Alþýðublaðið - 01.12.1964, Side 3

Alþýðublaðið - 01.12.1964, Side 3
KNUT HAMSUN: A MIDUNUM MÁNUÐ eftir mánuð lágum við á miðunum og veiddum gol- þorsk. Sumarið leið og veturinn kom og alltaf lágum við á sama stað, úti á rúmsjó, á takmörkum tveggja heimsálfa, Evrópu og Ámeríku. Fjórum eða fimm sinn- um á þessi ári fórum við til Miquelon til þess að selja afl- ann og kaupa vistir. Svo sigldum við út aftur, lögðumst á sama Stað, veiddum golþorsk — og fór- lim aftur til Miquelon til þess að losa á ný. Ég fór aldrei í land é þessari höfn. Og hvaða erindi átti ég í land? Það var ekki margt um manninn á þessum stað, þessum útkjálka, þar sem fáeinir fiski- menn og mangarar búa. Skipið okkar var rússneskt og hét „Kongo.” Þetta var gamalt lierskip með fallbyssum ' á hlið- unum frá sínum yngri árum. Við vorum átta á skipinu: Tveir Hol- lendingar og einn Fransmaður, tveir Rússar og ég. Hitt voru negrar. Á „Kongo“ voru fjórar doríur. Við fórum út á morgnana á þess- um doríum og drógum línurnar. Á sumrin fórum við klukkan þrjú, en á veturna með birtingu. Og á kvöldin lögðum við þær aftur, alltaf á sama stað, sjö til átta liundruð faðma VSV frá ,Kongo.’ Einn dagurinn leið af öðrum og alltaf lágum við þarna. Það var tilbreytingarlaust líf. Við fundum ekki ævinlega mun á sunnudegi og mánudegi. Hið eina sem var öðruvísi hjá okkur en hinum sem lágu á sömu slóðum, var sú nýbréytni, að skipstjórinn okkar hafði konu sína hjá sér um borð. Þessi kona var ung, en hin ótútlegasta nótintáta. Hún var lítil og grindhoruð með liauga af vörtum á báðum höndum. Við sáum hana nærri því á liverjum morgni, þegar við lögðum frá borði. Hún var þá að koma á fæt- ur, syfjuð og argintætuleg. Og hún lét sig þá ekki muna um að reisa gestaspjót, svona rétt fyrir framan augun á okkur, lyfta pils- unum og .. nei, það er nú varla hægt að koma orðum að því. En þó að hún væri svona ósnytileg og talaði varla við okkur, þá þótti okkur skipverjunum vænt um liana samt sem áður. Öllum þótti okkur vænt um hana, hverjum á sinn hátt, og enginn gat án hennar verið. Svona langt vorum við nú leiddir. VIÐ VORUM ekki sjómenn, heldur fiskimenn. Sjómenn sigla alltaf áfram, fara úr einni höfn í aðra og ljúka jafnan ferð sinni. hversu löng sem hún er. En við lágum alltaf á sama stað, alltaf á sama stað með öll akkeri í botni. Og svo lengi hafði þessu farið fram, að við mundum varla leng- ur, hvernig jörðin leit út. Við höfðum breytzt mikið. Þessi ei- lífa kyrrstaða liafði gert okkur daufa og drungalega. Við sáum ekki annað en þoku og haf og heyrðum ekki annað en þytinn í vindinum. Við vorum hættir að hafa áhuga á nokkru og stein- hættir að hugsa. Hvers vegna áttum við líka að vera að hugsa? Hin stöðuga umgengni okkar við þorskinn hafði gert okkur sjálfa að þorskum, einkennilegum sjó- skrímslum, sem skriðu um skip- ið. Við lásum ekki heldur, lásum ekki staf. Við gátum aldrei feng- ið bréf hingað út á hafið, og auk þess liafði þokan og þorskurinn gert það að verkum, að okkur langaði ekkert til að lesa. Við átum, unnum og sváfum. Hinn eini, sem ekki var orðinn að hér- villing og ennþá fylgdist með, var Fransmaðurinn. Hann vék mér afsíðis á þilfarinu einn dag- inn og sagði mjög alvarlegur: — Heldurðu að þeir séu að berjast núna heima? Við vorum ekki sjjó- mennf heldur að- eins fiskimenn. Við vorum orðnir dauf- ir og sljóir eins og þorskarnir sem við veiddum. Svo sljóir vorum við orðnir, að við nenntum varla að tala hver við annan. Við vissum svo alltof vel, hvernig hverri spurningu yrði svarað og við þetta bættist svo það, að við áttum oft erfitt með að skilja hver annan. Því að til hvers var það, þó að hið löggilta mál væri enska? Bæði Hollend- ingarnir og Fransmaðurinn voru of tornæmir til þess að læra það, og þegar Rússunum lá eitthvað sérstakt á hjart’a, brugðu þeir sér yfir á sitt eigið tungumál og keyrðu allt í bendu. Við vorum hjálparlausir og yfirgefnir á all- an hátt. .En síöku sinnum, þegar við sátum og drógum línurnar fór innflytjendaskipið fram hjá, þung lamalegt, skuggalegt ferliki, sem rak upp ámátlegt væl og hvarf í sömu svifum út í þokuna. Það var nærri því ömurleg sýn, þessi ófreskja, sem birtist sjónum okk- ar eitt andartak og hvarf svo sviplega. Þegar þetta bar við í myrkri og Ijósin frá skipinu störðu á okkur kringlóttum, gló- andi kýraugum, rákum við' stund- um upp óp af undrun og ótta. Þegar logn var, fundum við stund- um þytinn af þessari ferlegu aft- urgöngu og dorían vaggaðist lengi á hinum þungu bylgjum 1 kjöl- farinu. Það bar líka stundum við, að þegar veður var bjart, að van Tat- zel, sem var doríufélagi minn, gat komið auga á seglskip í fjarska. En seglskipin komu al- drei svo nálægt okkur, að við gætum greint nokkra lifandi veru um borð. Við sáum aldrei annað fólk en skipsfélaga okkar, kokk, átta fiskimenn, gigtveikan skip- stjóra og konu hans. Við urðum oft fyrir undarleg- um skapbrigðum, þegar við vor- um að draga inn línurnar og átt- um erfitt með að ná þeim upp. Þá fannst okkur sem kaldar hend- ur héldu fast í önglana og vildu hvolfa undir okkur doríunni. Við hrópuðum hver til annars, níst- um tönnum og vorum hálfbrjál- aðir af ótta. Við gleymdum því, hvar við vorum og hvað við vor- um að gera. Við vorum mjög æst- ir og gátum ekki stjórnað okkur í baráttunni við hin ósýnilegu öfl niðri á liafsbotninum, sem ekki vildu sleppa takinu. Þegar einhver fiskimannanna fékk svona kast, var sagt, að hann „spáði björtu veðri,” vegna þess að menn héldu að þokan ætti sök á þessu. Stundum kom það líka fyrir, þegar við vorum að draga, að okkur virtist undarleg, yfir- náttúrleg skrímsli sitja úti á haf- inu og kinka kolli til okkar og hverfa svo. Og risavaxin ferliki stikuðu um hafflötinn í þokunni undan vindinum. Við van Tatzél sáum einu sinni sýn, sem kom okkur til að stirðna af skelfingu. Það var um dimmt kvöld og við vorum að leggja línurnar okkar. Við sáum mann, sem sveif upp og niður í lausu lofti. Höfuð hans stóð í ijósum loga og hann and- aði stormhvinum. Við heyrðum það báðir tveir. Skömmu seinna brunaði gufuskip fram hjá okk- ur. Við rákum upp óp, þegar blásið var í þokulúðurinn. Svo hvarf þetta skip. EN ÞEGAR fram á daginn kom og við vorum búnir að draga lín- urnar og vorum á leið til .Kongo' með drekkhlaðnar doríurnar, vor- um við mjög ánægðir yfir veið- inni og því, að nú var lokið mesta erfiðinu þann daginn. En þessi ánægja gerði okkur oft æsta og heimska á annan hátt: Þannig kom það oft fyrir, að við fund- um einkennilega ánægju í því að misþyrma fiskinum. Báðir Rússarnir voru sérlega veikir fyr- ir þessari tilhneigingu. Þeir tóku í hausinn á stóru þorskunum, boruðu fingrunum inn í augu þeirra, héldu þeim á lofti og hlógu dýrslegum hlátri. Einn dag- inn tók ég eftir því að annar Rússinn beit í hráan fisk, boraði tönnunum á kaf, hélt fiskinum í munninum í tvær mínútur og lok- aði augunum. Þessir feitu gol- þorskar höfðu hinar lAndarleg- ustu verkanir á okkur alla sam- an. Við gátum orðið æstir þegar við ristum þá á kviðinn. Við frömdum kviðristuna á þeim lif- andi, hrærðum óþarflega mikið í innyflum þeirra og ötuðum hend- ur okkar í blóði meir en nauð- synlegt var. Fransmaðurinn gerði sig aldrei sekan um þessar dýrs- legu nautnir, en aftur' á móti var hann vitlaus á eftir konu skipstjórans og reyndi ekki að leyna því: — Eg elska hana, það veit hamingjan, ,ég elska hana, sagði hann oft á dag. Einn af negrun- um, sá, sem við nefndum „dokt- orinn,” vegna þess að hann hafði lesið lækningabók einhvern tíma í fyrndinni, var líka ástfanginn Framh. á 14. síðu. ALþÝÐUBLAÐIÐ - 1. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.