Alþýðublaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 13
iiiiiiiiiiimmiiiiimiMiiiiimimiiiiimmmiiiMiiniuiiiuiniinmimuiiiiMimimuiiiniirMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiimiiiiiiiii iiiiimiiniiiiiMiiiiiiiMMiiiliiimmimiMiimifi^; ...... PFAFF - Saumavélar PASSAP- Prjónavélar NOMOTTA - Ullargarn Þeir sem kaupa þessi heimsþekktu merki, eru öruggir með að fá það bezta. Verzlunin PFAFF h.f. Skólavörðustíg 1 — Sími 13725 — 15054. '^imiiniiiiiiiHmiiiiiiiimiiMinumMiminiimiiiiiiiiimiiinmmiiimuiimii...... FEVON ÞVEGIÐ VEL ÞVEGIÐ FEVON ver hendur yðar. FEVON ilmar þægilega. FEVON er frábært fyrir barnafötin. FEVON í allan þvott. iiiiiiiiMiiiiiiiimimiiiiMiiiiiiimiiiiiitiiiiMMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiimiiiiiMiiimiiiMMiiiiiiiiiiiiM'>* IMIMIIMIMMIMMMIIIMIIIMIIIII IMIIMMIIIII•MIIMMIM■M••IIIMMIIIMMIIIIIIIIIMII■lllll■lll■lllll IIIIIMIIIIIIIIIIMIIMIIIIMMIIMIMMMMMMMIIII‘^>' Nál KJeopötru Framhald af 5. síSn ill mannfjöldi, enda hafði hún þá verið miðpunktur inikilla um- ræðna og æsinga í mörg ár. Nú brutust út heitar deilur um fram- tíðarstaðsetningu nálarinnar. — Stungið var upp á forgarði Brezka safnsins (British Muse- um), en fallið var frá þeirri hug- mynd af ótta við að þungi nál- arinnar væri of mikill, hún myndi síga i jarðveginn og eyði- leggja þannig gas og vatnsleiðsl- ur. Stað í grennd við Westmin- ster Abbey var hafnað, þegar for- ráðamenn neðanjarðarbrautanna létu í ljósi ugg vegna járnbraut- arganganna þar undir. Eftir japl og jaml og fuður, var nálinni valinn staður á Bakkanum (The Embankment) og dag einn árið 1878 lagði hún upp frá Austur- Indía bryggjunni, sveipuð grófri ábreiðu en áhorfendur ráku upp fagnaðaróp. Hún var dregin af dráttarbáti og haldið í horfinu af tveimur öðrum. Þúsundir fólks liorfði á þessa litlu flotadeild sigla hægt upp eftir Thames- ánni, öll skip voru fánum skreytt og heiðursskotum var hleypt af frá hafnarbökkunum meðfram ánni. Þykkur og sterklegur fótstallur- hafði verið steyptur á árbakk- anum og þann 13. september 1878 var nálin reist með aðstoð vökvadælna og þarna stendur hún enn í dag. Mikill mannfjöldi var viðstaddur á Bakkanum og gamla Waterloo brúin var þakin áhorfendum, einnig bátar og skip í grenndinni. Ekki er það á allra vitorði, að þetta fornsögulega mannvirki Lundúnaborgar (systurnálin var reist ári seinna í New York) er líka eins konar geymsla framtíð- inni til handa. í innsigluðum hylkjum, sem komið var fyrir í fótstallinum, þegar steindrang- urinn var reistur á Bakkanum, er safn hluta, sem fornfræðingar framtíðarinnar geta dregið álykt- anir af um lífið á Viktoríutíman,- um. þ.e.a.s. ef Lundúnaborg á eftir að hrynja og hyljast ryki. Þarna er sýnishorn af mynt .þeirra tíma, safn af Biblíum, járnbraut- arleiðarvísir, kort af London ár- ið 1878, eintök af fréttablöðum samtíðarinnar, rakvél, nokkur leikföng, karlmannaföt, kjóll, Ijós myndir af nokkrum fegurðardís- um og mynd af Viktoríu drottn- ingu. Efasemdir um varanleik hins egypzka rauða granítsteins í Lundúnaloftslaginu, urðu til þess að nálin var þakin með efni, sem á að vernda hana gegn tæringu og veðrun, en litlu munaði eitt dimmt septemberkvöld árið 1917, þegar þýzk sprengja féll af himn- um ofan og kom niður rétt hjá nálinni. Brotsárin, sem hún skildi eftir í granítinu eru enn- þá greinileg. Hin leyndardómsfullu merki, sem þekja allar fjórar hliðar steindrangsins og eru höggvin út af fagmönnum, sem voru samtímamenn Mosesar heit- ins, spegla liugsanir þeirra manna, sem voru uppi í árdaga skráðrar sögu. En þrátt fyrir það, ganga þúsundir Lundúnabúa og ferðamanna fram hjá Nál Kleó- pötru, án þess að gera sér Ijóst hve litríka og ljómandi sögu hún á að baki. BRIET Framhald af síðu 7. kjörgengi höfðu þær ekki. — 1907 rýmkuðust kosningaréttindi .kvenna og þær fengu kjörgengi til bæjarstjórna. HöfSu þær þá í þessu sama rétt og karlmenn. Um leið komu ný lög um bæjarstjórn- ir og 1908 áttu að fara fram bæjar- stjórnarkosningar hér í Reykjavík. Alls komu fram nítján listar. Þar af var einn frá okkur konunum. Úrslitin urðu þau, að allar fjórar konurnar, sem voru á lista okkar, náðu kosningu, átta karlmannalist- ar komu engum að, níu komu að einum hver og einn tveimur. Öll kvenfélög í bænum unnu saman að lista okkar og sigri hans. Þetta var fyrsta kosningabaráttan, sem íslenzkar konur tóku þátt í. 1909 tókum við fyrst að berjast fyrir rétti kvenna til menntunar, þ. e. a. s. rétti þeh’ra til að setj- ast í æðri skóla, og jafnframt að þær fengju sama rétt og karlmenn til opinberra embætta. Þetta bar engan árangur fyrst í stað. En 1911, sama árið og Há- skólinn var ’stofnaður, fór á ann- an veg. Þá stóð líka þ.vtur af okkur kon- unum. Við héldum stóran opinber- an fund og buðum á hann alþingis- mönnunum. Við töluðum þar af eldmóði um þessi mál og skoruð- um að síðustu á þingmennina’ að taka til máls og lýsa sinni afstöðu. Enginn svaraði: En ég heyrði Jón Magriússon muldra niður í barm sér: ^Alþingi svarar“. Við þetta reiddist ég. Við konurnar höfðum þá ekki enn fengið kosn- ingarrétt til alþingis og einmitt það var eitt af aðalbaráttumálum okkar. Ég sagði það með töluverð- um þunga, að slík svör myndum við ekki liafa fengið, hefðum við kosningarrétt, því að svo virtist, að þeir þyrftu að vera hræddir til þes’s að þeir fylgdu góðu máli. Hannes Hafstein var flutningsmað- ur málsins á Alþingi, og það gekk fram. Ástæðuna tel ég bæði þá, hversu vel við börðumst og eins hitt, að andstaðan var i raun og veru ekki vöknuð. 1915 fengum við kosningarrétt til alþingis, en þó mjög takmark- aðan, en smátt og smátt rýmkaðist og 1918 fengum við jafnan kosn- ingarrétt og karlmenn. .Er við fengum kosningarétt og kjörgengi, var ég á lista Heima- stjórnarmanna, þrátt fyrir andróð- ur Jóns Þorlákssonar, en ég náði ekki kosningu, vantaði fimmtán at- kvæði; enda var ég neðarlega á listanum og karlmennirnir höfðu strikað mig út, en hins vegar höfðu þá márgar konur strikað alla karl- mennina út. Við létum nú flest mál til okk- ar taka, sem snertu réttindi kvenna og kjör þeirra. Árið 1920 hófum við mikla baráttu fyrir sifjalöggjöf inni, réttindum ógiftra mæðra og barna þeirra. Og við höfum haldið baráttunni áfram, þó að mér finn- ist, að nú standi minni stormur af þeirri baráttu en í gamla daga. Við höfum fengið fjölda margar réttarbætur, en allt of margar þeirra eru bara á pappírnum, en ekki í framkvæmdinni. Lítið í kringum yður. Þér sjáið órétt alls staðar. Konur vinna við sömu störf og karlmenn, en fá miklu lægri laun. Þær eru úti- lokaðar frá embættum og opinber- um sýslunum. Þeim er gert erfitt fyrir að afla sér menntunar. Lög- in heimila þeim þetta, en svona er framkvæmdin. En ég vil taka fram, að þetta er ekki fyrst og fremst karlmönnun- um að kenna. Konurnar geta leit- að að orsökunum hjá sjálfum sér. Þær eru alltof áhugalausar og skeytingarlausar um eigin hag .og aðstöðu sína í þjóðfélaginu, Þær eru sannarlega sínir eigin böðlar“. Frú Bríet verður þungbúin á svipinn. „Ég vildi að ég væri orðin ung“, segir hún og horfir út í sólskinið. — Og hvað segið þér um aldar- háttinn núna? Þér hafið lifað svo lengi og kunnið að dæma. ;,Ef ég á að halda afram að tala um konurnar, þá vil ég segja það, að ég er orðin svo gömul, að ungu stúlkurnar eru hættar að tala um áhugamál sín við mig, en ég held að þær séu hugrakkari og sjálf- stæðari í hugsun en áður vár. En þær eru mjög skeytingarlausar um sín eigin mál, og þó höfum við, þær eldri, búið svo vopn i hend- Framhald á 14. síðn ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. des. 1964 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.