Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 5
ÁTI TIL Ef vel er að gáð má greina fyrsta merkið um pólitískar um- træður á nýloiknu þingi Æ31;ta Iráðs Sovétríkjanna. 1500 meðlim- ir Þess koma saman til fundar einu sinni eða tvisvar á ári til að samþykkja einróma fjárlög og frumvörp stjórnarinnar, og halda Stuttar ræður, þar sem þeir láta í ljós þetta. samþykki sitt. Hins vegar hefur þess farið að gæta æ meir jafnvel síðan á dögum Stalíns, að í ræðum þessum komi fram kvartanir um gaJla og ó- dugnað stjórnarvalda í héruðum hinna ýmsu ráðamanna. Ef einhver ráðhérra átti í erfið leikum við ráðamennina í Kreml var það gjarnan tilkynnt með- |imum • Æíðsta ráðþing og ráð- herrann varð síðan nokkurs kon- «r eldingarvari og sætti gagnrýni af ýmsra hálfu. Það er ekkert lýðræðislegt við þessa aðferð þótt nokkrir létu glepjast af því hvað gagnrýnin virtist óundirbúin, en þetta var að minnsta kosti spor í rétta átt, því ef meðlimum Æðsta ráðsins er leyft að mynda með sér hópa til að framfylgja sameiginlegu markmiði skapast eitthvað í líkingu við pólitíska baráttu að lokum, þótt þróunin gangi hægt, í staðinn fyrir grátt tilbreytingarleysið undir einræð- isstjórninni. I * MARGIR SKOTSPÓNAR. Á síðasta þingi Æðsta ráðsins var stillt upp mörgum skotspón- tim, sem þingfulltrúar gátu beint Ekeytum sínum að. í setningar- ræðu sinni játaði Kosygin for- eætisráðherra, að eldsneytisbirgð ir landsins væru ófulílnægjandi og lofaði að gera ráðstafanir til að ráða bót á þessu. í landi eins og Sovétríkjunum, þfar sem vetur er langur og samgöngur tiltölu- lega slæmar, táknar, að mörgum getur orðið kalt þegar eldsneytið er á þrotum og iðnaður og sam- göngur geta stöðvast í sumum héruðum. Skortur af þessu tagi gerir vart við sig í Sovétríkjun- Um svo að segja á hver.ium vetri og er oft ræddur í sovézkum blöðum. Samsvarandi skortur hef ur einnig stundum ge^t vart við sig í vestrænum 'löndum og leitt til hneykslunarópa stiórnarand- stæðinga. blaðb og almhnnings vegna stefnu stjórnarinnar í þess- um málum. Af þeim 67 ræðumönunum, sem getið var um í „Pravda“, voru að þessu sinni aðeins þrír, sem minnt USt á hið slæma ástand í eldsneyt Ismálunum. Ræðumaður nokkur Bem fékk orðið fyrir hönd stjórn- arinnar í Úkraníu, sagði að al- varlegt ástand hefði skapazt í tJkraníu og í öllum hinum evr- ópska hluta Sovétríkjanna að því er varðaði útvegun eldmeytis til handa iðnaði þjóðarinnar og lands mönnum. Hann kvað orsökina verá mistök og reikningsskekkjur I áætlun síðustu ára, og þetta hefði leitt til aíturkipps í kola- framleiðslunni. Ræðumaður nokkur fullvissaði Tækni, vísindi og sjómannaverkfall UM þessar mundir er unnið a£ miklum áhuga hjá ýmsum aðilurn til að finna heppilega lausn á flutningavandamálinu frá fiski- miðum til fjarlægra landsfjórð- unga. Hér hafa verið á ferð nokkr ir útlendir sérfpæðingar, til skrafs og ráðagerða, um tækni- lega hentug skip til flutninganna, útbúin sjókæidum geymum í lestarrúmi, sem geta flutt síld og annan fisk óskemmdan miklar vegalengdir, ennfremur stærri fiskiskip útbúin á sama hátt, til flutnings á eigin afla. Þar að auki hefur verið upplýst um flutn- inga á bræðslusíld í tankskipum og ennfremur um mögulega flutn inga í gúmbeJgjum, sem rúma 320 til 1000 smálestir hver, en belgir þessir eru dregnir aftan í öðrum skipum og dælt í þá og úr þeim aflanum. Þá má geta þess, að unnið er af miklu kappi hjá Rann sóknarstofu Fiskifélags íslands, með dr. Þórð Þorbjarnarson í far arbroddi, með shni alkunna vís- indalega áhuga, cn hann er m.a. að sannprófa geymsluþol síldar- innar í flutningum, bæði sjó- kælda og ísaða, með eða án salts o.s. frv. Það kemur vonandi eitt hvað raunhæft út úr þessum bolla leggingum og ráðagerðum, því til mikils er að vinna. Samtímis þessu, eða í dag, 21 des. sendir Verkalýðsfélag Akra- ness út tilkynningu til útgerðar- manna svohljóðandi: „Fundur í trúnaðarmannaráði Verkalýðsfélags Akraness, hald- inn 19. des. 1964 samþykkti eftir ósk sjómanna- og vélstjóradeilda félagsins, að boða vinnustöðvun á vélbátaflotanum á Akranesi frá og með 1. jan. 1965 hafi samn ingar þá ekki tekist. Þetta tilkynn ist yður hér með. Verkalýðsfélag Akraness.“ Ég geri ráð fyrir, að þetta verk fall sé boðað með það fyrir aug- um, íað fá hærri hlut eða skipta- prósentu á bátunum. Það er leitt til þess að hugsa, að ekki skuli vera til önnur betri Reið en verk föll, til þess að knýja fram kaup hækkanir eða bætt kjör, því þeg- ar allt kemur fram, þá er það stað- reynd, að allir tapa á verkföllum, og höftim við hér á Akranesi nær tækt dæmi, er fyrir tæpu einu ári eða í desember í fyrra, stöðv uðust allir síldarbátarnir á bezta hluta vertíðarlnnar og þar með öill vlnnan í landi líka. Það er þjóðarnauðsyn að koma í veg fyrir verkföll, ef nokkur kostur er, og til þess hljóta að vera færar leiðir, ef málsaðilar ganga til samninga með sann- gimi. Ég hygg að sjómenn á sæmilega útgerðum mótorbátum hér á yfir- i - "> ' standandi ári, séu ekki óán'ægðir með kjör sín, enda er hlutur þeirra allgóður, en sínum augum lítur hver á silfrið. Til fróðleiks vil ég nefna töl- ur, sem tala sínu máli. Fjórir stái bátar okkar feðga, 150—270 tonna, gerðir út á síld og þorsk að meðaltaii tæpa 11 mánuði. Á þeim er meðalhlutur háseta, riieð orlofi, kr. 243,262.00, og þrír eikarbátar, 55—70 tonna, gerðir út á þorsk og humar í 8 mánuði, en meðalhlutur háseta á þeim er kr. 93.593.00. Vélstjórar hafa 50% á hlut og skipstjórar 100%. Einu sinni þegar ég var að ræða um viðskipti við bankastjóra Útvegsbankans á erfiðum tímum, þá var Jón Baldvinsson, forseti Ali þýclusambandis íslandlf, jeinn af þremur banka'tjórum bankans, góðgjarn og vitur maðui'. Um þær mundir stóð yfir þrálátt og erfitfc verkfall á Akranesi. Að viðræðuni loknum, bað Jón heitinn mig að tala við sig einslega á skrifstofu sinni í bankanum, og ræddum við samaa góða stund um verkfallið i o. fl. Um leið og við kvöddumst, bað hann mig í einlægni að gera allt, sem ég megnaði til að stuðla að því að verkfallið leystist. Og hann klappaði á öxlina á mér að skilnaði og sagði: Blessaðir reyn ið þið að koma ykkur saman. Nú vil ég gera orð Jóns heit. Baldvinssonar að mínum og segi: Blessaðir reynið þið að koma ykk ur saman. Píanóstillingar og viðgcrðir GUÐMÚNDÚR STEFÁNSSON hljóðfæraverkstæði. Langholtsvegi 51. Sími 36081 milli kl. 10 og 12. Tck a8 mér hvers konar þýfffnf* *r úr oe á ensku EIÐUR GUBNASON, IBggiItur dðmtúlkur og sklaltþ þýBandi. Skiflholtl 51 — Sfmi 32933. Eftir Harald Böðvarsson TJÁNINGAFRELSIS menn um fyrir hönd gasiðnaðar- ims', að nýjar pípul|þgningar mundu bæta ástandið á næsta ári en játaði, að þrátt fyrir ráðstafan- ir, sem gerðar hefðu verið, væri ástandið enn þá mjög slæmt í hinum evrópska hluta Sovétríkj anna. Formaður ríkisnefndar elds neytisiðnaðarins játaði, að þrátt Kosygin talar á fundi æðsta ráðsins. fyrir hið endurskoðaða fram- leiðslutakmark fyrir næsta ár mundi ekk takast að útvega það magn, sem gert var ráð fyrir í upphaflegu áætluninni. Það sýnir, að fullt málfrelsi ríkir ekki í Æðsta ráðinu, að að- eins ræðumönnum af ,,stjómar- bekkjunum" var leyft að tala um þetta mál, sem svo greinilega I varðar almenningshagsmuni. En j ákafi sá, sem margir ræðumenn sýndu þegar þeir tóku önnur vandamál fyrir, bendir til þess, að minnsta kosti nokkrar hömlur eru smám saman að hverfa. ★ HÚSNÆDISSKORTUR. Ekkert þjóðfélagsvandamál er eins alvarlegt í Sovétríkjunum og húsnæðisskorturinn, sem oft neyð ir margar fjölskyldur til að búa saman i einni íbúð. Kosygin ját aði hve mikilvægt vandamál þetta væri og sagði, að húsnæðisbygging ar á næsta .ári yrðu meiri en árið áður. Hann nefndi 14% aukn ingu og það táknar, að stefnt er að því að setja nýtt met í húsnæð isbyggingum. í fjárlögunum var einnig gert ráð fyrir auknum framlögum til menntamála. Engu að. síður risu upp tólf ræðumenn til að kvai-ta fyrir hönd héraða sinna um mís- bresti á byggingu húsnæðis og skóla. Kvartanirnar voru svo há- værar, að þær bera vott um tölu- EVariihald á 10 síðu N ÞAÐ VAR óvenjulega fallegt veður um þessi jól, stillur og hreinviðri og sjaldan hefur verið fegurra um að litast hér í höfuðborginni. Jólatréð á Austurvelli var hátt og tigulegt ; ; í ár og skartaði sínu fegursta í hreinviðrinu. AlÞÝÐUBLAÐiÐ - 30. des. 1964 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.