Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 10
SKUGGAHLIÐIN Pvamhald af síðu 7. búnað fyrir samkeppni af hálfu helztu landbúnaðarþjóðanna. En landbúnaðurinn verður þá að endurgjalda þá vernd með því að leggja allt kapp á að halda fram- leiðslukostnaði eins lágum og mögulegt er, jafnframt því sem framleiðslan sé fyrst og fremst miöuð við þarfir innanlandsmark- aðsins. Á'hvoru tveggja er þó mik- ill misbrestur. Landbúnaðarfram- leiðslan vex hröðum skrefum, án þess að þörf sé fyrir aukninguna innanlands. Hún er þess vegna flutt út, en útflutningsverðið á kjöti er u. þ. b. 2/3 hlutar af því, sem það kostar að framleiða það hér innanlands og útflutningsverð mjólkurafurða er ekki nema 1/3 hluti af framleiðslukostnaðinum innanlands. Á næsta ári mun ríkis- sjóður greiða yfir 180 millj. króna í bætur á útfluttar landbúnaðar- vörur og er það 10% af heildar- Verðmæti allra landbúnaðarfram- leiðslunnar. Miðað við það, að bændur séu um 6 þús. að tölu, læt- tir nærri, að útflutningsuppbæt- tirnar 'úr ríkissjóði nemi 30 þús- iindum króna á hvern bónda í Iandinu. Og það er ekki aðeins að greiða þurfi þetta mikla fé með þeirri aukningu landbúnaðarfram leiðslunnar, sem flutt er út, held- þr er hátt í 200 milljónum króna ýamhliða varið samkvæmt fjárlög- um til þess að auka landbúnaðar- framleiðsluna. Alla stefnuna í landbúnaðarmálum þarf þess vegna að endurskoða vandlega. Gera verður skynsamlega fram- tíðaráætlun um stækkun býla ög aukna tækni í landbúnaðinum, Sfm lækki framleiðslukostnaðinn, samtímis því sem framleiðslan sé í ríkara mæli en nú á sér stað mið- uð við þarfir innanlandsmarkaðs- ins, þannig að þörfin á útflutn- ingsbótum minnki. Þá verður og að endurskoða reghirnar, sem nú gilda um verðlagningu landbún- áðarafurðanna. Þær hafa verið gallaðar frá upphafi og eru nú að ýmsu leyti orðnar algjörlega úr- eltar. . Ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar, að stytting vinnutíma, endurbætur í skatta- og tollamál- um og skynsamlegar breytingar á stefnunni í landbúnaðarmálum mundi verða íslenzkum launþeg- um miklu raunverulegri og varan- egri kjarabót en óraunhæf hækk- in kaupgjalds í krónum. Ég tel iað fyrst og fremst vera hags- munamál launþega sjálfra, að í kjölfar launþegasamninganna á miðju næsta ári sigli ekki ný verð- bólgualda. Ef laun hækka ekki meira en efnahagskerfið þolir, þá eru ótví- ræð skilyrði fyrir hendi fyrir óframhaldandi vaxandi velmegun þér á landi, ört vaxandi þjóðar- Íramleiðslu samfara sterkri að- töðu út á við. Ég sé þó enga jástæðu til þess að draga dul á bað, að ýmsir erfiðleikar virðast Sframundan í íslenzku efnahags- ■yífi. Svo virðist sem hver hópur- inn af öðrum telji nú kominn tíma il að skara eld að sinni köku. Þetta á sér oft stað í miklu góð- æri. Og það er skuggahliðin á góð- ærinu, því að hætt er við, að í heild verði kröfurnar svo miklar, að ekki geti allir fengið allt, sem þeir vilja, heldur verði allir fyrir tjóni, ef þeir reyna allir að knýja kröfur sínar fram. Á þessu hefur verið vaxandi skilningur á þessu ári. Það er mjög mikilvægt að hann verði ekki minni á næsta ári. Þetta eru vandamálin, sem þarf að einbeita sér að, þegar storm- inn, sem nú hefur verið vakinn um söluskattshækkunina, lægir. Og hann lægir áreiðanlega innan skamms. En þá verða allir þeir, sem áhuga hafa á því, að jafnvægi haldist í íslenzku efnahagslífi að halda vöku sinni. Ég lýk þessum orðum mínum með einlægri ósk um það, að sem fyrst á næsta ári megi hefjast samstarf ríkisstjórn- ar, launþegasamtaka og vinnu- veitendasamtaka um það, að undir- búa þess konar launasamninga á miðju næsta ári, sem tryggi laun- þegum raunverulegar kjarabætur vegna vaxandi þjóðarframleiðslu og sterkrar gjaldeyrisstöðu. í ís- lenzkum efnahagsmálum yrðu ekki meiri gæfuspor stigin á næsta ári en þau, að áframhaldandi friður héldist með launþegasamtökun- um og vinnuveitendasamtökunum á grundvelli ráðstafana til vernd- unar jafnvægis í efnahagsmálum og þess konar breytingar á kjör- um, sem eru ekki verðbólgureykur einn, heldur traust undirstaða aukinnar velmegunar, vaxandi af- komuöryggis og bætts menningar- lífs. verið mjög hröð, sagði að 4% hús gagrýnd, en gagnrýnin beindist Ijáningafrelsi Framh. af 5. síðu. verða óánægju, ekki einungis með það sem stjórnin hefur áður gert á þessu sviði heldur einnig með áætlanir þærf sem fyrir liggja. Ræðumaður frá Suður-Úral, þar sem efnahagsþróunin hefur næðisins í héraði hans hefði ver ið byggt á undanförnum fimm ár- um. Engu að síður er bilið miilli húsnæðisbygginga og opinberrar þjónustu í bæjunum í héraðinu Tsjeljabinsk og hinar hröðu iðn- þróunar og fólksfjölgunar mjög mikið. Hann lét einnig í ljós ó- ánægju með skólabyggingar. Þrí- setja yrði skólana á degi hverj- um vegna skorts á húsnæði. Samt hefði verið dregið úr framlögum til skólaþygginga í héraðinu samkvæmt hinni endur skoðuðu áætlun fyrir 1965. í Moskvu, þar sem húsnæðis- skorturinn var og er erfiðasta vandamálið, hefur verið dregið úr fjárveitingum ár frá ári, sagði annar ræðumaður. Fulltrúi frá Grúsíu kvartaði sömu leiðis yfir sleifarlagi í byggingu skólahúsa. Nýjar verksmiðjur eru reistar f Lettlandi, en ekkert er gert til að útvega því fólki húsnæði sem á að vinna í verksmiðjunum, sagði annar ræðumaður. + „LOBBY“ -STARFSEMI Margir aðrir hópar, sem telja má jafn öfluga ,,skóla og hús- næðishópnum", létu til sín heyra á þinginu. Einn slíkur hópur lagði áherdu á þörfina á vatnsleiðsl- um í íbúðarhverfum, einkum á svæðum þar sem nú verður að bera vatnið langar leiðir frá brunn um. Annar hópur hafði áhyggjur af skórti á varahlutum í ökutæki og landbúnaðarvélar, en þessi skortur leiðir oft til þess, að sam göngur og landbúnaðarstörf leggj ast niður. Fulltrúi frá Kazakstan sagði, að stjórnin hefði oft sagt Gosplan og efnahagsráðinu að út- vega landbúnaðinum þessa vara- hluti, en ekkert hefði verið að- hafst. Gagnrýndi hann stjórnina eða Gosplan? Svo að segja hver ein- asti ræðumaður hafði yfir ein- hverju að kvarta. En kvörtunum var ekki beinlínis beint gegn stjórninni. Stefna stjórnarinnar á ýmsum sviðum var heldur ekki Bmnatryggiragar Ábyrgðar Vöru Heimilis Innbus Afla Veiðarfa Glertrygglngar Helmlstrygglng hentar yður TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” UNDARGATA 9 REYK3AVIK SlMI 21260 SlMNEFNI i SURETY gegn einstökum athöfnum eða skorti á athöfnum. Þeir sem gagn rýna mynda heldur ekki ,,lobby“ í vestrænum skilningi, því að munu tæplega hafa getað sam- ræmt árásir sínar eða ræður til að leggja hart að stjórninni. En ógnarstjórn lögreglunnar sem Stalín beitti til að koma í veg fyrir slíka samræmingu hópa, sem hafa sameginlegra hagsmuna að gæta, er ekki lengur til. Hinir sameiginlegu hagsmunir hafa kom ið æ greinilegar fram í ræðum þeim, sem haldnar voru. Sameigin legar aðgerðir og eitthvað í lík- ingu við pólitískan leik getur ekki verið langt undan. Viutor Zorza. Samvinnutrygging Framhald úr opnu. Þetta skipulag hafa Samvinnu- tryggingar nú tekið upp. Það stefn- ir að skýrari verkaskiptingu og setur nákvæmari línur um vald- svið og ábyrgð starfsmannanna. Það er álit forráðamanna félags- ins, að með þessu nýja skipu- lagi sé stefnt að hagkvæmari rekstri og betri þjónustu.' Líftryggingafélagið ANDVAKA lýtur sömu stjórn og Samvinnu- tryggingar, en er rekið sem sjálf- stætt félag bókhaldslega séð. Hins vegar hefur verið ákveðið, að starfsemi þess verði felld undir hið nýja skipulag, eftir því sem tilefni gefst til. Hin nýja deildaskipting verð- ur þannig, að annars vegar eru framkvæmdadeildir og hins vegar þjónustudeildir: i I. Framkvæmdadeildir: A. Söludeild: Deildin sér um sölu á öllum tryggingum, hefur á hendi yfirstjórn og eftirlit með umboð- um félaganna, auglýsingar, funda- höld og önnur tengsl við almenn- ing, sýningar, útstillingar, sölu- áætlanir o. fl. Deildarstjóri: Björn Vilmundarson. B. Tjónadeild: Deildin sér um uppgjör allra tjóna, nema tjóna af endurtryggingum, gerir tjóna- áætlanir, sér um endurkröfur á önnur tryggingafélög o. fl. Deild- arstjóri: Jón Rafn Guðmundsson. Deildarfulltrúi: Bruno Hjaltesteð. Deildarstjóri slysatjóna: Ólafur Kristjánsson. C. Áhættudeild: Deildin sér um ö!l endurtryggingaviðskipti félag- anna, tjónavarnir og áhættueftir- lit. Auk þess falla undir þessa deild afgreiðsla sjótrygginga, flug- vélatrj'gginga og sjaldgæfar og afbrigðilegra trygginga, sem háð- ar eru beinum endurtryggingum, o. fl. Deildarstjóri: Valur Arnþórs- son. II. Þjónustudeildir: A. Bókhald og Skýrsluvélar: Aðal- bókari: Þorsteinn Stefánsson. B. Skrifstofuumsjón: Forstöðumað ur: Helgi Sigurðsson. C. Afgreiðsla: Forstöðumaður: Bjarni Pétursson. D. Fjármál: Féhirðir: Friðjón Guð- röðarson. E. Stærðfræðileg þjónusta og stat- istik: Aktúar: Kristján Sturlaugs- son. Stjórn Samvinnutrygginga og 10 30. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Andvöku skipa nú: Erlendur Ein- arsson, forstjóri formaður, ísleifur Högnason, framkvæmdastjóri, Reykjavík, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, Akureyri, Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður, Ytri- Njarðvík og Ragnar Guðleifsson, kennari, Keflavík. Framkvæmdastjórar félaganna hafa verið: Erlendur Einarsson til ársloka 1954, Jón Ólafsson, hrl. frá ársbyrjun 1955 til 1. ágúst 1958 og síðan Ásgeir Magniisson, lögfræðingur. EINING Framhald af 7. síðu. þufrka má út, nema «f vtara skyldi að lækka mætti útgjöld til landvama, en von Hassel land- varnaráðherra hefur oft kvartað yfir of litlum framlögum. ★ VERBA BÆNDUR NÝNAZ- ISTAR. Ekki hefur gremja bænda minrikað við þetta. Atkvæði þeirrá í kosningunum eru tvær milljónir eða 6% greiddra at- kvæða. Talið er öruggt, að Er- hard muni missa hundruð þús- unda atkvæða vegna hinnar óvin- sælu ákvörðunar sinnar, enda þótt vestur - þýzkir bændur hafi hingað til verið íhaldsamur kosn- ingahópur. Hverjir munu þá græða á þessu?. Jafnaðarmenn búast við tals- Verðri fylgisaukningu, ekki að- eins vegna atburðanna í Briissel heldur einnig vegna hinnar al- mennu fylgisaukningar jafnaðar- manna í landinu, sem fyrst varð vart í þingkosningunum 1961 og í fylkiskosningunum í ár. En til eru aðrir flokkar, sem áhuga hafa á bændunum. Um skeið leit út fyrir, að Frjálsi demókrataflokkurinn (FDP) ætl- aði sér að gerast bændaflokkur^ en þessi hugmynd hefur að mestu verið lögð á hilluna. Fyrir nokkrum vikum var stofnaður mjög íhaldsamur flokk ur, þjóðielrnidlegi lýðræðisflokk- urinn. Þetta er samsteypa öfga- sinnaðra hægri afla og hálfnaz- istiskra flokka og hópa, og þeir eru mjög andvíkir Efnahagsbanda laginu í rtefnu sinni. Það er ekki með öllu óhugsandi, að þess- um fíokki takizt að fá tilskilin 5% greiddra atkvæða og fá þar með fulltrúa á þing í haust. Og auk þess ’ telja sérfræð- ingar í Bonn? að enn fleiri bænd ur muni sitja lieima í þessum kosningum en í fyiri kosningum. Eftir síðustu atburðina í Briiss el hefur efnahagsleg eining Efna hagsbandalagsins hvað sem öðru líður eflazt verulega, og viðleitn in til að koma á pólitískri ein- ingu er ef til vilj komin úr ó- göngunum. Samt sem áður er irangt að ætla, að allir erfiðleikar hafi ver- ið yfirstíganlegir, og engir erfið- leikar bíði hinna sex aðildarríkja í framtíðinni. Fvrstu, nvju vanda málin hafa þegar gert boð á und- an sér. Fyrir 1. aDríl 1965 á að samræma fjármálakerfi Efna hagsbandalagslandanna. Ágrein- ingur aðildarríkjanna í þessu. máli er ekki minni en í deilunni um kornverðið. Stein Viksveen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.