. j ÁSTÆÐAN ER SÚ, að gróða- möguleikarnir cru svo miklir með þeirri aðferð, sem notuð hefur verið, að þeir standa í vegi fyrlr því, að breytt sé og 6érfræðileg þekkinng látin ráða mestu um þatf, hvernig byggt sé. Þetta er eitt at okkar mestu vandamálum. Nýjar byggingaaðferðir ryðja sér mjög til rúms erlendir, en hér ból ar ekki á þeim enn. j Þakka hjartanlega auðsýnda vináttu, gjafir og góðar óskir á 80 ára afmæli mínu 5. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. ÞETTA SEGIR K. K. Ég vil segja þetta til viðbótar: Sérfræð- ingum svoköllUðum liættir við, að hagræða fólki eins og tindátúm, lífvana og viljalausum. En þann- Vilhelmína Guðmundsdóttir Kirkjuvegi 88. Vestmannaeyjum. 2 2. sept. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.