Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndál. — Fréttastjóri: Arni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltriii: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Augiýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Danir og Svíar kjósa EFTIR HÁLFAN MÁNUÐ.fara með tveggja daga millibili fram þingkosningar í Svíþjóð og Danmörku. í báðum þessum ríkjum hafa jafnaðar menn farið með 'völd um langt árabil, óslitið í Sví- 'þjóð, en með stuttum hléum í Danmörku. í báð- um löndum er í rauninni aðeins um eitt kosninga- 4 mál að ræða: stefnu og stjórn alþýðuflokkanna. Verður fróðlegt að sjá, hvort þessar þroskuðu þjóð ir, sem hafa komið upp fyrirmyndar þjóðfélögum, sjá ástæðu til að 'hafna nú forustu jafnaðarmanna •eða ekki. Það er athyglisvert, hve hægrimönnum geng- ur illa að fóta sig í þessum ríkjum. Þeir treysta sér ekki að leggja til orrustu við velferðarríki jafnað- arstefnunnar, eins og Goldwater gerir í Ameríku, 'heldur veita því nauðugir viljugir samþykki sitt. Þó bregður fyrir íhaldshugsun öðru hverju, til dæmis í Svíþjóð. þar sem hægrimenn eru sýnilega ekki ásáttir við hið volduga ellilaunakerfi, sem jafn aðarmenn hafa komið á. í Danmörku er hvað mest deilt um staðgreiðslu- skatta eins og þá, sem ríkisstjórnin hefur lofað að koma á hér heima og jafnaðarmenn hafa komið á í Noregi og Svíþjóð. Danskir jafnaðarmenn berj- ast fyrir því, að launþegar greiði skatta sína jafn- óðum og tekna er aflað. En hægriflokkarnir halda uppi harðri andspyrnu gegn þessu kerfi og vilja það ekki. Má búast við, að kosningarnar skeri úr því, hvort kerfið verður innleitt í Danmörku á næstunni eða ekki. Annars virðast 'húsnæðismálin vera veigamik ill liður í kosningabaráttu í báðum löndum. Þar eins og hér eru þau eitt mesta hagsmunamál al- þýðunnar, og fer afkoma fiölskyldna að miklu leyti eftir því, hve mikið af tekjum sínum þær verða að greiða fyrir íbúðir. Er augljóst, að í þessum lönd- um er treyst hvað mest á framtak hins opinbera og er því ætlað að byggja.mikið af ódýrum íbúðum og sýna í yerki, hver íbúðakostnaðurinn getur verið. Framsóknarregla EIN REGLA virðist vera í hávegum höfð í her- búðum framsóknarmanna. Hún er sú, að í hvert sinn, sem gott málefni er nefnt eða framkvæmt í landinu, er áróðursvél Framsóknarflokksins sett í gang til að sanna, að það hafi verið mál framsóknar manna og sé þeim einum að þakka. Þetta er barna- leg framkoma, sem menn brosa að, ekki sízt þegar framsóknarmenn reyna að þakka sér framfarir í almannatryggingum. Það er þó einum of mikið. Netagerðin VÍK BREKKUSTÍG 34. — YTRI-NJARÐVÍK. — SÍMI 92—2220. Tökum að oss hvers konar vinnu við net og nætur. UPPSETNING ■ VIÐGERÐIR - GEYMSLA - ÞURRKUN ★ Netagerðarmeistari: GUNNLAUGURGUÐLAUGSSON SÍMI 50399. ★ Upplýsingar gefur ennfremur: ÁKIJAKOBSSON SÍMI 15939. Tvær sögur úr umferðinni ÉG HEF alltaf haft þá skoöun, að þó að aðhald sé ágætt og auga þurfi að hafa með öllum, sem gegna þjónustuhlutverki fyrir al- menning þá verði að gjalda var- liuga við gagnrýni gagnvart þeim, að minnsta kosti að fara varlega með bréf og sögusagnir viðvíkj- andi starfi þeirra. Einmitt af þess 'ari ástæðu hef ég alltaf hikað þeg ar mér hafa borizt kvartanir um framferði og atliafnir lögreglu- þjóna. ÉG VISSI ÞAÐ af gamalli reynslu að borgararnir hafa til- hneigingu til þess að áfellast lög- reglumenn að skyldustörfum. Þetta er eldgamalt, en hefur minnkað mjög liin síðustu ár. Lögreglu- menn gegna mjög vandasömu starfi. Þeir eiga fyrst og fremst að stilla tii friðar, en þegar þeir geta það ekki verða þeir að beita valdi til að afstýra vandræðum — og þó að aðalatriðið sé, að þeir missi ekki stjórn á skapi sínu, verður maður að viðurkenna, að það er ekki nema eðlilegt, að þeim renni stundum í skap þeg ar þeir eiga í höggi við skríl, sem eys þá svívirðingum, hrækir á þá og sparkar i þá og reynir yfirleitt allt til þess að slasa þá. STRÆTISVAGNASTJÓRAR gegna líku starfi. Þeim eru settar reglur og þeim ber að fylgja þeim. Þeir verða alltaf að meta aðstæður, eiga að vera fljótir í ferðum en gæta vel ailra átta í mikiili um- ferð á mjóum götum. Fullyrt er að áætlanirnar séu ekki of þröngar, en umferð hefur aukizt og margir aðrir en þeir eiga í erfiðleikum. Ég hef fengið mörg bréf um akst- ur þeirra, en lítið gert að því að birta þau. Ég hef álitið að það ætti að sýna strætisvögnum tilhliðr unarsemi í umferðinni. EN NÝLEGA HEF ég orðið vott ur að svo lirottalegu gáleysi stræt isvagnastjóra, að mig grunar að til litsleysi þeirra sé fyrir neðan allar hellur og fari vaxandi. Ég geri þetta að umtalsefni í þeirri von, að strætisvagnastjórar endurskoði afstöðu sína og sérstaklega að ný- græðingar geri sér ljósa þá þungu ábyrgð sem á þeim hvílir. FYRIR RÚMUM mánuði ók ég vestur Suðurlandsbraut. Þegar við komum á beygjuna við Múla, en hún er alls ekki blind eins og kunnugt er, sáum við stóran olíu- bíl, sem kom á móti okkur á sín um brautarhelmingi. Allt í einu svif 'i strætisvagn á ofsahraða sér inn á brautina aftan undan olíu- bílnum, jók enn hraðann, ruddist á fram eins og vagnstjórinn væri ann að hvort orðinn blindur eða snerl öfugur í sæti sínu. Við gátum á síðustu sekúndu sveigt bílinn ör lítió' til vinstri og stöðvað hann, cn í sömu svifum sveigði strætis- vagninn til liægri á ofsahraða og Framliald á síöu 10. Harðviður - plötur - húsgagnaspónn Japönsk eik, 1, V/i og 2” . kr. 280,70 pr. kbf. Oregon Pine, 3V4 x 5V4”... — 272,30 — — Yang, 2 og ZV-i”....... — 241,60 ------- Teak, 2 og ZVi”........ — 195,00 --- Afzelia, 2 og 2Vz” ókantsk. — 320,00 — — Abachi, 1V4” ókantsk.. ... — 251,40 — —• Ilonduras Cedar, 1V4”.. — 434,00 ------- Ilemlock, 114 og li/2”.. — 282,00 — — Kvistalaus fura, 1, lJ/2 og 2”. — 270,55 — —• Ennfremur: PLASTPLÖTUR í miklu úrvali. HÚSGAGNASPÓNN (teak, álmur, askur, eik, oregon pine og brenni). Páll Þorgeirsson & Co., LAUGAVEGI 22. — SÍMI 16412. 2 9- sept. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.