BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 10
10 að ætla börnunum annað en for- eldrunum. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins: 1. Áfengi er bölvaldur í lífi fólks. Ég hygg, að það séu ekki margar fjölskyldur á íslandi, sem hafa ekki kynnst því með einum eða öðrum hætti. Óhófleg áfengis- neysla foreldra, annars eða beggja, hefur óhjákvæmilega mikil sálræn áhrif á börn og getur markað líf þeirra. Eyðileggingar- áhrif slíkrar áfengisneyslu á við- kvæmu uppvaxtarskeiði barna og unglinga eru ótrúlega mikil. Ég hef oft velt því fyrir mér, hvers konar eigingirni er í því fólgin, annars vegar að eignast börn, og hins vegar að valda þeim varan- legum þjáningum og tjóni á sál- inni með ofneyslu áfengis. Það er svo önnur saga, að það gerist ótrúlega oft, að þeir sem hafa búið við áfengisböl á heimili sínu í æsku endurtaka þann ljóta leik gagnvart börnum sínum síð- ar á ævinni. Margir telja, að enginn skaði geti orðið af hóflegri neyslu áfeng- is og ekki vil ég mótmæla því, að margt fólk fer vel með áfengi. En þeir eru líka ótrúlega margir, sem eiga erfitt með að þræða þennan gullna meðalveg, eins og dæmin sanna. Það hefur að vísu dregið mjög úr áfengisneyslu manna í hádegi, þó er það enn algengt, að þeir, sem vegna starfa sinna snæða hádeg- isverð með viðskiptavini eða sam- starfsmönnum neyti þá áfengis. Ég er þeirrar skoðunar, að útilok- að sé, að þeir sem neyta áfengis í hádegi, haldi fullum starfskröft- um það sem eftir er dagsins. Og að slík áfengisneysla sé hinn versti ósiður, sem menn eigi að venja sig af. Vinnutap af völdum áfengis- neyslu er áreiðanlega mjög mikið, hvort sem er vegna þess að menn missa starfsþrek síðdegis eftir að neyta áfengis í hádegi, eða vegna hins, að starfsfólk mætir til vinnu heldur illa á sig komið eftir of mikla áfengisneyslu kvöldið áður. Það gildir því einu, hvort um er að ræða heimili eða vinnustað. Áfengisneysla er til bölvunar og óþurftar. 2. Ég hef enga trú á bönnum í sambandi við áfengisneyslu. Al- menn fræðsla getur átt mikinn þátt í að draga úr neyslu áfengis, en þá ekki síður breyting á lífsstíl. Eftir að líkamsræktarbylgjan breiddist út um Bandaríkin og fólk fór að hugsa skipulega um heilsu sína, stunda gönguferðir, hlaupa, eða iðka aðra útivist, þótti það ekki lengur við hæfi, að neyta jafn mikils áfengis og áður þar í landi. Það var ekki lengur fínt að drekka þrjú glös af martíni með hverjum hádegisverði. Það er lífsháttabreyting af þessu tagi, sem mun duga best í baráttu gegn áfengisneyslu. Ég kunni vel að meta það, þegar Vilhjálmur Hjálmarsson í menntamálaráð- herratíð sinni, hætti að veita áfengi í þeim veislum, sem hann stóð fyrir sem ráðherra. Opinber stjórnvöld geta átt þátt í að koma á breytingum á lífsstíl fólks með því að hætta að veita áfengi í opin- berum veislum. Það er engin ástæða til þess að skattgreiðend- ur á íslandi greiði kostnað við slíkar móttökur í hvert sinn sem félagasamtök koma saman til funda eins og nú tíðkast. Ég held líka, að samtök bindind- ismanna hafi náð minni árangri en ella með baráttu sinni, vegna þess að fólki hafi þótt sjónarmið þeirra of þröng og e.t.v. mótast um of af ofstækisfullri afstöðu gegn áfengi. Baráttan gegn áfengisneyslu þarf að byggjast á jákvæðum viðhorf- um, en ekki neikvæðum. Valgerður Matthíasdóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2: 1. Ég hef aldrei notað vímugjafa, hvorki áfengi né önnur vímuefni. Mér finnst algjör þrautalending að þurfa að sækja sér gleði, ró, slökun eða hvað sem er í efni til inntöku. Líkaminn býr yfir öllum þessum efnum sjálfur, við þurfum bara að nýta okkur þau. Við myndum t.d. náttúrulegt morfín, sem kallast endorfín, þegar við stundum líkamsrækt, og svo fáum við góðan skammt af þessu efni þegar við hlæjum. Þessa sæluvímu er auðvelt að fá á nátt- úrulegan hátt. Hugarkyrrð og slökun fæst t.d. við íhugun og því fylgir ótrúlega mikil vellíðan. Ég dæmi engan sem notar vímugjafa þó að mér finnist það neikvætt.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.