Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 2. sept. 1964 Söltun nyrðra ■ Reykjavik 1. sept. GO. SÆMILEGASTA sildveiði var austur af Langanesi í gær. AUs til kynntu 49 skip 43.990 mál og tunn ur til síldarleitarinnar á Raufar- liöfn. Síldin var stygg og erfið sétn fyrr, en margir bátar fengu mjög góð köst. Sildin er allgóð til sölt- unar og hefur farið á hafnir norð anlands, tU Raufarhafnar 'og Vopnáfjarðar. Nokkur skip lönd- uðu í olíuskipið Þyril, sem fer með síldina til Bolungavikur. Saltað var á Siglufirði í dag í fyrstá sinn í langan tíma. Þessi skip voru með mestan afla í gær: Margrét 1500 tn, Runólfur 1100, Bjarmi II 1800, Jörundur Framhald á 5. síðu. \ VANDRÆÐI MEÐ SMÁ BÁTA í REYKJAVÍK í Reykjavík, 1. september — GO REYKJAVÍKÚRHÖFN og Klett ur bf. gerðu fyrir nokkru her ferð á hendur Jieim inönnum, sem gcymt hafa báta sina á lóðinní við. Faxaverksmiðjuna, Voru bátarnir teknir með stór virknm tækjum og settir allir á einn stað, yzt á Örfisisey, Gekk þar eitt yfir alla, jafnt þá sem áttu báta í vanhirðu óg hina sem haldið hafa bá'.um sin um við og reynt að haldá þeim úti öðru hvoru. Maður úr síð- arnefnda flokknum kom að máli við blaðið i dag og sagði það eina af kröfum smábáta- élgenda hér í höfúðborginni, að þeim sé einhversstaðár búinn sámástaður, þar sem þeir geti haft báta sína i friði og sæmi- legar aðstæður. til að koma þeim á flot. Benti hann á, áð Akureyrarkaupstaður sé búinn að leysa mál smábátaeigenda þar í bæ, svo að til fyrirmyndar megl telja og kvað Reykjavikur borg ekki vanbúnari tii að mæta slíkum kröfum. Bátaeigandinn benti og á það að á staðnum þar sem bátamir eru nú samkvæmt skipun hafn arstjórans i Reykjavik, getur stáfað af þeim gifúi’iég eld- hætta. Þeir eru úr alfaraieið og rétt hjá olíutsöð ESSO í éynni. -Þeim er hrúgað svo þétt saman, að ef kveikt yrði í ein um bryrini öll breiðan, u. þ. b. 40 báfar. Hann sagði að geyin sluvandamálið héfði skapazt. þegar dragnótin var opnuð hér í flóánum. Þá tók fyrir veiði á liandfæri og botninn datt úr smábátaútveginum, sem var all sæmilegur fyrir. Allt um það vilja sumir halda þessum tækj utn við, enda um aléiguna að ræða i siunum tilfellum. Þá benti hann á að gott pláss sé við endanri á verbúðunum, sem aiama mætti úthluta þeim smábátaeigendum, sem hafa báta sína í lagi og góðri hirðu. Þegar við rædduin við Val- geir Björnsson hafnarstjóra, sagði hann, að erfitt væri við irUlubátamálið að eiga, enda væru það ekki nema örfáir menn nú, sem hefðu bcinlínis atvinnu af því að róa á trillum og á hinum væru eigandaskipti svo ör að illmögulegt væri að fylgjast með því hver ætti hverja trUlu. Þá væru flestar trillurnar í liinni méstú niðúrníðslu og eng inn hirti nei'.t um bátana og þeir gerðu ekki annað en að furia niður. „ Þá er erfitt að hafa eftirlit Framhald á 3 síðu fcWWWWWWWWHVWWWWWWVW WVWVWVWWWWWMUMWWWIWWW YERKALÝHSFÉLÖGIN Þróttur Qg. Brynja á Siglufirði boðuðu í fyrrakvöld tU almenns borgara- Fúndar um ástand og horfur í at- víanumálum bæjarins, Var bæjar- fulltrúum, bæjarstjóra og atvinnu rekendum boðið á fundiun. Var á fundinum rætt almennt um Hinar alvarlegu horfúr og þeir bæjarfulltrúar, sem tóku til máls. skýrðu frá því, sem bæjarstjórn hefur aðliafzt í þessum málum. Var meðal annars skýrt frá þeim um- ræðum, sem atvinnumálanefnd bæjarstjórnar Siglufjarðar og for- maður Þróttar hefur átt við nefnd þá, sem ríkisstjórnin hefur skip- að, til þess að athuga og leggja fram tillögur til úrbóta í atvinnu- málum • Norðurlandskjördæmis vestra. Ræðumenn á fundinum voru á einu máli um að hér þyrfti skjótra og róttækra úrbóta við. Svo og að þessi mál yrðu ekki leyst nema' með aðstoð ríkisvaldsins. Fór fundurinn hið bezta fram og voru málin rædd af ró og einurð. Utlit fyrir góð- viðri sunnanlands Reykjavík, 1. sept. - ÞB ÞEIR Reykvíkingar, sem ekki voru búnir aö festa blundinn seint í gærkvöldi og I nótt, eru til frá- sagnar um ínikla rigningu á þvi tímabili. Við hringdum í spádeild veöurstofunnar og spurðumst íjt- ir unt þessa miklu rigningu. Þar var okkur sagt, að hér í Reykja- vík hefði rignt 10 mm í gær- kveldi og nótt, mest á 5-6 klukku- FRAMBOÐ KENNEDYS SAMÞYKKT New York, 1. sepl. (NTB - Reuter) Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, var seint í kvöld útnefndur frambjóðandi demókrata til að vera í framboði sem öidungadeildarþingmaður fyr- ir New York-ríki. Robert Kenne- dy er 38 ára gamall, og við at- kvæðagreiðslu á flokksþingi de- mókrata í New Ýork fékk hann fljótlega fleiri atkvæði en þau 564, sem tiiskilin eru til að við- komandi geti orðið frambjóðandi flokksins. Lætur hann nú af einb- ætti dómsmálaráðherra. stunda tímabiIL Þetta rigningar- inagn teldist þó vart til tíðinda, það væri ekki fyrr en rigningiu væri komin upp í 20 millimetra, sem hún yrði í frásögur færandú Á Þingvöllum var mest rigning í nótt, 18 mm. Við spurðum um Vík í Mýrdal, sem löngum Hefur verið talin mesta rigningabæll landsins. Þaðan var engar fréttir að, hafa vegna þess, að þaðan ber ast aðpins skýrslur manaðarlega. Næsta stöð, sem gefur daglegar skýrslúr, er Loftsalir, og rigndi aðeins 2 mm í nótt. Hins vegar (Framhald á 3. síöu). wwwwmwwwwwt fundi Vestur- lands frestaö FUNDI kjördæmisráðs AI þýðuflokkslns í Vesturlands kjördæmi, sem halda átti næstkomandi laugardag, hef ur verið frestað vegna and- láts Júlíusar Þórarinssonar á Helíissandi. Fer útför hans fram á langardag og hefst kl. 4 síðdegis. Kjördæmisráðsfundurinn verður haldinn vlku siðar, annan laugardag kl. 2 síð- degis í hótelinu í Borgarnesi. WWWWWWWWWWW1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.