BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 6
að bjarga barninu sem fallið hefur í brunninn, en ennþá meira virði hefði verið að búa þannig um að slysið hefði ekki orðið. Lífshamingjan er sterk þrá í þrjósti hvers manns, uþþeldi, umhverfi, aðbúð og önnur lífskjör ráða miklu um hvernig mönnum gengur að höndla hnossið. Slysin eru skuggavaldar á vegferð manna, er draga úr lífshamingju þeirra, sem fyrir þeim verða. Æði oft má rekja orsök slysanna til áfengis- neyslu. Bindindi er því stór þáttur slysavarna, og veitir eins og önnur slysavarnarstarfsemi aukna lífshamingju. Bindindisstarfsemin er því snar þáttur í mannrækt þjóðarinnar, en á þeirri rækt byggist m.a. þroski hennar í nútíð og framtíð, menning og manndómur. Það er ósk mín til handa BFÖ á þessum tímamótum, að með starfi sínu takist félagasam- tökunum að efla og auka skilning manna á þörf fyrir vaxandi bindindi meðal þjóðarinnar, og eiga með því sem mestan þátt í að þróa hagsæld hennar og lífshamingju. SVEINN H. SKÚLASON 1975 -1979 Hinn 29. nóv. 1975, á 9. sambandsþingi BFÖ, var ég kjörinn forseti sambandsins. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því að taka á sig slíka ábyrgð. Gleði og þakklæti vegna þess trausts sem manni er auðsýnt. Gleðin er reyndar blönduð kvíða vegna þeirrar staðreyndar að verkin bíða og ábyrgðin er Ijós. Hver og einn hefur að sjálfsögðu hugmyndir um á hvern hátt hann ætlar að takast á við þau verkefni er bíða hans. I félagsstarfi er árangur þó háður ýmsu öðru en bara góðum vilja. Litlu verður áorkað ef ekki kemur til samvinna margra góðra og hæfra aðila. Nauðsynlegt er að það málefni sem unnið er fyrir hafi skilning og mæti jákvæðu hugarfari, hvert sem verkefnin bera mann. Þegar ég tók að mér forystu BFÖ áttu sér stað viss skil í starfi sambandsins. Á aðalfundinum hættu tveir af frumherjunum setu í stjórninni. Það voru þeir Helgi Hannesson og Sigurgeir Alberts- son. Báðir höfðu þeir verið frumkvöðlar að stofnun sambandsins og Sigurgeir var forseti þess fyrstu 14 árin og Helgi næstu 8 árin. Eldhuginn Ásbjörn Stefánsson sat enn í stjórn, en hann lést stuttu eftir aðalfundinn. Það var vissulega erfitt að taka við félaginu af þessum hæfu félagsmálamönnum og einstöku heiðursmönnum. Mál BFÖ höfðu um nokkurt skeið þróast svo að viss stöðnun hafði skapast í endurnýjun félaga og sú stöðnun hafði einnig náð til stjórnar sambands- ins. Á tímabili fráfarandi stjórnar hafði komið uþp hópur áhugasamra og starfsamra félaga. Þeir er leiddu félagið, skynjuðu að í þessum hóþi lá framtíð starfsins og örvuðu hann til verka. Helgi, Sigurgeir og Ásbjörn höfðu mikla trú á norrænu samstarfi og komu því þannig fyrir að 6 nokkrir fulltrúar BFÖ fóru á námskeið á Norður- löndunum á árunum 1973 og 1974. Eins og frumherjarnir sáu fyrir þá urðu þessar utanferðir sá neisti er kveikti bálið. Menn sáu styrk og fjölbreytileika starfs bræðrafélaganna á Norður- löndunum. Hugmyndir vöknuðu, vináttubönd voru mynduð. Áhugi sá er var fyrir hendi varð að blossandi framkvæmdavilja. Þetta skynjuðu frum- herjarnir og afhentu hinum ungu arftökum skút- una með þeim orðum að hjá þeim skyldu þeireiga hauka í horni ef gæfi á bátinn. Á fyrstu árum BFÖ hafði verið lögð mikil áhersla á góðakstra. Góðakstrar eru mjög viðamikil framkvæmd hvað undirbúning varðar og ekkert má bregða útaf hvað veður snertir. í samstarfi okkar við félögin á Norðurlöndum kynntumst við ökuleikniskeþpnunum. Við sáum að slíkt form keppna hentaði okkur. Fyrsta ökuleikniskeppnin var háð í Galtalæk á Bindindismótinu 1977 og þótti takast mjög vel. Árið 1978 voru keþþnirnar 11

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.