BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 33

BFÖ-blaðið - 01.04.1984, Blaðsíða 33
A fullri ferð á þrautaplani. Frá úrslitakeppni í Ökuleikni. þaö 1980 er Árni Óli Friðriksson sigraði í karla- flokki í Þýskalandi og í seinna skiptið er Auður Ingvadóttir frá ísafirði sigraði í kvennariðli í Vínar- borg 1983. Keppendum hefur farið fjölgandi í keppninni undanfarin ár og nú taka árlega milli 200 og 300 keppendur þátt. [ sumar sem leið tók þúsundasti keppandinn þátt í Ökuleikni og gerðist það í Garði. Ákveðið hefur verið að keppnin næsta sumar verði með öðru sniði en venjulega og verður sú nýbreytni kynnt síðar. Félagið hefur notið velvildar og skilnings margra fyrirtækja og stofnana við framkvæmd keppnanna. Það sást best í fyrrahaust, er leysa þurfti fjárhagsvandamál vegna utanfarar kepp- enda til Vínarborgar í Norrænu ökuleiknina. Arnarflug hf., gaf félaginu farmiða fararstjórans milli (slands og Amsterdam og er slíkur miði ekki undir 10.000 kr. virði. Einnig voru umboðsmenn Volvo hér á landi sérlega hjálpsamir. Þeirfréttu að hópurinn þurfti á 2 bílum að haldafrá Amsterdam til Vínar og aftur til baka og buðust þeir til að útvega tvo nýja Volvo 360 bíla ti! fararinnar endurgjaldslaust. Má segja að greiðasemi þess- ara tveggja fyrirtækja hafi skipt sköpum í að (slendingar gátu sent keppendur til Vínar í Norrænu ökuleiknina og er slík greiðasemi og skilningur félaginu ómetanlegur og vill félagið færa þessum fyrirtækjum sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag til Ökuleikni ’83. 33

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.