Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.09.1964, Blaðsíða 16
Tilraunir í gatna- gerð á Akranesi 44. árg. — Miðvikudagur 9. semptember 1964 — 204. tbl. Unnsteinn Beck og Kristján Kristjánsson, yfirborgarfógeti. (Mynd: JV). Uppboð haldið und- ir lögregluvernd Reykjavík, 8. sept. GO. Kristján Kristjánsson yfir- borgarfógeti í Reykjavík var mættur með liði sínu að Smiðjustíg 10 til að fram- kvæma þar nauðungaruppboð klukkan 3,30 í dag. Við sögð- um frá þessu máli í blaðinu í dag (þriðjudag), en uppboð- ið er til sameignarslita á verð mætri húseign á enn verðmæt- ari lóð. Lögfræðingur Ragnars Halldórssonar er Guðlaugur Einarsson, en Unnsteinn Beck sér um málið fyrir JÞórólf Beck Sveinbjarnarson. - Slæðingur af fólki var mætt- ur á uppboðsstað og lögreglu vörður að auki. Hafði Unn- steinn óskað eftir þeim við- búnaði til að tryggja öryggi fógeta og sjálfs sín, að því er manni skildist. Helzt virðist það markverð- ast frá fyrri kynnum vorum af fógctanum, að hann hefur nú fengið sér nýjan skrifara. — Ungur þokkalegur maður, sem við vitum ekki deili 'á gegndi því hlutverki, sem Jón B. Jónsson hefur áður farið með á slíkum þingum. Að unga manninum ólöstuðum, er eft- irsjá að Jóni. Hann var alltaf hress í skapi og átti ævinlega einhvcrja beizka pillu handa okkur blaðamönnunum. Eg held við vonumst allir eftir að sjá hann sem fyrst aftur í sínu gamla hlutverki. Fógeti beindi nú engum orð- um til okkar og vitum við ekki hvort það var sakir fyrirlitn- ingar hans á iítilmótleik okk- ar, eða vegna þess, að liann hefur hreinlega gefizt upp fyr- ir stöðugri ásókn og kannski ( er hann farinn að kunna vel við ljósmyndaglampana. Guðlaugur Einarsson lagði fram bréf frá sjálfum sér, þar sem hann krefst viku frests á uppboðinu, til þess að kynna sér ný málsskjöl, sem umbjóð andi hans hafi undir hönd- um og geti útilokað frekari afskipti fógeta af málinu. — Unnsteinn vildi hins vegar engan frest veita og kýttu þeir lögspekingarnir um þetta góða stund með innskotum frá fó- geta. Unnsteinn mótmælti frest inum, þá krafðist Guðlaugur úrskurðar um frestinn. Hann sagði að hér væri um svo mik- ið að tefla fyrir Ragnar, að hann hlyti að krefjast þess að fá að kynna sér málsskjöl. Framhald á 13 síðu Selja ísfirðingum malbikunartækin Aðalfundur Gatnagerðarinnar »f. var haldinn í Reykjavík laug- ardaginn 5. þessa mánaðar. Fund- Stin sóttu fulltrúar frá tólf af nítj- »n kaupstöðum og kauptúnum, »em aðild eiga að félaginu. Fyrir fundinn var lögð ítarleg fikýrsla um starfsemi félagsins á liðnu ári og það, sem af er þessu áti, gerð af fráfarandi formanni | félagsins. Segir þar, að lítil verk- | efni hafi verið fyrir tæki félags- ins á árinu 1963 og enn minni á þessu ári, og hafi stjórn félags- ins því ákveðið að selja malbikun- arsamstæðu félagsins ásamt öllum búnaði hennar bæjarstjórn ísa- fjarðarkaupstaðar. Verulegrar gagnrýni gætir i skýrslunni á fram kvæmd hinna nýju vegalaga að þvá Framh < <3. síðu. Gó5 veiði við Au-Grænland Reykjavík, 8. sept. GO. Allgóð veiði er nú hjá togurun- uin við Au.-Grænland. Askur kom i morgun til Reykjavíkur með fullfermi, 280 tonn, Hvalfell land aði í gær 170 tonnum og Víking- ur Iandaði á Akranesi 293 tonnum. Þá er von á Þorsteini Ingólfssyni með 140-150 tonn. Allir togarar Bæjarútgerðar- innar að undanskildum Skúla Magnússyni eru nú í gangi og hafa flestir landað erlendis að undanförnu. Reykjavík, 8. sept. — KG. Á AKRANESI hafa margar götur verið steyptar í sumar og nú á næstunni er ráðgert að ganga frá ýmsum smáspottum og verða þá gerðar nokkrar tilraunir til ódýr- ari gatnagerðar. Á Selfossi er ver- ið að undirbúa malbikun á nokkr- um hluta Austurvegar, þ. e. þjóð- veginum, sem liggur í gegnum Sel- foss, frá brúnni og austur. — Þá munu ísfirðingar nú hafa fest kaup á tækjum Gatnagerðarinnar s.f. og er kaupverðið 800 þúsund krónur. Ekki hefur verið malbikað neitt á ísafirði í sumar, en aðrar fram- kvæmdixí látnar sitja fyrir. En unnið er þar að undirbúningi fyrir malbikun næsta sumar. í sumar hefur verið steyptur stór hluti af Kirkjubraut á Akranesi og um það bil Vo af Vesturgötu. Verð- ur nú unnið að því að ganga frá gatnamótum, götubútum og gang- stéttum. Verða gerðar nokkrar til- raunir til ódýrari gatnagerðar um leið og gengið verður frá hinum götunum. Verða við ti'lraunirnar notaðar tvær tegundir af þynnri steypu og einnig mun vera í undir- búningi að blanda sementi við jarð veginn á fáfarnari götum. Er von- azt til að við það myndist gott und- ii-lag fyrir varanlegri gatnagerð. ísafjarðarkaupstaður hefur nú Framhald á 13. síðu. Lélegar sölur í Þýzkalandi Reykjavík, 9. sept. GO. Togarinn Jón Þorláksson seldi 109 tonn af ísfiski í Kiel í gær fyrir 75,370 mörk og Jón forseti seldi í Cuxhaven í dag 109 tonn fyrir 84,508 mörk. Fleiri sölur verða ekki í þessari viku. Kemur bók eftir Laxness í haust? Reykjavik, 8. sept. — HP. í NÝÚTKOMNU hefti Eimreiðar- innar er sagt frá nokkrum nýjum bókum, sem sennilega koma út í haust eða fyrir jólin, þó að ekki hafi enn verið skýi-t opinberlega frá útkomu þeirra allra. Meðal þeirra verður sennilega ný bók eft- ir Halldór Laxness, smásagnasafn, nýjar bækur eftir Guðmund Gísla son Hagalín, Guðmund Daníelsson og Jón Björnsson ljóðabækur eftir Jóhannes úr Kötlum og Þorstein frá Hamri og fyrra bindi ritverks- ins íslenzkir samtíðarmenn. Bókaútgáfa Menningarsjóðs gef- ur út bók um Steingrím Thorsteins i son eft;r Hannes Pétursson og bók um Gest Pálsson eftir Svein Skorra Höskuldsson, en frá Menningar- sjóði er einnig væntanleg ný ljóða bók eftir Gunnar Dal, er nefnist Raddir morgunsins. Hin nýja skáld i saga Guðmundar Daníelssonar i nefnist Drengur á fjalli og kemur út hjá ísafold, en Ilmur daganna ! verður einnig gefin út í ritsafni hans. Ritsafn Þóris Bergssonar kemur út í þremur bindum hjá1 sama forlagv. Sér Guðmundur G. Hagalín um útgáfuna og skrifar ritgerð um höfundinn. Meðal ann- arra bóka frá ísafold ihá nefna stóra skáldsögu, Taminn til kosta, Frh. á 14. síðu. Fundur í FUJ i Hafnarfirði ★ ALMENNUR félagsfundur verður haldinn í Félagi ungra jafnaðarmanna í ilafnarfirði næstkomandi fimmtudag. — Fundurinn verður í Alþýðu- húsinu og hefst kl. 8,30 e. h. Á fundinum verða kosnir full trúar á 20. þing Sambands ungra jafnaðarmanna, er háð verður á Akureyri dagana 2., 3. og 4. október n.k. — Fé- lagsmenn eru livattir til að sækja fundinn vel og stund- víslega. MtmMVmMMWMVMMHMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.