BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4
Á leið í leyfið Nú fer í hönd tími sumarleyfa. Margir halda á erlenda grund en aðrir ferðast og skoða sig um hér á landi. Allir sem möguleika eiga á fara úr bænum og eyða helgi eða lengri tíma í tjaldi, í sumarbústað eða heimsækja kunningja í öðrum landshluta. Mikill farangur Það sem einkennir oft þá bíla sem ferðast um landið er mikill farangur. Tjaldið, svefn- pokarnir, matur, útigrillið og fleiri ómissandi hlutir verða að vera með. Til þess að koma þessu öllu fyrir í bílnum er nauðsynlegt að vera góður skipuleggjandi. Þá kemur topp- grind oft að góðum notum. Reynið þó að hafa létta hluti á henni, því bæði er auðveldara að koma þeim fyrir og eins breytist þyngdar- punktur bílsins ef allir þyngstu hlutirnir eru settir á toppinn. Miklu skiptir að það sem á toppgrind er sett, sé vel og rækilega bundið niður, svo engin hætta sé á að það losni. Til eru sérstakar teygj- ur á flestum bensínstöðvum, til að festa niður farangur. Ef laust eða illa er bundið, getur það ekki einungis valdið óþægindum fyrir þig að týna eða skemma það sem dettur af toppgrind, heldur getur farið svo að bílar sem þú mætir fái slíkt á sig eða rétt fyrir framan sig og það valdið hættu. Sama má segja um bíla sem á eftir þér aka. Það sem þú setur inn í bílinn má aldrei skyggja á útsýni bílstjórans um glugga eða spegla bílsins. Hafðu það hugfast og rað- aðu farangri í samræmi við það. Það er góð regla að skorða vel þann farangur sem þú kemur fyrir inni í bílnum, svo ekki sé hætta á að hann fari af stað á ósléttum vegi eða þegar þú þarft að hemla snögglega. Varahlutir í bílinn Það er margt sem hafa þarf með í ferðalag innanlands. Þegar búið er að finna til allan viðlegubúnaðinn, fatnaðinn og matinn, er ekki alveg allt komið. Ekki má gleyma bíln- um sjálfum. Flestir vita hvers skuli gæta áður en farið er af stað. Það er góð regla að láta smyrja bílinn áður en lagt er af stað, athuga 4 hvort öll ljós séu í lagi, hemlar og hjólbarðar. Ekki sakar að kanna ástand pústkerfis, því oft vill mikið reyna á það á erfiðum malarvegum. Undir vélarlokinu þarf að athuga hvort ekki sé í lagi með bremsuvökva, olíu, vatn, vökva á sjálfskiptingu (ef hún er fyrir hendi) svo og vökva fyrir aflstýri. Athugið ástand viftu- reima. Hafið auka viftureim meðferðis, kveikjulok, kveikjuhamar og kerti. Þú skalt athuga ástand varadekks, hvort felgulykill og tjakkur er ekki örugglega með- ferðis og í lagi. Öryggisþríhyrningur ætti einnig að vera í skottinu, ásamt kaðli. Ein- hver verkfæri ættu að vera með í ferðinni, því það er fleira en bíllinn sem getur bilað. Sem betur fer lengist árlega sá hluti íslenska vegakerfisins sem er með bundnu slitlagi. Þó er ætíð fyrir hendi sú hætta að fá grjót í framrúðu og að hún brotni. Það er því alls ekki óskynsamlegt að hafa meðferðis svokallaða neyðarrúðu úr sterku plasti sem líma má fyrir ef framrúða brotnar. Slíkar neyðarrúður fást á flestum bensínstöðvum. Börnin í bílnum Við megum ekki gleyma börnunum ef þau eru með í för, þegar langt er ekið. Þau eru mun fljótari til að þreytast í bíl en þeir sem eldri eru. Því ættir þú að taka tillit til þeirra og stöðva bílinn öðru hverju og leyfa þeim að teygja úr sér. Þá er gott að vera með eitthvað afþreyingar- efni fyrir þau. Til eru margvísleg spil, sem nota má í bíl, ýmsir leikir, sem fara má í og ekki síst er hægt að fara í leiki er tengjast umhverfinu, svo sem nafnaleiki og fleira. Umferðarráð hefur verið með ýmislegt efni fyrir börn í bíl. Nú síðast í vor var gefin út snælda með ýmsum þekktum barnalögum og hreyfisöngvum til nota í bíl fyrir börn á ferða- lagi. Ánægð börn í bíl auka á öryggi annarra farþega og bílstjórinn fær að aka í friði. Hreint land - fagurt land Þegar allur búnaður fyrir útileguna og bíl- inn er kominn á sinn stað ætti að huga að ein- hverju íláti fyrir rusl. Það er ekki svo lítið af rusli sem fellur til í ferðalögum, bæði í bíl og á áningarstað. Við skulum ætíð skilja við áningastaðina eins og við sjálf viljum koma að þeim. Að lokum munið bílbeltin og ökuljósin - alltaf. E.G.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.